Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir skrifar 25. janúar 2018 07:00 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. Gestir á fundinum voru fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóra, ríkissaksóknara og dómsmálaráðherra.Týnd eða ónýt Anna Katrín Snorradóttir hefur lagt fram kæru á hendur Robert Downey fyrir kynferðisbrot. Til þess fékk hún kjark þegar uppreist æru barnaníðinga komst í hámæli síðasta sumar. Hún hyggur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Í baráttu sinni hefur hún oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt.#höfumhátt Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum hér á landi að brotaþolar Roberts Downey börðust á síðasta ári við dómsmálaráðuneytið um að fá birt gögn um nefndan barnaníðing eða þar til Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra var gerð afturreka með þá ákvörðun sína að slíkar upplýsingar skyldu fara leynt. Þegar steinum var velt kom í ljós annar níðingur sem hafði verið studdur til uppreistar æru af föður flokksformanns dómsmálaráðherra. Varð leyndin í kringum það mál ríkisstjórninni að falli og boðað var til kosninga. Að þeim loknum fékkst sú áhugaverða túlkun á lýðræðinu að téðri Sigríði skyldi aftur lyft upp í ráðherrastól sinn.„Einhvers misskilnings gætt“ Á áðurnefndum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var dómsmálaráðherra fyrst gesta til svara. Um mál Önnu Katrínar hafði hún þetta að segja: „Í því sakamáli sem tengist Robert Downey, sem var á árum áður, þá hefur einhvers misskilnings gætt hvað það varðar en það hefur verið leiðrétt.“ – Svo mörg voru þau orð. – Anna Katrín hefur enn ekki fengið formlega leiðréttingu á þessum misskilningi en þegar það gerist mun hún líklega eiga von á afsökunarbeiðni frá viðkomandi embættum fyrir að hafa verið gefnar rangar og villandi upplýsingar sem valdið hafa óþægindum og hugarangri í erfiðum aðstæðum. Hún eins og annað venjulegt fólk tekur það trúanlegt sem opinberir aðilar segja. Ætti hún að gera það? Eða er engu að treysta? Ber almennum borgurum alltaf að tortryggja hið opinbera?Bókin Sönnunargagn G-06 í sakamáli 539/2007 er sem sagt ekki týnt eða ónýtt. Það sama má segja um afrit af tölvupóstum og smáskilaboðum úr símum og tölvum Roberts Downey frá þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Ofangreint sönnunargagn er minnisbók sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna þar sem aldur virðist settur aftan við símanúmer og netfang í sviga. Komið hefur fram í fjölmiðlum að ekki hafi verið athugað af yfirvöldum hvaða konur eru á bak við nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að brotið hafi verið á og dæmt hefur verið fyrir. Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella í sönnunargagni G-06 og eftir standa 330 nöfn órannsökuð.„Garg og atgangur yfir litlu?“ Þótt að mestu leyti hafi verið ánægja hjá brotaþolum með rannsókn þeirra mála sem sakfellt var fyrir á sínum tíma þá standa yfirvöld í dag frammi fyrir breyttu landslagi. Það staðfesta orð Huldu Elsu Björgvinsdóttur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á áðurnefndum fundi: „Ef svona bók kæmi til okkar í dag myndum við rannsaka þetta í þaula. Að sjálfssögðu. Við myndum fara mjög vel yfir þetta í dag. Ég get fullyrt það.“ Anna Katrín hlýtur að fagna þessari fullyrðingu þar sem kæra hennar liggur einmitt fyrir í dag. Hún hefur ekki ástæðu til að tortryggja lögregluna þótt reynslan sýni að hún geti ekki reitt sig á dómsmálaráðherrann eða samflokksmenn hennar enda virðist dagskipunin þar vera að tala niður baráttu brotaþola Roberts Downey sem sást skýrt þegar Páll Magnússon kallaði á dögunum fall ríkisstjórnarinnar „garg og atgang út af litlu“ um leið og hann krafði fólk um að vanda orð sín. Á blaði númer 32 í bókinni stendur ritað nafn stúlku, símanúmer hennar og að því er virðist „1a/16[…]“. Ef lögreglan telur að þessar tölur eigi við um aldur stúlkunnar má upplýsa hér að hún var 14 ára og var Robert Downey dæmdur fyrir níð gagnvart henni. Þetta bendir til þess að aldurstölurnar í bókinni séu ekki endilega réttar og fyrst kynferðisbrot gagnvart börnum fyrnast ekki þá hlýtur yfirvöldum að bera skylda til að rannsaka bókina í þaula.Mikilvægt að hlusta Fundur allsherjar- og menntamálanefndar þann 17. janúar snerist aðallega um Rólex-úr eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries sem mun hafa horfið úr vörslu lögreglu. Auðvitað er slíkt alvarlegt og ber að rannsaka. Jafnvel þótt kalla þurfi til alla þá gesti sem voru í kampavínsklúbbnum umrætt kvöld. En sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 verður augljóslega enn fremur að rannsaka í þaula og um leið mál Önnu Katrínar Snorradóttur. Megi rödd hennar heyrast. Því eins og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði réttilega í sjónvarpsfréttum í sambandi við #metoo-byltinguna: „Það er afar mikilvægt að hlusta.“ Síðan þurfum við að velta við hverjum steini og sérstaklega þeim steinum sem lagðir hafa verið í götu þolenda kynferðisbrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Sjá meira
Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. Gestir á fundinum voru fulltrúar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ríkislögreglustjóra, ríkissaksóknara og dómsmálaráðherra.Týnd eða ónýt Anna Katrín Snorradóttir hefur lagt fram kæru á hendur Robert Downey fyrir kynferðisbrot. Til þess fékk hún kjark þegar uppreist æru barnaníðinga komst í hámæli síðasta sumar. Hún hyggur að mál hennar megi styðja með sönnunargögnum sem lögð voru fram í því dómsmáli þegar Robert var dæmdur fyrir barnaníð fyrir um áratug síðan. Í baráttu sinni hefur hún oftar en einu sinni fengið þau svör hjá opinberum aðilum að gögn í málinu væru týnd eða ónýt.#höfumhátt Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá mörgum hér á landi að brotaþolar Roberts Downey börðust á síðasta ári við dómsmálaráðuneytið um að fá birt gögn um nefndan barnaníðing eða þar til Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra var gerð afturreka með þá ákvörðun sína að slíkar upplýsingar skyldu fara leynt. Þegar steinum var velt kom í ljós annar níðingur sem hafði verið studdur til uppreistar æru af föður flokksformanns dómsmálaráðherra. Varð leyndin í kringum það mál ríkisstjórninni að falli og boðað var til kosninga. Að þeim loknum fékkst sú áhugaverða túlkun á lýðræðinu að téðri Sigríði skyldi aftur lyft upp í ráðherrastól sinn.„Einhvers misskilnings gætt“ Á áðurnefndum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis var dómsmálaráðherra fyrst gesta til svara. Um mál Önnu Katrínar hafði hún þetta að segja: „Í því sakamáli sem tengist Robert Downey, sem var á árum áður, þá hefur einhvers misskilnings gætt hvað það varðar en það hefur verið leiðrétt.“ – Svo mörg voru þau orð. – Anna Katrín hefur enn ekki fengið formlega leiðréttingu á þessum misskilningi en þegar það gerist mun hún líklega eiga von á afsökunarbeiðni frá viðkomandi embættum fyrir að hafa verið gefnar rangar og villandi upplýsingar sem valdið hafa óþægindum og hugarangri í erfiðum aðstæðum. Hún eins og annað venjulegt fólk tekur það trúanlegt sem opinberir aðilar segja. Ætti hún að gera það? Eða er engu að treysta? Ber almennum borgurum alltaf að tortryggja hið opinbera?Bókin Sönnunargagn G-06 í sakamáli 539/2007 er sem sagt ekki týnt eða ónýtt. Það sama má segja um afrit af tölvupóstum og smáskilaboðum úr símum og tölvum Roberts Downey frá þeim tíma sem brotin áttu sér stað. Ofangreint sönnunargagn er minnisbók sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna þar sem aldur virðist settur aftan við símanúmer og netfang í sviga. Komið hefur fram í fjölmiðlum að ekki hafi verið athugað af yfirvöldum hvaða konur eru á bak við nöfnin í bókinni utan þær 5 sem sannað er að brotið hafi verið á og dæmt hefur verið fyrir. Ef þetta er staðreyndin hafa brot átt sér stað í 100% rannsakaðra tilfella í sönnunargagni G-06 og eftir standa 330 nöfn órannsökuð.„Garg og atgangur yfir litlu?“ Þótt að mestu leyti hafi verið ánægja hjá brotaþolum með rannsókn þeirra mála sem sakfellt var fyrir á sínum tíma þá standa yfirvöld í dag frammi fyrir breyttu landslagi. Það staðfesta orð Huldu Elsu Björgvinsdóttur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á áðurnefndum fundi: „Ef svona bók kæmi til okkar í dag myndum við rannsaka þetta í þaula. Að sjálfssögðu. Við myndum fara mjög vel yfir þetta í dag. Ég get fullyrt það.“ Anna Katrín hlýtur að fagna þessari fullyrðingu þar sem kæra hennar liggur einmitt fyrir í dag. Hún hefur ekki ástæðu til að tortryggja lögregluna þótt reynslan sýni að hún geti ekki reitt sig á dómsmálaráðherrann eða samflokksmenn hennar enda virðist dagskipunin þar vera að tala niður baráttu brotaþola Roberts Downey sem sást skýrt þegar Páll Magnússon kallaði á dögunum fall ríkisstjórnarinnar „garg og atgang út af litlu“ um leið og hann krafði fólk um að vanda orð sín. Á blaði númer 32 í bókinni stendur ritað nafn stúlku, símanúmer hennar og að því er virðist „1a/16[…]“. Ef lögreglan telur að þessar tölur eigi við um aldur stúlkunnar má upplýsa hér að hún var 14 ára og var Robert Downey dæmdur fyrir níð gagnvart henni. Þetta bendir til þess að aldurstölurnar í bókinni séu ekki endilega réttar og fyrst kynferðisbrot gagnvart börnum fyrnast ekki þá hlýtur yfirvöldum að bera skylda til að rannsaka bókina í þaula.Mikilvægt að hlusta Fundur allsherjar- og menntamálanefndar þann 17. janúar snerist aðallega um Rólex-úr eiganda kampavínsklúbbsins Strawberries sem mun hafa horfið úr vörslu lögreglu. Auðvitað er slíkt alvarlegt og ber að rannsaka. Jafnvel þótt kalla þurfi til alla þá gesti sem voru í kampavínsklúbbnum umrætt kvöld. En sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 verður augljóslega enn fremur að rannsaka í þaula og um leið mál Önnu Katrínar Snorradóttur. Megi rödd hennar heyrast. Því eins og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði réttilega í sjónvarpsfréttum í sambandi við #metoo-byltinguna: „Það er afar mikilvægt að hlusta.“ Síðan þurfum við að velta við hverjum steini og sérstaklega þeim steinum sem lagðir hafa verið í götu þolenda kynferðisbrota.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar