Markvissar aðgerðir nauðsynlegar til að draga úr plastmengun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. janúar 2018 21:00 Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í markvissari aðgerðir til að draga úr plastmengun hafsins. Þetta sýna niðurstöður meistaraverkefnis í opinberri stjórnsýslu en þar er mælt með því að stjórnvöld setji reglur sem banni innflutning á vörum sem innihalda örplast. Guðfinnur Sigurvinsson lauk nýverið við meistararitgerð sína í MPA-námi í opinberri stjórnsýslu, sem nefnist „Plastmengun í hafi: Hvað er til ráða?“ Hann komst að því að stjórnvöld hér á landi verði að fara í markvissari aðgerðir til að bregðast við plastmengun. Þá þurfi meiri samhæfingu innan stjórnsýslunnar. „Það eru margir að gera margt mjög gott. Allskonar framtak í gangi, bæði hjá hinu opinbera, fyrirtækjum og grasrótarsamtökum, en fólk er ekki að tala nógu mikið saman og þar af leiðandi verða allar aðgerðir ómarkvissar,“ segir Guðfinnur. Þannig sé mikilvægt að búa til ákveðinn samhæfingarvettvang. „Og ég legg það til að það sé þá einhver ein stofnun sem kemur til með að leiða slíkt samstarf,“ segir Guðfinnur. Þá vanti íslenskar rannsóknir um plastmengun í hafi en plast í sjónum umhverfis Ísland hefur verið rannsakað afar lítið. „Við erum bara að álykta út frá alþjóðlegum rannsóknum og það í raun segir okkur ekkert um hvað við þurfum að gera. Þrátt fyrir það að við vitum auðvitað að uppsprettur plasts eru til dæmis frá skólpi og fjórðungur landsmanna býr við óhreinsað skólp. Það er auðvitað óásættanlegt. Þaðan kemst örplastið beina leið út í hafið,“ segir Guðfinnur. Þá þurfi stjórnvöld að auka upplýsingagjöf um áhrif plastnotkunar til almennings og setja reglur sem banna innflutning á vörum sem innihalda örplast. „Nú eru til dæmis Bretar að banna eyrnapinna með bláum plaststöngum. Þetta er klárt dæmi um plastsóun. Þetta er einnota plast, frekar einhæfur tilgangur sem tekur stutta stund og þetta endar ýmist óflokkað í ruslinu eða í klósettinu en við sáum það þegar skólphreinsimálið kom upp í Faxaskjóli í sumar, þá voru svona stangir um alla fjöruna,“ segir Guðfinnur. Guðfinnur segir að þetta sé mikið hagsmunamál. Ekki síst fyrir sjávarútvegsþjóð eins og Íslendinga. „Allar spár vísindamanna benda til þess að árið 2050 verði meira plast í hafinu en sjávarfangi eða fiskum. Það er 2018 núna. Við höfum bara skamman tíma til að bregðast við þessu en við erum að gera það alltof hægt,“ segir Guðfinnur. Umhverfismál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld þurfa að fara í markvissari aðgerðir til að draga úr plastmengun hafsins. Þetta sýna niðurstöður meistaraverkefnis í opinberri stjórnsýslu en þar er mælt með því að stjórnvöld setji reglur sem banni innflutning á vörum sem innihalda örplast. Guðfinnur Sigurvinsson lauk nýverið við meistararitgerð sína í MPA-námi í opinberri stjórnsýslu, sem nefnist „Plastmengun í hafi: Hvað er til ráða?“ Hann komst að því að stjórnvöld hér á landi verði að fara í markvissari aðgerðir til að bregðast við plastmengun. Þá þurfi meiri samhæfingu innan stjórnsýslunnar. „Það eru margir að gera margt mjög gott. Allskonar framtak í gangi, bæði hjá hinu opinbera, fyrirtækjum og grasrótarsamtökum, en fólk er ekki að tala nógu mikið saman og þar af leiðandi verða allar aðgerðir ómarkvissar,“ segir Guðfinnur. Þannig sé mikilvægt að búa til ákveðinn samhæfingarvettvang. „Og ég legg það til að það sé þá einhver ein stofnun sem kemur til með að leiða slíkt samstarf,“ segir Guðfinnur. Þá vanti íslenskar rannsóknir um plastmengun í hafi en plast í sjónum umhverfis Ísland hefur verið rannsakað afar lítið. „Við erum bara að álykta út frá alþjóðlegum rannsóknum og það í raun segir okkur ekkert um hvað við þurfum að gera. Þrátt fyrir það að við vitum auðvitað að uppsprettur plasts eru til dæmis frá skólpi og fjórðungur landsmanna býr við óhreinsað skólp. Það er auðvitað óásættanlegt. Þaðan kemst örplastið beina leið út í hafið,“ segir Guðfinnur. Þá þurfi stjórnvöld að auka upplýsingagjöf um áhrif plastnotkunar til almennings og setja reglur sem banna innflutning á vörum sem innihalda örplast. „Nú eru til dæmis Bretar að banna eyrnapinna með bláum plaststöngum. Þetta er klárt dæmi um plastsóun. Þetta er einnota plast, frekar einhæfur tilgangur sem tekur stutta stund og þetta endar ýmist óflokkað í ruslinu eða í klósettinu en við sáum það þegar skólphreinsimálið kom upp í Faxaskjóli í sumar, þá voru svona stangir um alla fjöruna,“ segir Guðfinnur. Guðfinnur segir að þetta sé mikið hagsmunamál. Ekki síst fyrir sjávarútvegsþjóð eins og Íslendinga. „Allar spár vísindamanna benda til þess að árið 2050 verði meira plast í hafinu en sjávarfangi eða fiskum. Það er 2018 núna. Við höfum bara skamman tíma til að bregðast við þessu en við erum að gera það alltof hægt,“ segir Guðfinnur.
Umhverfismál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira