Notendur munu geta komið í veg fyrir að eldri iPhone-símar hægi á sér Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2018 11:21 Tim Cook, forstjóri Apple. Vísir/Getty Images Tim Cook, forstjóri Apple, segir að innan tíðar geti notendur slökkt á hugbúnaðinum sem hægir á eldri gerðum af iPhone-símum. Fyrirtækið var harðlega gagnrýnt fyrir skömmu þegar það staðfesti að það hægi viljandi á eldri gerðum af iPhone-símum. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum og því þurfi í sumum tilvikum að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð.Í viðtali við ABC þvertók Cook fyrir að sú væri raunin. Þá gaf hann út að fyrirtækið myndi á næstunni gefa út uppfærslu sem geri notendum kleyft að slökkva á þessum eiginleika símans. „Í uppfærslu sem kemur út í næsta mánuði verður notendum gert kleyft að sjá hvernig staðan er á gæði batterísins,“ sagði Cook. „Við munum láta notendur vita þegar hugbúnaðurinn er að hægja á símanum til þess að koma í veg fyrir að síminn slökkvi á sér. Ef þú vilt ekki að það gerist er hægt að slökkva á hugbúnaðinum“. Apple hefur sem fyrr segir verið harðlega gagnrýnt eftir að upp komst um hugbúnaðinn sem um ræðir og hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og í Frakklandi krafist skýringa frá Apple vegna málsins. Apple Tengdar fréttir Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56 Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tim Cook, forstjóri Apple, segir að innan tíðar geti notendur slökkt á hugbúnaðinum sem hægir á eldri gerðum af iPhone-símum. Fyrirtækið var harðlega gagnrýnt fyrir skömmu þegar það staðfesti að það hægi viljandi á eldri gerðum af iPhone-símum. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum og því þurfi í sumum tilvikum að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð.Í viðtali við ABC þvertók Cook fyrir að sú væri raunin. Þá gaf hann út að fyrirtækið myndi á næstunni gefa út uppfærslu sem geri notendum kleyft að slökkva á þessum eiginleika símans. „Í uppfærslu sem kemur út í næsta mánuði verður notendum gert kleyft að sjá hvernig staðan er á gæði batterísins,“ sagði Cook. „Við munum láta notendur vita þegar hugbúnaðurinn er að hægja á símanum til þess að koma í veg fyrir að síminn slökkvi á sér. Ef þú vilt ekki að það gerist er hægt að slökkva á hugbúnaðinum“. Apple hefur sem fyrr segir verið harðlega gagnrýnt eftir að upp komst um hugbúnaðinn sem um ræðir og hafa yfirvöld í Bandaríkjunum og í Frakklandi krafist skýringa frá Apple vegna málsins.
Apple Tengdar fréttir Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56 Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10 Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Apple biður viðskiptavini sína afsökunar Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra um að fyrirtækið hafi hægt viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 28. desember 2017 23:56
Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. 21. desember 2017 15:10
Kæra Apple fyrir að hægja viljandi á iPhone-snjallsímum Apple staðfesti í síðustu viku grunsemdir margra um að fyrirtækið hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. 26. desember 2017 20:09