HR býður nemendum sálfræðiþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2018 16:41 Vikuna 29. janúar – 2. febrúar stendur HR fyrir Geðheilbrigðisviku þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni Háskólinn í Reykjavík Frá og með deginum í dag geta nemendur Háskólans í Reykjavík sótt sér sálfræðiþjónustu innan háskólans. Í þessari nýju þjónustu felst sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf háskólans að því er segir í tilkynningu frá HR. „Háskólinn í Reykjavík veitir nemendum sínum ekki aðeins góða menntun, heldur er lögð áhersla á að nemendur okkar vaxi og dafni sem einstaklingar á meðan þeir eru hér í námi og ég er afar stoltur af því að geta kynnt aukið aðgengi nemenda okkar að sálfræðiþjónustu,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor HR. „Sálfræðiþjónusta er nauðsynleg viðbót við þjónustu fyrir háskólanema og stórt skref í átt að betri geðheilsu ungmenna. Það er frábært að sjá HR stíga þetta mikilvæga skref sem kemur bæði nemendum til góða og háskólanum í heild,“ segir Sonja Björg Jóhannsdóttir, formaður Stúdentafélags HR. Nemendur sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna geta sent tölvupóst í netfangið salfraedithjonusta@ru.is eða leitað til náms- og starfsráðgjafar HR sem mun vísa þeim sem taldir eru þurfa eða vilja fá sálfræðiþjónustu í viðtal hjá sálfræðingi. Vikuna 29. janúar – 2. febrúar stendur HR fyrir Geðheilbrigðisviku þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni, svo sem svefn og samfélagsmiðlanotkun. Þessir fyrirlestrar eru öllum opnir. Á fyrirlestri í hádeginu í dag, mánudag, kom fram að stór hluti háskólanema á Íslandi glímir við einkenni kvíða og þunglyndis. Sú hópmeðferð sem nemendum mun standa til boða er gagnreynd, ósérhæfð hugræn atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða. Sýnt hefur verið fram á góðan árangur meðferðarinnar á Íslandi, meðal annars á heilsugæslustöðvum. Meðferðin stendur yfir í sex vikur, samtals í 12 klukkustundir auk heimaverkefna. Þeim nemendum sem eiga við annars konar vanda að stríða en þunglyndi og kvíða verður vísað á þjónustu sem hentar þeim innan heilbrigðiskerfisins.Dagskrá Geðheilbrigðisviku HR má sjá hér. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Frá og með deginum í dag geta nemendur Háskólans í Reykjavík sótt sér sálfræðiþjónustu innan háskólans. Í þessari nýju þjónustu felst sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf háskólans að því er segir í tilkynningu frá HR. „Háskólinn í Reykjavík veitir nemendum sínum ekki aðeins góða menntun, heldur er lögð áhersla á að nemendur okkar vaxi og dafni sem einstaklingar á meðan þeir eru hér í námi og ég er afar stoltur af því að geta kynnt aukið aðgengi nemenda okkar að sálfræðiþjónustu,“ segir Ari Kristinn Jónsson rektor HR. „Sálfræðiþjónusta er nauðsynleg viðbót við þjónustu fyrir háskólanema og stórt skref í átt að betri geðheilsu ungmenna. Það er frábært að sjá HR stíga þetta mikilvæga skref sem kemur bæði nemendum til góða og háskólanum í heild,“ segir Sonja Björg Jóhannsdóttir, formaður Stúdentafélags HR. Nemendur sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna geta sent tölvupóst í netfangið salfraedithjonusta@ru.is eða leitað til náms- og starfsráðgjafar HR sem mun vísa þeim sem taldir eru þurfa eða vilja fá sálfræðiþjónustu í viðtal hjá sálfræðingi. Vikuna 29. janúar – 2. febrúar stendur HR fyrir Geðheilbrigðisviku þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangsefni, svo sem svefn og samfélagsmiðlanotkun. Þessir fyrirlestrar eru öllum opnir. Á fyrirlestri í hádeginu í dag, mánudag, kom fram að stór hluti háskólanema á Íslandi glímir við einkenni kvíða og þunglyndis. Sú hópmeðferð sem nemendum mun standa til boða er gagnreynd, ósérhæfð hugræn atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða. Sýnt hefur verið fram á góðan árangur meðferðarinnar á Íslandi, meðal annars á heilsugæslustöðvum. Meðferðin stendur yfir í sex vikur, samtals í 12 klukkustundir auk heimaverkefna. Þeim nemendum sem eiga við annars konar vanda að stríða en þunglyndi og kvíða verður vísað á þjónustu sem hentar þeim innan heilbrigðiskerfisins.Dagskrá Geðheilbrigðisviku HR má sjá hér.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira