„Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 10:45 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að efla þurfi lögreglu og tollgæslu til að takast á við innflutning á fíkniefnum hingað til lands. vísir/anton brink Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. Þá segir hann að verið sé að normalísera eiturlyf til dæmis með umræðu um lögleiðingu og um að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Hann segir lögleiðingu ekki lausn á vímuefnavandanum. Það sem af er ári hafa minnst fjórir látist vegna ofneyslu fíkniefna. „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri. Það er umræða um lögleiðingu, það er umræða um tapað stríð, það er umræða um að það sé hallærislegt að við séum ekki búin að leyfa það og það geta salarnir og innflytjendur nýtt sér gagnvart venjulegu fólki. Samt sem áður held ég að venjulegt fólk sé ekki mikið að fara út [sem burðardýr], það eru þá einhver vandræði sem eru að toga fólkið út í þennan heim,“ sagði Magnús í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði jafnframt að það þyrfti að hugarfarsbreytingu gagnvart ólöglegum hlutum. „Þegar heildarmyndin er skoðuð þá er það ekki lausn að leyfa ólöglega hluti sem eru skaðlegar fyrir ungmenni þegar allar rannsóknir benda á að auðveldara aðgengi að ólöglegum og hættulegum efnum það eykst við lögleiðingu og normalíseringu. Og það er hættan sem við stöndum frammi fyrir núna, þessi normalísering í umræðunni. Við verðum að senda skýr skilaboð til ungmennanna, til fjölskyldunnar til fólks sem er ekki að hugsa um þetta dags daglega,“ sagði Magnús.Þarf að efla lögreglu og tollgæslu Einnig var rætt við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, í Bítinu í tengslum við frásögn viðmælanda í Burðardýrum. Hann sagði þáttinn hafa verið sláandi. „Það sem sló mig auðvitað mest þó að það hafi kannski ekki komið mér fullkomlega á óvart er hversu óskaplega ósvífnir menn eru í þessum innflutningi,“ sagði Ólafur Helgi. Aðspurður hvort að þátturinn hafi verið raunveruleg lýsing á fíkniefnaheiminum sagði lögreglustjórinn: „Við skulum orða það þannig að þó maður hafi haft grunsemdir um hvernig hlutirnir væru gerðir og annað slíkt þá var þetta mjög ýkt miðað við hugmyndirnar sem maður hafði fram að þessu en þó ekki þannig að mér hafi brugðið svo mikið að segja þetta getur ekki verið.“ Hann segir að styrkja þurfi lögregluna og tollgæslu og minntist einnig á breytt hugarfar. „Svo þarf að breyta ákveðnu hugarfari meðal þjóðarinnar þannig að menn líti ekki á það sem sjálfsagðan hlut að fíkniefnaneysla, hvort sem það eru unglingar eða aðrir sé bara eitthvað sem tíðkast. Hugsunarhátturinn hjá okkur þarf að breytast mjög mikið. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að aðalatriðið í sambandi við þetta stríð, eins og þú orðaðir það er að við höfum mannskap sem getur greint hvað er að gerast,“ sagði Ólafur Helgi. Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Magnús Stefánsson, meðferðarráðgjafi, tekur undir það sem fram kom í þættinum Burðardýr á Stöð 2 í gær um að Ísland sé troðið af fíkniefnum. Þá segir hann að verið sé að normalísera eiturlyf til dæmis með umræðu um lögleiðingu og um að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað. Hann segir lögleiðingu ekki lausn á vímuefnavandanum. Það sem af er ári hafa minnst fjórir látist vegna ofneyslu fíkniefna. „Við erum að normalísera eiturlyf hægri vinstri. Það er umræða um lögleiðingu, það er umræða um tapað stríð, það er umræða um að það sé hallærislegt að við séum ekki búin að leyfa það og það geta salarnir og innflytjendur nýtt sér gagnvart venjulegu fólki. Samt sem áður held ég að venjulegt fólk sé ekki mikið að fara út [sem burðardýr], það eru þá einhver vandræði sem eru að toga fólkið út í þennan heim,“ sagði Magnús í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði jafnframt að það þyrfti að hugarfarsbreytingu gagnvart ólöglegum hlutum. „Þegar heildarmyndin er skoðuð þá er það ekki lausn að leyfa ólöglega hluti sem eru skaðlegar fyrir ungmenni þegar allar rannsóknir benda á að auðveldara aðgengi að ólöglegum og hættulegum efnum það eykst við lögleiðingu og normalíseringu. Og það er hættan sem við stöndum frammi fyrir núna, þessi normalísering í umræðunni. Við verðum að senda skýr skilaboð til ungmennanna, til fjölskyldunnar til fólks sem er ekki að hugsa um þetta dags daglega,“ sagði Magnús.Þarf að efla lögreglu og tollgæslu Einnig var rætt við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, í Bítinu í tengslum við frásögn viðmælanda í Burðardýrum. Hann sagði þáttinn hafa verið sláandi. „Það sem sló mig auðvitað mest þó að það hafi kannski ekki komið mér fullkomlega á óvart er hversu óskaplega ósvífnir menn eru í þessum innflutningi,“ sagði Ólafur Helgi. Aðspurður hvort að þátturinn hafi verið raunveruleg lýsing á fíkniefnaheiminum sagði lögreglustjórinn: „Við skulum orða það þannig að þó maður hafi haft grunsemdir um hvernig hlutirnir væru gerðir og annað slíkt þá var þetta mjög ýkt miðað við hugmyndirnar sem maður hafði fram að þessu en þó ekki þannig að mér hafi brugðið svo mikið að segja þetta getur ekki verið.“ Hann segir að styrkja þurfi lögregluna og tollgæslu og minntist einnig á breytt hugarfar. „Svo þarf að breyta ákveðnu hugarfari meðal þjóðarinnar þannig að menn líti ekki á það sem sjálfsagðan hlut að fíkniefnaneysla, hvort sem það eru unglingar eða aðrir sé bara eitthvað sem tíðkast. Hugsunarhátturinn hjá okkur þarf að breytast mjög mikið. Við þurfum líka að gera okkur grein fyrir því að aðalatriðið í sambandi við þetta stríð, eins og þú orðaðir það er að við höfum mannskap sem getur greint hvað er að gerast,“ sagði Ólafur Helgi.
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45 Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30 Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Regluverkið kemur stundum í veg fyrir að hægt sé að aðstoða unga fíkla Efla þarf samstarf stofnanna sem vinna að málum fíkniefnaneytenda 28. janúar 2018 18:45
Segir Ísland troðið af fíkniefnum Innflutningur á kannabisefnum heyrir nær sögunni til. 28. janúar 2018 18:30
Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. 27. janúar 2018 18:51