Brutust tvisvar inn í sama skóla og reyndu við þann þriðja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2018 11:15 Salaskóli í Kópavogi. Kópavogur Lögregla hefur til rannsóknar innbrot í nágrannaskólana Salaskóla og Hörðuvallaskóla í nótt. Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi brosti inn í Salaskóla um tvöleytið, verið mættir í Hörðuvallaskóla klukkustund síðar og svo snúið aftur í Salaskóla um fjögurleytið. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir innbrotsþjófana hafa fyrst mætt um tvöleytið og spennt upp glugga að kennslustofu. Þeir hafi tekið tvær tölvur og yfirgefið svæðið. Lögregla hafi mætt á svæðið en þjófarnir verið á bak og burt. Víkur næst sögunni að Hörðuvallaskóla þar sem öryggiskerfið fór í gang á milli klukkan þrjú og hálf fjögur. Ágúst Jakobsson skólastjóri mæti á vettvang ásamt lögreglu en hinir grunuðu voru farnir. Hörðuvallaskóli.Kópavogur.is „Mér sýnist við hafa sloppið, þeir náðu ekki að taka neitt,“ segir Ágúst. Tjónið felist í brotnum glugga en auðvitað sé óskemmtilegt að fá óboðna gesti í skólann að næturlagi. „Þeir völdu slæman stað til að fara inn, þeir hafa ekki náð að athafna sig. Öryggiskerfið hefur eflaust fælt þá í burtu,“ segir Ágúst. Lögregla skoðaði vettvang. Hálftíma síðar voru innbrotsþjófar aftur mættir í Salaskóla. Brutu þeir í þetta skiptið rúðu til að komast inn í skólann og stálu sjónvarpi. „Þetta eru ekki einhverjir atvinnuþjófar. Því miður eru þetta einhverjir unglingar í vandræðum. Vonandi fá þeir hjálp,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla. Ekki sé um að ræða regluleg innbrot í skólann. „Nei, það er mjög sjaldan farið hingað inn. Það eru miklar mannaferðir við skólann enda mjög stór íþróttamiðstöð hér við hliðina á. Þá hafa íbúar hér fyrir ofan hafa vaktað skólahúsið mjög vel. Úr þeirra gluggum blasir skólahúsið við.“Hafsteinn segir lögreglu telja sömu menn hafa verið að verki í öll skiptin og hafa grun um hverjir hafi verið á ferð. Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt en innbrot voru víða á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira
Lögregla hefur til rannsóknar innbrot í nágrannaskólana Salaskóla og Hörðuvallaskóla í nótt. Svo virðist sem innbrotsþjófarnir hafi brosti inn í Salaskóla um tvöleytið, verið mættir í Hörðuvallaskóla klukkustund síðar og svo snúið aftur í Salaskóla um fjögurleytið. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla, segir innbrotsþjófana hafa fyrst mætt um tvöleytið og spennt upp glugga að kennslustofu. Þeir hafi tekið tvær tölvur og yfirgefið svæðið. Lögregla hafi mætt á svæðið en þjófarnir verið á bak og burt. Víkur næst sögunni að Hörðuvallaskóla þar sem öryggiskerfið fór í gang á milli klukkan þrjú og hálf fjögur. Ágúst Jakobsson skólastjóri mæti á vettvang ásamt lögreglu en hinir grunuðu voru farnir. Hörðuvallaskóli.Kópavogur.is „Mér sýnist við hafa sloppið, þeir náðu ekki að taka neitt,“ segir Ágúst. Tjónið felist í brotnum glugga en auðvitað sé óskemmtilegt að fá óboðna gesti í skólann að næturlagi. „Þeir völdu slæman stað til að fara inn, þeir hafa ekki náð að athafna sig. Öryggiskerfið hefur eflaust fælt þá í burtu,“ segir Ágúst. Lögregla skoðaði vettvang. Hálftíma síðar voru innbrotsþjófar aftur mættir í Salaskóla. Brutu þeir í þetta skiptið rúðu til að komast inn í skólann og stálu sjónvarpi. „Þetta eru ekki einhverjir atvinnuþjófar. Því miður eru þetta einhverjir unglingar í vandræðum. Vonandi fá þeir hjálp,“ segir Hafsteinn Karlsson, skólastjóri í Salaskóla. Ekki sé um að ræða regluleg innbrot í skólann. „Nei, það er mjög sjaldan farið hingað inn. Það eru miklar mannaferðir við skólann enda mjög stór íþróttamiðstöð hér við hliðina á. Þá hafa íbúar hér fyrir ofan hafa vaktað skólahúsið mjög vel. Úr þeirra gluggum blasir skólahúsið við.“Hafsteinn segir lögreglu telja sömu menn hafa verið að verki í öll skiptin og hafa grun um hverjir hafi verið á ferð. Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt en innbrot voru víða á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Sjá meira