Svar við opnu bréfi Hjördísar Albertsdóttur Skúli Helgason skrifar 19. janúar 2018 09:57 Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. Þú fjallar þar um kjarabaráttu kennara og spyrð mig einfaldrar spurningar, hvort ég muni beita mér fyrir kjarabótum grunnskólakennara. Við því er einfalt svar og skýrt: Já, ég mun gera það. Það hef ég reyndar gert frá því ég tók sæti í borgarstjórn árið 2014 og reyndar fyrir þann tíma. Það er því ekki rétt sem þú segir í bréfinu að ég og mínir félagar hafi „staðið gegn launaleiðréttingu kennara hingað til“.Þvert á móti, við hjá borginni höfum sérstaklega talað fyrir því á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga í samningaviðræðum síðustu ára að það ætti að teygja sig til hins ítrasta til að mæta sanngjörnum kröfum kennara.Árangurinn er sá að tekist hefur að brúa þann mun sem var á kjörum kennara og annarra háskólamenntaðra hópa sem starfa hjá borginni. Þetta má sjá á meðfylgjandi myndum. Eins og hér sést hafa dagvinnulaun kennara hækkað umfram laun annarra háskólamenntaðra í störfum hjá borginni frá 2014. Á sama hátt hafa launahækkanir kennara verið meiri en annarra háskólamenntaðra hjá borginni á sama tímabili og halda í við hækkun launa á almennum markaði. Rétt er að halda til haga að á móti hluta af þessum hækkunum kom sala réttinda sem kom sveitarfélögunum til góða.En baráttunni er ekki lokið og við erum samherjar í því að berjast fyrir enn betri kjörum kennara. Við höfum alltof lengið búið við brenglað gildismat í samfélaginu hvað varðar launakjör mismunandi hópa, þar sem t.d. störf í fjármálageiranum eru mun betur metin til launa en störf í mennta- og velferðarþjónustunni. Þarna er ábyrgð ríkisins mikil og nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að leiðrétta þessa brenglun. Metnaður okkar og forgangsmál í meirihluta borgarstjórnar er að búa vel að okkar kennurum, bæði varðandi laun og starfsumhverfi. Þess vegna höfum við bætt 9 milljörðum króna í menntakerfið í borginni á kjörtímabili, þar af 7 milljörðum í hærri laun starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Með því viljum við sýna í verki að við metum ykkar mikilvægu störf að verðleikum og á sama tíma þurfum við að vinna að því að laða fleiri til kennarastarfa í Reykjavíkurborg, sem ég þreytist ekki á að minna á að eru einhver þau mikilvægustu í íslensku samfélagi.Skúli Helgasonborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Opið bréf til Skúla Helgasonar Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja. 18. janúar 2018 08:15 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. Þú fjallar þar um kjarabaráttu kennara og spyrð mig einfaldrar spurningar, hvort ég muni beita mér fyrir kjarabótum grunnskólakennara. Við því er einfalt svar og skýrt: Já, ég mun gera það. Það hef ég reyndar gert frá því ég tók sæti í borgarstjórn árið 2014 og reyndar fyrir þann tíma. Það er því ekki rétt sem þú segir í bréfinu að ég og mínir félagar hafi „staðið gegn launaleiðréttingu kennara hingað til“.Þvert á móti, við hjá borginni höfum sérstaklega talað fyrir því á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga í samningaviðræðum síðustu ára að það ætti að teygja sig til hins ítrasta til að mæta sanngjörnum kröfum kennara.Árangurinn er sá að tekist hefur að brúa þann mun sem var á kjörum kennara og annarra háskólamenntaðra hópa sem starfa hjá borginni. Þetta má sjá á meðfylgjandi myndum. Eins og hér sést hafa dagvinnulaun kennara hækkað umfram laun annarra háskólamenntaðra í störfum hjá borginni frá 2014. Á sama hátt hafa launahækkanir kennara verið meiri en annarra háskólamenntaðra hjá borginni á sama tímabili og halda í við hækkun launa á almennum markaði. Rétt er að halda til haga að á móti hluta af þessum hækkunum kom sala réttinda sem kom sveitarfélögunum til góða.En baráttunni er ekki lokið og við erum samherjar í því að berjast fyrir enn betri kjörum kennara. Við höfum alltof lengið búið við brenglað gildismat í samfélaginu hvað varðar launakjör mismunandi hópa, þar sem t.d. störf í fjármálageiranum eru mun betur metin til launa en störf í mennta- og velferðarþjónustunni. Þarna er ábyrgð ríkisins mikil og nauðsynlegt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að leiðrétta þessa brenglun. Metnaður okkar og forgangsmál í meirihluta borgarstjórnar er að búa vel að okkar kennurum, bæði varðandi laun og starfsumhverfi. Þess vegna höfum við bætt 9 milljörðum króna í menntakerfið í borginni á kjörtímabili, þar af 7 milljörðum í hærri laun starfsfólks í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Með því viljum við sýna í verki að við metum ykkar mikilvægu störf að verðleikum og á sama tíma þurfum við að vinna að því að laða fleiri til kennarastarfa í Reykjavíkurborg, sem ég þreytist ekki á að minna á að eru einhver þau mikilvægustu í íslensku samfélagi.Skúli Helgasonborgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar