Bullið 2017 Sævar Þór Jónsson skrifar 3. janúar 2018 11:16 Þar sem ég er að komast á fimmtugsaldurinn þá langar mig að tuða aðeins yfir árinu 2017. Ekki að það árið hafi verið svo slæmt en það er þó til siðs að minnast þess liðna á þessum tímamótum og að þessu sinni langar mig að fara yfir þau atriði sem standa upp úr hvað bull varðar fyrir árið 2017. Allt virtist um koll ætla keyra þegar fyrrverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, vildi banna notkun peningaseðla. Þetta verður að teljast mesta klúður nokkurs fjármálaráðherra í lýðveldissögunni eftir veru Ólafs Ragnars Grímsson í því embætti. Ljóst má vera að umrædd viðleitni ágæts fjármálaráðherra var ekkert annað en tilraun hans til að evruvæða íslenskt samfélag. Sem betur fer varð ekkert af þessu bulli fjármálaráðherra en hann þurfti svo að taka pokann sinn eftir stutta veru á ráðherrastól, þjóðinni til mikilla heilla. Samfélagsmiðlar héldu uppteknum hætti með sjálfhverfunni og fóru mikinn um misgjörðir margra í garð saklausra eins og um eina móðurina sem talaði um að hún ætti í ofbeldissambandi við 2 ára ungbarn sitt. Þótti öllum mjög eðlilegt að fjalla um óþekkt barnsins sem ofbeldi í garð móðurinnar. Þá gaus upp mikil umræða um uppreist æru og ráðningu dómara í Landsrétti svo allt ætlaði um koll að keyra. Dómsmálaráðherra var kennt um allt, meira að segja átti vesalings konan að eiga sinn þátt í því að fyrrverandi ríkisstjórn sprakk. Þrátt fyrir að hafa farið að lögum þá var henni gert að þola ásakanir um valdníðslu og fleira. Svo kom á daginn að það var Alþingi sem samþykkti svo skipanina en þrátt fyrir það var ráðherra aðalsökudólgurinn. Samhliða þessu sleit Björt framtíð ríkisstjórnarsamstarfinu vegna trúnaðarbrests út frá málinu sem varðaði uppreist æru. En niðurstaðan var þeim flokki ekkert annað en vonbrigði sem urðu til þess að umræddur flokkur þurrkaðist út í síðustu kosningum. Þvílíkt afrek. Þáverandi forsætisráðherra bar eins og svo aftur áður við minnisleysi þegar kom að því að tjá sig um hvað hann mátti og mátti ekki vita. Líkt og þegar hann var ásakaður um að vera hlutdrægur í bankahruninu vegna veru sinnar í stjórnum ýmissa félaga. Hann vissi aldrei hvað var gert og ekki gert innan félaganna þrátt fyrir að hafa verið í stjórnum þeirra og lögmaður ofan á laga. Prestur þjóðkirkjunnar, sem hafði áður verið stórtækur útgefandi erótísks tímarits, talaði fyrir því að ekki ætti að kenna börnum aðeins kristna trú innan skólakerfisins heldur ætti að fjalla um alla trú innan skólakerfisins og gefa börnum færi á að velja líkt og það væri á nammibarnum í Hagkaup. Kjararáð gekk svo fram og hækkaði laun allra presta aftur í tímann en á sama tíma töluðu stjórnvöld fyrir stöðugleika þegar kæmi að kjaramálum. Gömul saga og ný hér á ferð. Það er jú ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón þegar kemur að þessum málum. Allt í boði á kostnað skattgreiðenda. Fyrrverandi hæstaréttardómari gaf svo út bók. Þar hafði höfundur stóryrði um fyrrverandi kollega sína og talaði um spillingu og óvönduð vinnubrögð. En gleymdi sjálfur að minnast á sína eigin vankanta þegar hann sendi nafnlaust bréf til fjölmiðla, meðan hann sat í Hæstarétti, til að benda á annmarka á dómsmáli sem var kallað Baugsmálið. Kallast þetta ekki hræsni? Svo hélt vitleysan áfram þegar hann fór í fýlu af því lögmannafélagið vildi ekki fjalla um málefni sem tengdust bókinni hans. Eins og hann ætti heimtingu á slíku óháð hver tilgangur lögmannafélagsins er. Þetta er kannski einföldun en ég segi bara, æ Jón ekki meir. Þá kom í ljós að öðrum lögmanni þótti réttlætanlegt að leggja í leiðangur að heimili stjórnmálamanns og öskra úr sér líftóruna í kraftgalla eins og enginn væri morgundagurinn. Hann réttlætti gjörðir sínar með vísan til ákvæða stjórnarskrárinnar án þess þó að taka tillit til fjölskyldu og barna viðkomandi sem þurftu að þola skrílslætin þrátt fyrir að vera saklaus af stjórnmálum. Borginni var jafn illa stýrt og fyrri ár. Hversu mikla vitleysu eigum við að þola mikið lengur í þessari blessuðu borg okkar. Talað var um átak í ýmsum málum er vörðuðu íbúðamál innan borgarinnar en staðan í dag er sú að íbúðarverð í borginni í dag er á við íbúðarverð í erlendum stórborgum. Ekki virðist þéttingastefna borgarinnar vera að skila neinu nema þá kannski fleiri hótelum og það er einmitt sem við þurfum á að halda. Ljóst má vera að Dagur og hans gengi eru byrjaðir að gefa út loforðin og mun regnbogum loforðanna vera ælt út á komandi mánuðum í þeirri viðleitni að sannfæra borgarbúa um að hinn hárfagri borgarstjóri hafi í reynd verið að gera eitthvað þessi fjögur ár þrátt fyrir að hafa ekki gert neitt. Ný ríkisstjórn var mynduð á árinu sem betur fer enda voru allir orðnir þreyttir á óstjórninni sem hafði verið í stjórnmálunum. Talað var um sölu bankanna og þá vaknaði spurningin: er ballið að byrja aftur? Getum við ekkert lært af fyrri mistökum þrátt fyrir allt? Hvað sem þessu öllu líður þá tel ég árið 2018 ætti að geta orðið gott ár og þrátt fyrir tuðið þá var margt jákvætt árið 2017 en ég kem kannski að því síðar eða þá framtíðarsýn fyrir árið 2018. Kosningar eru fram undan í sveitarstjórnarmálum og þar verður fróðlegt að sjá hvernig vinnst úr en ljóst má vera að gæta þarf að heilbrigðri uppbyggingu í þágu allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Göngum í takt Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Þar sem ég er að komast á fimmtugsaldurinn þá langar mig að tuða aðeins yfir árinu 2017. Ekki að það árið hafi verið svo slæmt en það er þó til siðs að minnast þess liðna á þessum tímamótum og að þessu sinni langar mig að fara yfir þau atriði sem standa upp úr hvað bull varðar fyrir árið 2017. Allt virtist um koll ætla keyra þegar fyrrverandi fjármálaráðherra, Benedikt Jóhannesson, vildi banna notkun peningaseðla. Þetta verður að teljast mesta klúður nokkurs fjármálaráðherra í lýðveldissögunni eftir veru Ólafs Ragnars Grímsson í því embætti. Ljóst má vera að umrædd viðleitni ágæts fjármálaráðherra var ekkert annað en tilraun hans til að evruvæða íslenskt samfélag. Sem betur fer varð ekkert af þessu bulli fjármálaráðherra en hann þurfti svo að taka pokann sinn eftir stutta veru á ráðherrastól, þjóðinni til mikilla heilla. Samfélagsmiðlar héldu uppteknum hætti með sjálfhverfunni og fóru mikinn um misgjörðir margra í garð saklausra eins og um eina móðurina sem talaði um að hún ætti í ofbeldissambandi við 2 ára ungbarn sitt. Þótti öllum mjög eðlilegt að fjalla um óþekkt barnsins sem ofbeldi í garð móðurinnar. Þá gaus upp mikil umræða um uppreist æru og ráðningu dómara í Landsrétti svo allt ætlaði um koll að keyra. Dómsmálaráðherra var kennt um allt, meira að segja átti vesalings konan að eiga sinn þátt í því að fyrrverandi ríkisstjórn sprakk. Þrátt fyrir að hafa farið að lögum þá var henni gert að þola ásakanir um valdníðslu og fleira. Svo kom á daginn að það var Alþingi sem samþykkti svo skipanina en þrátt fyrir það var ráðherra aðalsökudólgurinn. Samhliða þessu sleit Björt framtíð ríkisstjórnarsamstarfinu vegna trúnaðarbrests út frá málinu sem varðaði uppreist æru. En niðurstaðan var þeim flokki ekkert annað en vonbrigði sem urðu til þess að umræddur flokkur þurrkaðist út í síðustu kosningum. Þvílíkt afrek. Þáverandi forsætisráðherra bar eins og svo aftur áður við minnisleysi þegar kom að því að tjá sig um hvað hann mátti og mátti ekki vita. Líkt og þegar hann var ásakaður um að vera hlutdrægur í bankahruninu vegna veru sinnar í stjórnum ýmissa félaga. Hann vissi aldrei hvað var gert og ekki gert innan félaganna þrátt fyrir að hafa verið í stjórnum þeirra og lögmaður ofan á laga. Prestur þjóðkirkjunnar, sem hafði áður verið stórtækur útgefandi erótísks tímarits, talaði fyrir því að ekki ætti að kenna börnum aðeins kristna trú innan skólakerfisins heldur ætti að fjalla um alla trú innan skólakerfisins og gefa börnum færi á að velja líkt og það væri á nammibarnum í Hagkaup. Kjararáð gekk svo fram og hækkaði laun allra presta aftur í tímann en á sama tíma töluðu stjórnvöld fyrir stöðugleika þegar kæmi að kjaramálum. Gömul saga og ný hér á ferð. Það er jú ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón þegar kemur að þessum málum. Allt í boði á kostnað skattgreiðenda. Fyrrverandi hæstaréttardómari gaf svo út bók. Þar hafði höfundur stóryrði um fyrrverandi kollega sína og talaði um spillingu og óvönduð vinnubrögð. En gleymdi sjálfur að minnast á sína eigin vankanta þegar hann sendi nafnlaust bréf til fjölmiðla, meðan hann sat í Hæstarétti, til að benda á annmarka á dómsmáli sem var kallað Baugsmálið. Kallast þetta ekki hræsni? Svo hélt vitleysan áfram þegar hann fór í fýlu af því lögmannafélagið vildi ekki fjalla um málefni sem tengdust bókinni hans. Eins og hann ætti heimtingu á slíku óháð hver tilgangur lögmannafélagsins er. Þetta er kannski einföldun en ég segi bara, æ Jón ekki meir. Þá kom í ljós að öðrum lögmanni þótti réttlætanlegt að leggja í leiðangur að heimili stjórnmálamanns og öskra úr sér líftóruna í kraftgalla eins og enginn væri morgundagurinn. Hann réttlætti gjörðir sínar með vísan til ákvæða stjórnarskrárinnar án þess þó að taka tillit til fjölskyldu og barna viðkomandi sem þurftu að þola skrílslætin þrátt fyrir að vera saklaus af stjórnmálum. Borginni var jafn illa stýrt og fyrri ár. Hversu mikla vitleysu eigum við að þola mikið lengur í þessari blessuðu borg okkar. Talað var um átak í ýmsum málum er vörðuðu íbúðamál innan borgarinnar en staðan í dag er sú að íbúðarverð í borginni í dag er á við íbúðarverð í erlendum stórborgum. Ekki virðist þéttingastefna borgarinnar vera að skila neinu nema þá kannski fleiri hótelum og það er einmitt sem við þurfum á að halda. Ljóst má vera að Dagur og hans gengi eru byrjaðir að gefa út loforðin og mun regnbogum loforðanna vera ælt út á komandi mánuðum í þeirri viðleitni að sannfæra borgarbúa um að hinn hárfagri borgarstjóri hafi í reynd verið að gera eitthvað þessi fjögur ár þrátt fyrir að hafa ekki gert neitt. Ný ríkisstjórn var mynduð á árinu sem betur fer enda voru allir orðnir þreyttir á óstjórninni sem hafði verið í stjórnmálunum. Talað var um sölu bankanna og þá vaknaði spurningin: er ballið að byrja aftur? Getum við ekkert lært af fyrri mistökum þrátt fyrir allt? Hvað sem þessu öllu líður þá tel ég árið 2018 ætti að geta orðið gott ár og þrátt fyrir tuðið þá var margt jákvætt árið 2017 en ég kem kannski að því síðar eða þá framtíðarsýn fyrir árið 2018. Kosningar eru fram undan í sveitarstjórnarmálum og þar verður fróðlegt að sjá hvernig vinnst úr en ljóst má vera að gæta þarf að heilbrigðri uppbyggingu í þágu allra.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun