Fimm ára fangelsi: Játaði að hafa pressað MDMA í töflur en ekki væri um fíkniefnaframleiðslu að ræða Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. janúar 2018 13:05 MDMA töflur úr fyrri málum sem komið hafa á borð lögreglu. Vísir/GVA Gunnar Már Óttarsson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Fjórir voru ákærðir í málinu en tveir voru sýknaðir af öllum ákæruliðum og einn dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Var Gunnari Má gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á rúmum þremur kílóum af MDMA, ætluðu til sölu og dreifingar í ágóðaskyni hér á landi. Efnin voru flutt hingað til lands falin í sófa sem einn ákærðu keypti í bænum Oosterhout í Hollandi í júní 2015. Var Gunnar í tölvupóstsamskiptum við flutningsmiðlun varðandi sendingu á sófanum til landsins. Lögregla fann og lagði hald á fíkniefnin í sófanum á vöruhóteli Eimskips í Reykjavík þann 30. júní 2015. Þá fann lögreglan 3070 MDMA töflur og 23,99 grömm af MDMA, hvoru tveggja ætluðu til sölu og dreifingar, í leikfangabíl í reiðhjólageymslu við heimili Gunnars Más. Þá var hann einnig ákærður, ásamt einum þeim sýknuðu, fyrir innflutning á töflugerðarvél a sem þeir fluttu til landsins í þeim tilgangi að framleiða í henni fíkniefni.Játaði innflutning Fyrir dómi játaði Gunnar Már sök í þeim hluta ákærunnar er sneri að innflutning og kvaðst hafa skipulagt fíkniefnainnflutninginn. Lýsti hann því hvernig hugmynd hans um það þróaðist og breyttist þar til hann ákvað að flytja efnin til landsins falin í sófa og verið í samskipti við kunningja sinn, einn meðákærðu, sem búsettur var í Hollandi. Var honum gefin að sök aðild að málinu og fannst í tölvu hans kvittun fyrir sófakaupunum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir þó að engu verði slegið á föstu um aðild kunningjans að málinu og var hann því sýknaður. Einum hinna ákærðu var gefið að sök hlutdeild í málinu með því að hafa að beiðni Gunnars Más útvegað nafn til að skrá sem móttakanda sendingarinnar gegn því að fá fellda niður skuld við Gunnar Má. Hann fékk nafngreindan aðila til að vera skráðan sem móttakandi sendingarinnar gegn greiðslu allt að einni milljón króna. Fór hinn ákærði með aðilanum til að sækja um nýtt vegabréf sem Gunnar greiddi fyrir til að hægt væri að senda upplýsingar um móttakanda sendingarinnar til flutningafyrirtækisins. Hinn ákærði neitaði sök en sagði það hafa hvarflað að sér að eitthvað ólöglegt væri á ferðinni. Þá taldist ósannað að hann hafi lofað móttakandanum hærri fjárhæð en 700 þúsund krónum og var hann dæmdur í tíu mánaða fangelsi.Sagðist ætla framleiða fæðubótarefni Sem fyrr segir neitaði Gunnar Már að hafa staðið að framleiðslu á þeim töflum sem fundust á heimili hans. Hann sagðist hafa fundið fyrirtæki sem framleiddi og seldi töflugerðarvélar og hafi ráðfært sig við þann fjórða sem ákærður er í málinu um hvort ekki væri góð hugmynd að framleiða brennslutöflur eða fæðubótarefni og selja hér á landi. Gunnar Már sagði þó að þær rúmlega 3000 MDMA töflur sem haldlagðar voru hafi verið framleiddar í vélinni en að meðákærði hafi ekki verið viðstaddur þegar hann útbjó töflurnar. Gunnar kvaðst telja að hann hafi ekki framleitt fíknifeni heldur hafi efnið verið pressað í töflur. Játaði hann að hafa haft fíkniefnin sem um ræðir í vörslum sínum en að meðákærði hafi ekki vitað af þeim. Meðákærði neitaði sök en sagði Gunnar Má hafa haft samband við sig árið 2014 með hugmynd um að búa til fæðubótarefni eða brennslutöflur. Hann sagði vélina ekki hafa verið flutta inn í þeim tilgangi að framleiða í henni fíkniefni, hann hafi ekki vitað að það stæði til og hann hafi ekki komið að því að framleiða MDMA töflurnar í vélinni.Umtalsvert magn efna haldlagt Í niðurstöðu héraðsdóms segir að með játningu sinni hafi Gunnar sannað sekt sína fyrir innflutning á efnunum, framleiðslu á MDMA töflum og að hafa ekið sviptur ökuréttindum. Gunnar Már hefur frá árinu 2007 hlotið þrjá refsidóma fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot. Síðasti dómurinn er átta mánaða fangelsisdómur frá 2014 og voru fimm mánuðir refsingarinnar skilorðsbundnir í þrjú ár. Með brotunum sem hann var nú dæmdur fyrir rauf Gunnar Már skilorð og var sem fyrr segir dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi. Við rannsókn málsins voru gerð upptæk rúmlega þrjú kíló af MDMA, samtals 3211 töflur af MDMA, eitt gramm af kókaíni, samtals 3,8 kíló af óksilgreindu efni, MDMA styrkleikatestir, TPT 5 töflugerðarvél , tvær fartölvur, hvítur leðursófi, einn farsími og tæpar 700 þúsund krónur. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Gunnar Már Óttarsson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Fjórir voru ákærðir í málinu en tveir voru sýknaðir af öllum ákæruliðum og einn dæmdur í fimm mánaða fangelsi. Var Gunnari Má gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á rúmum þremur kílóum af MDMA, ætluðu til sölu og dreifingar í ágóðaskyni hér á landi. Efnin voru flutt hingað til lands falin í sófa sem einn ákærðu keypti í bænum Oosterhout í Hollandi í júní 2015. Var Gunnar í tölvupóstsamskiptum við flutningsmiðlun varðandi sendingu á sófanum til landsins. Lögregla fann og lagði hald á fíkniefnin í sófanum á vöruhóteli Eimskips í Reykjavík þann 30. júní 2015. Þá fann lögreglan 3070 MDMA töflur og 23,99 grömm af MDMA, hvoru tveggja ætluðu til sölu og dreifingar, í leikfangabíl í reiðhjólageymslu við heimili Gunnars Más. Þá var hann einnig ákærður, ásamt einum þeim sýknuðu, fyrir innflutning á töflugerðarvél a sem þeir fluttu til landsins í þeim tilgangi að framleiða í henni fíkniefni.Játaði innflutning Fyrir dómi játaði Gunnar Már sök í þeim hluta ákærunnar er sneri að innflutning og kvaðst hafa skipulagt fíkniefnainnflutninginn. Lýsti hann því hvernig hugmynd hans um það þróaðist og breyttist þar til hann ákvað að flytja efnin til landsins falin í sófa og verið í samskipti við kunningja sinn, einn meðákærðu, sem búsettur var í Hollandi. Var honum gefin að sök aðild að málinu og fannst í tölvu hans kvittun fyrir sófakaupunum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir þó að engu verði slegið á föstu um aðild kunningjans að málinu og var hann því sýknaður. Einum hinna ákærðu var gefið að sök hlutdeild í málinu með því að hafa að beiðni Gunnars Más útvegað nafn til að skrá sem móttakanda sendingarinnar gegn því að fá fellda niður skuld við Gunnar Má. Hann fékk nafngreindan aðila til að vera skráðan sem móttakandi sendingarinnar gegn greiðslu allt að einni milljón króna. Fór hinn ákærði með aðilanum til að sækja um nýtt vegabréf sem Gunnar greiddi fyrir til að hægt væri að senda upplýsingar um móttakanda sendingarinnar til flutningafyrirtækisins. Hinn ákærði neitaði sök en sagði það hafa hvarflað að sér að eitthvað ólöglegt væri á ferðinni. Þá taldist ósannað að hann hafi lofað móttakandanum hærri fjárhæð en 700 þúsund krónum og var hann dæmdur í tíu mánaða fangelsi.Sagðist ætla framleiða fæðubótarefni Sem fyrr segir neitaði Gunnar Már að hafa staðið að framleiðslu á þeim töflum sem fundust á heimili hans. Hann sagðist hafa fundið fyrirtæki sem framleiddi og seldi töflugerðarvélar og hafi ráðfært sig við þann fjórða sem ákærður er í málinu um hvort ekki væri góð hugmynd að framleiða brennslutöflur eða fæðubótarefni og selja hér á landi. Gunnar Már sagði þó að þær rúmlega 3000 MDMA töflur sem haldlagðar voru hafi verið framleiddar í vélinni en að meðákærði hafi ekki verið viðstaddur þegar hann útbjó töflurnar. Gunnar kvaðst telja að hann hafi ekki framleitt fíknifeni heldur hafi efnið verið pressað í töflur. Játaði hann að hafa haft fíkniefnin sem um ræðir í vörslum sínum en að meðákærði hafi ekki vitað af þeim. Meðákærði neitaði sök en sagði Gunnar Má hafa haft samband við sig árið 2014 með hugmynd um að búa til fæðubótarefni eða brennslutöflur. Hann sagði vélina ekki hafa verið flutta inn í þeim tilgangi að framleiða í henni fíkniefni, hann hafi ekki vitað að það stæði til og hann hafi ekki komið að því að framleiða MDMA töflurnar í vélinni.Umtalsvert magn efna haldlagt Í niðurstöðu héraðsdóms segir að með játningu sinni hafi Gunnar sannað sekt sína fyrir innflutning á efnunum, framleiðslu á MDMA töflum og að hafa ekið sviptur ökuréttindum. Gunnar Már hefur frá árinu 2007 hlotið þrjá refsidóma fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot. Síðasti dómurinn er átta mánaða fangelsisdómur frá 2014 og voru fimm mánuðir refsingarinnar skilorðsbundnir í þrjú ár. Með brotunum sem hann var nú dæmdur fyrir rauf Gunnar Már skilorð og var sem fyrr segir dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi. Við rannsókn málsins voru gerð upptæk rúmlega þrjú kíló af MDMA, samtals 3211 töflur af MDMA, eitt gramm af kókaíni, samtals 3,8 kíló af óksilgreindu efni, MDMA styrkleikatestir, TPT 5 töflugerðarvél , tvær fartölvur, hvítur leðursófi, einn farsími og tæpar 700 þúsund krónur.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira