Orðrómur um ástaratriði leiðir til hatrammra mótmæla Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. janúar 2018 06:38 Drottningin Padmavati byggir á aðalpersónu ljóðabálks frá 16. öld. VIACOM18 Öryggisgæsla hefur verið aukin í fjölda indverskra héraða í aðdraganda frumsýningar kvikmyndar, sem leitt hefur til hatrammra mótmæla. Skólum hefur verið lokað í úthverfum höfuðborgarinnar eftir að mótmælendur réðust á skólarútur og fjölmörg kvikmyndahús hafa gefið það út að kvikmyndin umrædda, Padmavaat, verði ekki sýnd á tjöldum þeirra. Að sögn breska ríkisútvarpsins eru mótmælendur æfir vegna sambands aðalpersónanna, sem þeir telja rómantískt. Það þykir þeim ekki við hæfi í ljósi þess að persónurnar eru annars vegar múslimskur konungur og drottning sem er hindúatrúar. Þrátt fyrir að konungurinn, Alauddin Khilji, hafi verið til í alvörunni er öll framvinda myndarinnar uppspuni frá rótum - byggð á ljóðabálki frá 16. öld. Orðrómur um atriði í kvikmyndinni þar sem konungurinn sést dreyma um ástaratlot með drottningunni hefur sérstaklega farið fyrir brjóstið á mótmælendunum. Leikstjóri myndarinnar, Sanjay Leela Bhansali, hefur hins vegar ítrekað lýst því yfir að ekkert slíkt draumaatriði sé að finna í kvikmyndinni. Engu að síður var útgáfu myndarinnar seinkað um tvo mánuði vegna mótmæla en öfgahópar hindúa hafa meðal annars borið eld að bílum og ráðist á kvikmyndahús víðsvegar um Indland. Hæstiréttur Indlands hafnaði því síðastliðinn þriðjudag að banna kvikmyndina í landinu. Fyrrnefndir hindúar hafa farið fram á lögbann, sem og bæjaryfirvöld sem óttast um öryggi þegna sinna. Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Öryggisgæsla hefur verið aukin í fjölda indverskra héraða í aðdraganda frumsýningar kvikmyndar, sem leitt hefur til hatrammra mótmæla. Skólum hefur verið lokað í úthverfum höfuðborgarinnar eftir að mótmælendur réðust á skólarútur og fjölmörg kvikmyndahús hafa gefið það út að kvikmyndin umrædda, Padmavaat, verði ekki sýnd á tjöldum þeirra. Að sögn breska ríkisútvarpsins eru mótmælendur æfir vegna sambands aðalpersónanna, sem þeir telja rómantískt. Það þykir þeim ekki við hæfi í ljósi þess að persónurnar eru annars vegar múslimskur konungur og drottning sem er hindúatrúar. Þrátt fyrir að konungurinn, Alauddin Khilji, hafi verið til í alvörunni er öll framvinda myndarinnar uppspuni frá rótum - byggð á ljóðabálki frá 16. öld. Orðrómur um atriði í kvikmyndinni þar sem konungurinn sést dreyma um ástaratlot með drottningunni hefur sérstaklega farið fyrir brjóstið á mótmælendunum. Leikstjóri myndarinnar, Sanjay Leela Bhansali, hefur hins vegar ítrekað lýst því yfir að ekkert slíkt draumaatriði sé að finna í kvikmyndinni. Engu að síður var útgáfu myndarinnar seinkað um tvo mánuði vegna mótmæla en öfgahópar hindúa hafa meðal annars borið eld að bílum og ráðist á kvikmyndahús víðsvegar um Indland. Hæstiréttur Indlands hafnaði því síðastliðinn þriðjudag að banna kvikmyndina í landinu. Fyrrnefndir hindúar hafa farið fram á lögbann, sem og bæjaryfirvöld sem óttast um öryggi þegna sinna.
Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira