Yfir hverju er þetta fólk andvaka? Ögmundur Jónasson skrifar 2. janúar 2018 07:00 Kjararáð ákveður að hækka laun biskups um fimmtung þannig að hann sé á pari við alþingismenn í grunnlaunum en grunnlaun þeirra voru hækkuð í rúmlega milljón krónur á mánuði fyrr á árinu. Þetta er nú gagnrýnt hástöfum. En hvað vakir fyrir gagnrýnendum? Á forsvarsmönnum atvinnurekenda og launafólks, sem stundum eru nefndir „aðilar vinnumarkaðar“, er svo að skilja að þetta snúist um prósentur. Prósentuhækkanirnar séu meiri en þeir vilji leyfa. Þetta hafi með öðrum orðum ekkert með launajöfnuð að gera, enda sumir skjólstæðingar kjararáðs varla hálfdrættingar þeirra sjálfra. En er þjóðin tilbúin að hugsa bara í prósentum? Hlýtur réttmæti launa og þá einnig launahækkana ekki að skoðast með hliðsjón af öðrum launum í landinu og hlutfallinu þar á milli? Í Fréttablaðinu, 23. desember, segir í skýringartexta fréttar um framangreindar launahækkanir: „Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja.“Hin sárreiðu Sá pirringur er síðan staðfestur í ályktun Viðskiptaráðs um framangreindar hækkanir sem jafnframt er vísað til í fréttinni. En hverjir eru svona sárreiðir? Í stjórn Viðskiptaráðs eru 37 einstaklingar auk formanns, Katrínar Olgu Jóhannesdóttur. Þeir eru: Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðinni, Ari Edwald, MS, Ari Fenger, Nathan & Olsen, Ágúst Hafberg, Norðuráli, Árni Geir Pálsson, Icelandic Group, Birgir Sigurðsson, Kletti, Birkir Hólm Guðnason, Icelandair, Birna Einarsdóttir, Íslandsbanka, Eggert Benedikt Guðmundsson, Etacticu, Eggert Þ. Kristófersson, N1, Finnur Oddsson, Nýherja, Gísli Hjálmtýsson, Thule Investments, Guðmundur J. Jónsson, Verði, Gylfi Sigfússon, Eimskipafélaginu, Helga Hlín Hákonardóttir, Strategíu, Helga Melkorka Óttarsdóttir, LOGOS, Hermann Björnsson, Sjóvá, Hrund Rudolfsdóttir, Veritas Capital, Hörður Arnarsson, Landsvirkjun, Jakob Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Lýsi, Kristín Pétursdóttir, Mentor, Linda Jónsdóttir, Marel, Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, Flugleiðahótelum, Magnús Bjarnason, Kviku, Magnús Þór Ásmundsson, Alcoa Fjarðaáli, Sigrún Ragna, Ólafsdóttir, Creditinfo, Sigurður Viðarsson, Tryggingamiðstöðinni, Sigurhjörtur Sigfússon, Mannviti, Stefán Pétursson, Arion banka, Stefán Sigurðsson, Vodafone, Steinþór Pálsson, Svanbjörn Thoroddsen, KPMG, Sveinn Sölvason, Össuri, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Viðar Þorkelsson, Valitor, og Vilhjálmur Vilhjálmsson, HB Granda.Reiðiköstin verði útskýrð Svo er að skilja að að minnsta kosti þetta fólk sem hér er upp talið, sé miður sín og reitt yfir hækkuninni til þess hóps sem biskupinn er nú gerður að skotspæni fyrir. Er til of mikils ætlast að þessir einstaklingar komi nú fram undir nafni og geri grein fyrir reiðiköstum sínum, hvort það er hækkunin sem hvekki þau eða hvort það er launaupphæðin sem haldi fyrir þeim vöku? Þá væri fróðlegt að Fréttablaðið gerði grein fyrir augljósum eineltistilburðum sínum gagnvart biskupi Íslands. Nú skal það tekið fram að ekkert er við það að athuga að kjararáð og ákvarðanir þess sæti gagnrýni. Sú umræða er meira að segja bráðnauðsynleg þótt hún ætti að mínu mati að vera í öðrum farvegi.Einelti í Fréttablaðinu En þegar fréttaflutningurinn er farinn að ná út yfir allan þjófabálk, þá vakna spurningar. Þannig sagði Fréttablaðið frá því í sérstakri frétt að Ríkisútvarpinu hefði ekki borist ósk frá biskupi um að fá að taka upp á nýjan leik jólapredikun sem hljóðrituð var fyrir hækkun. Fréttablaðið hafði gengið sérstaklega eftir því að kalla fram upplýsingar um þetta. Svo komu aðrar fréttir, þar á meðal hvað biskup borgaði fyrir að búa í biskupsbústaðnum og að leigan væri óeðlilega lág og svo hvort ekki mætti líta svo á að Agnes M. Sigurðardóttur, biskup hafi fengið harðan pakka í ár! Einelti? Í ljósi þess samhengis sem hér er að teiknast upp er það svo samkvæmt mínum skilningi.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Kjararáð ákveður að hækka laun biskups um fimmtung þannig að hann sé á pari við alþingismenn í grunnlaunum en grunnlaun þeirra voru hækkuð í rúmlega milljón krónur á mánuði fyrr á árinu. Þetta er nú gagnrýnt hástöfum. En hvað vakir fyrir gagnrýnendum? Á forsvarsmönnum atvinnurekenda og launafólks, sem stundum eru nefndir „aðilar vinnumarkaðar“, er svo að skilja að þetta snúist um prósentur. Prósentuhækkanirnar séu meiri en þeir vilji leyfa. Þetta hafi með öðrum orðum ekkert með launajöfnuð að gera, enda sumir skjólstæðingar kjararáðs varla hálfdrættingar þeirra sjálfra. En er þjóðin tilbúin að hugsa bara í prósentum? Hlýtur réttmæti launa og þá einnig launahækkana ekki að skoðast með hliðsjón af öðrum launum í landinu og hlutfallinu þar á milli? Í Fréttablaðinu, 23. desember, segir í skýringartexta fréttar um framangreindar launahækkanir: „Að mati Viðskiptaráðs næst ekki friður á vinnumarkaði nema alþingismenn breyti ákvörðunum kjararáðs. Forseti Alþýðusambands Íslands tekur undir þá skoðun. Telur ákvarðanir kjararáðs valda pirringi meðal stjórnenda fyrirtækja.“Hin sárreiðu Sá pirringur er síðan staðfestur í ályktun Viðskiptaráðs um framangreindar hækkanir sem jafnframt er vísað til í fréttinni. En hverjir eru svona sárreiðir? Í stjórn Viðskiptaráðs eru 37 einstaklingar auk formanns, Katrínar Olgu Jóhannesdóttur. Þeir eru: Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðinni, Ari Edwald, MS, Ari Fenger, Nathan & Olsen, Ágúst Hafberg, Norðuráli, Árni Geir Pálsson, Icelandic Group, Birgir Sigurðsson, Kletti, Birkir Hólm Guðnason, Icelandair, Birna Einarsdóttir, Íslandsbanka, Eggert Benedikt Guðmundsson, Etacticu, Eggert Þ. Kristófersson, N1, Finnur Oddsson, Nýherja, Gísli Hjálmtýsson, Thule Investments, Guðmundur J. Jónsson, Verði, Gylfi Sigfússon, Eimskipafélaginu, Helga Hlín Hákonardóttir, Strategíu, Helga Melkorka Óttarsdóttir, LOGOS, Hermann Björnsson, Sjóvá, Hrund Rudolfsdóttir, Veritas Capital, Hörður Arnarsson, Landsvirkjun, Jakob Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Lýsi, Kristín Pétursdóttir, Mentor, Linda Jónsdóttir, Marel, Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, Flugleiðahótelum, Magnús Bjarnason, Kviku, Magnús Þór Ásmundsson, Alcoa Fjarðaáli, Sigrún Ragna, Ólafsdóttir, Creditinfo, Sigurður Viðarsson, Tryggingamiðstöðinni, Sigurhjörtur Sigfússon, Mannviti, Stefán Pétursson, Arion banka, Stefán Sigurðsson, Vodafone, Steinþór Pálsson, Svanbjörn Thoroddsen, KPMG, Sveinn Sölvason, Össuri, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar, Viðar Þorkelsson, Valitor, og Vilhjálmur Vilhjálmsson, HB Granda.Reiðiköstin verði útskýrð Svo er að skilja að að minnsta kosti þetta fólk sem hér er upp talið, sé miður sín og reitt yfir hækkuninni til þess hóps sem biskupinn er nú gerður að skotspæni fyrir. Er til of mikils ætlast að þessir einstaklingar komi nú fram undir nafni og geri grein fyrir reiðiköstum sínum, hvort það er hækkunin sem hvekki þau eða hvort það er launaupphæðin sem haldi fyrir þeim vöku? Þá væri fróðlegt að Fréttablaðið gerði grein fyrir augljósum eineltistilburðum sínum gagnvart biskupi Íslands. Nú skal það tekið fram að ekkert er við það að athuga að kjararáð og ákvarðanir þess sæti gagnrýni. Sú umræða er meira að segja bráðnauðsynleg þótt hún ætti að mínu mati að vera í öðrum farvegi.Einelti í Fréttablaðinu En þegar fréttaflutningurinn er farinn að ná út yfir allan þjófabálk, þá vakna spurningar. Þannig sagði Fréttablaðið frá því í sérstakri frétt að Ríkisútvarpinu hefði ekki borist ósk frá biskupi um að fá að taka upp á nýjan leik jólapredikun sem hljóðrituð var fyrir hækkun. Fréttablaðið hafði gengið sérstaklega eftir því að kalla fram upplýsingar um þetta. Svo komu aðrar fréttir, þar á meðal hvað biskup borgaði fyrir að búa í biskupsbústaðnum og að leigan væri óeðlilega lág og svo hvort ekki mætti líta svo á að Agnes M. Sigurðardóttur, biskup hafi fengið harðan pakka í ár! Einelti? Í ljósi þess samhengis sem hér er að teiknast upp er það svo samkvæmt mínum skilningi.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun