Birta samantekt á söguþræði Han Solo-myndarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2018 23:19 Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd IMDB Rúmlega fjórir mánuðir eru í frumsýningu á Stjörnustríðsmyndinni Solo sem fjallar um yngri ár smyglarans Han Solo sem Harrison Ford lék svo eftirminnilega.Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd en framleiðslufyrirtækið Lucasfilm sendi frá sér stutta samantekt á söguþræði myndarinnar í kvöld. Þar segir að áhorfendum verði boðið um borð í geimskipið Millennium Falcon þar sem þeir fá að fylgjast með ævintýrum Solo. Mun hann lenda í einhverjum hremmingum í undirheimum stjörnuþokunnar þar sem hann hittir meðal annars Chewbacca og hinn alræmda fjárhættuspilara Lando Calrissian.Donald Glover mun leika ungan Lando Calrissian en í Stjörnustríðsmyndinni Empire Strikes Back kom fram að Han Solo hefði eignast Millennium Falcon eftir að Lando hafði lagt geimskipið undir í fjárhættuspili við smyglarann. Framleiðsla myndarinnar hefur verið heldur stormasöm en leikstjórarnir Phil Lord og Chris Miller, sem eiga að baki Lego Movie, voru fengnir til verksins. Forstjóri Lucasfilm rak þá í fyrra og fékk Óskarsverðlaunahafann Ron Howard í verkið. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Rúmlega fjórir mánuðir eru í frumsýningu á Stjörnustríðsmyndinni Solo sem fjallar um yngri ár smyglarans Han Solo sem Harrison Ford lék svo eftirminnilega.Alden Echrenreich mun leika ungan Han Solo í þessari mynd en framleiðslufyrirtækið Lucasfilm sendi frá sér stutta samantekt á söguþræði myndarinnar í kvöld. Þar segir að áhorfendum verði boðið um borð í geimskipið Millennium Falcon þar sem þeir fá að fylgjast með ævintýrum Solo. Mun hann lenda í einhverjum hremmingum í undirheimum stjörnuþokunnar þar sem hann hittir meðal annars Chewbacca og hinn alræmda fjárhættuspilara Lando Calrissian.Donald Glover mun leika ungan Lando Calrissian en í Stjörnustríðsmyndinni Empire Strikes Back kom fram að Han Solo hefði eignast Millennium Falcon eftir að Lando hafði lagt geimskipið undir í fjárhættuspili við smyglarann. Framleiðsla myndarinnar hefur verið heldur stormasöm en leikstjórarnir Phil Lord og Chris Miller, sem eiga að baki Lego Movie, voru fengnir til verksins. Forstjóri Lucasfilm rak þá í fyrra og fékk Óskarsverðlaunahafann Ron Howard í verkið.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein