Mannamót – mikilvægur vettvangur í ferðaþjónustu Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 17. janúar 2018 08:56 Framundan er ferðasýningin Mannamót sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna í samstarfi við Flugfélagið Erni. Á þessari sýningu koma saman ríflega 200 ferðaþjónustufyrirtæki af öllu landinu og kynna starfsemi sína fyrir gestum sem koma frá ferðaskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu og erlendis frá, stoðkerfi ferðaþjónustunnar og úr ferðaþjónustutengdu námi. Ekki síður er mikilvægt að á þessum degi nota menn tækifærið til að hitta samstarfsaðila, efla tengslin og ræða stóru málin. Mannamót sem er fimm ára í ár hefur vaxið á hverju ári og er nú orðinn einn af mikilvægustu viðburðum ferðaþjónustunnar á hverju ári. Vettvangurinn styður við stærstu áskorun íslenskrar ferðaþjónustu sem er að bæta nýtingu auðlindarinnar og tryggja að henni sé skilað áfram til næstu kynslóða svo hægt sé að byggja upp til lengri tíma og skila landi og þjóð arð af þessari auðlind um ókomna tíð. Byggja verður ferðaþjónustan upp sem öfluga atvinnugrein og í sátt við náttúruna, umhverfi og samfélag. Til að ná þessu fram þarf að ráðast í ýmis verkefni og má þar nefna áskoranirnar um að bæta dreifingu ferðamanna um landið og jafna árstíðasveifluna um allt land. Árangur í þessum stóru forgangsmálum styður við uppbyggingu ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum, þar sem þau geta öll bætt nýtingu sinna fjárfestinga með því að ná sem mestum arði úr auðlindinni okkar sem er náttúra og mannlíf á Íslandi. Nú er staðan sú að á Suðurlandi, Vesturlandi, Reykjanesi og Höfuðborgarsvæðinu hefur náðst góður árangur í að efla vetrarferðaþjónustu og minnka árstíðasveifluna. Þessi árangur hefur dregið að sér fjárfesta sem byggja upp öfluga afþreyingu, gistingu og veitingaþjónustu. Ríflega 80% fyrirtækja á þessum svæðum er nú í heilsársrekstri sem er lykilatriði í uppbyggingu ferðaþjónustu, skilar sér í öflugra starfsfólki og uppbyggingu svæða þar sem nú eru til staðar ný og spennandi atvinnutækifæri. Vestfirðir, Norðurland og Austurland eiga enn óinnleyst tækifæri í uppbyggingu utan háannatíma vegna skorts á öruggum samgöngum en sú uppbygging mun skila sér í gríðarlegum ávinningi fyrir landið allt þegar náðst hefur að byggja þar upp ferðaþjónustuna sem heilsárs atvinnugrein. Vaxtartækifærin í ferðaþjónustunni eru mikil og gríðarlegur hraði í þróun greinarinnar. Því er nauðsynlegt að til sé heildstæð áætlun bæði til að grípa tækifærin sem skapast og ekki síður til að geta gripið inn í neikvæða þróun þar sem nauðsynlegt er. Markaðsstofur landshlutanna vinna nú í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála að áfangastaðaáætlunum DMP sem ætlað er að svara kalli ferðaþjónustunnar eftir skýrri stefnu til stuðnings við sína uppbyggingu og framkvæmd fjárfestingarverkefna. Í þessari vinnu, sem mun stuðla að uppbyggingu, þróun og vexti, er öflugt samtal hagsmunaaðilanna þ.e. ferðaþjónustufyrirtækjanna og sveitarfélaga lykilatriði en sveitarfélögin eru nú flest farin að sjá ferðaþjónustuna skila þeim miklum tekjum, uppbyggingu og jákvæðum áhrifum á samfélagið. Sýningin Mannamót er frábært vettvangur til að efla þetta samtal og óhætt að segja að á undanförnum árum hafi orðið þar til góðar hugmyndir sem öflugir aðilar hafa síðan hrint í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Framundan er ferðasýningin Mannamót sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna í samstarfi við Flugfélagið Erni. Á þessari sýningu koma saman ríflega 200 ferðaþjónustufyrirtæki af öllu landinu og kynna starfsemi sína fyrir gestum sem koma frá ferðaskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu og erlendis frá, stoðkerfi ferðaþjónustunnar og úr ferðaþjónustutengdu námi. Ekki síður er mikilvægt að á þessum degi nota menn tækifærið til að hitta samstarfsaðila, efla tengslin og ræða stóru málin. Mannamót sem er fimm ára í ár hefur vaxið á hverju ári og er nú orðinn einn af mikilvægustu viðburðum ferðaþjónustunnar á hverju ári. Vettvangurinn styður við stærstu áskorun íslenskrar ferðaþjónustu sem er að bæta nýtingu auðlindarinnar og tryggja að henni sé skilað áfram til næstu kynslóða svo hægt sé að byggja upp til lengri tíma og skila landi og þjóð arð af þessari auðlind um ókomna tíð. Byggja verður ferðaþjónustan upp sem öfluga atvinnugrein og í sátt við náttúruna, umhverfi og samfélag. Til að ná þessu fram þarf að ráðast í ýmis verkefni og má þar nefna áskoranirnar um að bæta dreifingu ferðamanna um landið og jafna árstíðasveifluna um allt land. Árangur í þessum stóru forgangsmálum styður við uppbyggingu ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum, þar sem þau geta öll bætt nýtingu sinna fjárfestinga með því að ná sem mestum arði úr auðlindinni okkar sem er náttúra og mannlíf á Íslandi. Nú er staðan sú að á Suðurlandi, Vesturlandi, Reykjanesi og Höfuðborgarsvæðinu hefur náðst góður árangur í að efla vetrarferðaþjónustu og minnka árstíðasveifluna. Þessi árangur hefur dregið að sér fjárfesta sem byggja upp öfluga afþreyingu, gistingu og veitingaþjónustu. Ríflega 80% fyrirtækja á þessum svæðum er nú í heilsársrekstri sem er lykilatriði í uppbyggingu ferðaþjónustu, skilar sér í öflugra starfsfólki og uppbyggingu svæða þar sem nú eru til staðar ný og spennandi atvinnutækifæri. Vestfirðir, Norðurland og Austurland eiga enn óinnleyst tækifæri í uppbyggingu utan háannatíma vegna skorts á öruggum samgöngum en sú uppbygging mun skila sér í gríðarlegum ávinningi fyrir landið allt þegar náðst hefur að byggja þar upp ferðaþjónustuna sem heilsárs atvinnugrein. Vaxtartækifærin í ferðaþjónustunni eru mikil og gríðarlegur hraði í þróun greinarinnar. Því er nauðsynlegt að til sé heildstæð áætlun bæði til að grípa tækifærin sem skapast og ekki síður til að geta gripið inn í neikvæða þróun þar sem nauðsynlegt er. Markaðsstofur landshlutanna vinna nú í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála að áfangastaðaáætlunum DMP sem ætlað er að svara kalli ferðaþjónustunnar eftir skýrri stefnu til stuðnings við sína uppbyggingu og framkvæmd fjárfestingarverkefna. Í þessari vinnu, sem mun stuðla að uppbyggingu, þróun og vexti, er öflugt samtal hagsmunaaðilanna þ.e. ferðaþjónustufyrirtækjanna og sveitarfélaga lykilatriði en sveitarfélögin eru nú flest farin að sjá ferðaþjónustuna skila þeim miklum tekjum, uppbyggingu og jákvæðum áhrifum á samfélagið. Sýningin Mannamót er frábært vettvangur til að efla þetta samtal og óhætt að segja að á undanförnum árum hafi orðið þar til góðar hugmyndir sem öflugir aðilar hafa síðan hrint í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun