Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2018 16:45 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Rannsakendur Robert S. Mueller, sérstaks saksóknara, ræddu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Hann er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, sem rannsakendur hafa rætt við og var rætt við hann í margar klukkustundir samkvæmt frétt New York Times.Mueller rannsakar afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim afskiptum. Hann var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum sem Comey leiddi.Mögulegt lykilvitni Rannsókn Mueller snýr meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Sessions gæti verið lykilvitni Mueller varðandi brottrekstur Comey þar sem hann kom var einn af fáum sem ræddu brottreksturinn beint við forsetann. Þar að auki leiddi Sessions utanríkismálanefnd framboðs Trump og tók þátt í að mynda stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Rússlandi.Sjá einnig: Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbertSessions sjálfur hefur sagt sig frá rannsókninni eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans um að segja sig frá rannsókninni hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Trump hefur einnig gagnrýnt Sessions fyrir að vernda sig ekki. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Sessions segi af sér og saka hann um að hafa ekki tekist að stöðva rannsókn FBI, sem þeir segja vera glæfralega.Gagnrýni Repúblikana á Muell, FBI og Dómsmálaráðuneytið hefur færst mjög svo í aukana á undanförnum mánuðum.Sjá einnig: Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árásaFormaður þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Devin Nunes, hefur sett saman minnisblað sem hann og aðrir þingmenn Repúblikanaflokksins, segja að sýni fram á starfsmenn FBI og Dómsmálaráðuneytisins hafi brotið lög við framkvæmd Rússarannsóknarinnar og hleranir á framboði Trump. Þingmennirnir hafa neitað að afhenda FBI og ráðuneytinu umrætt minnisblað og vilja þess í stað að Trump opinberi það sjálfur. Demókratar segja að um enn eina tilraunina til að grafa undan rannsókninni sé að ræða. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Hvíta húsið múlbatt Bannon Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump í Hvíta húsinu neitaði að svara spurningum þingmanna í gær. 17. janúar 2018 07:43 Trump segir viðtal við Mueller ólíklegt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. 10. janúar 2018 23:33 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Rannsakendur Robert S. Mueller, sérstaks saksóknara, ræddu við Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Hann er fyrsti meðlimur ríkisstjórnar Donald Trump, forseta, sem rannsakendur hafa rætt við og var rætt við hann í margar klukkustundir samkvæmt frétt New York Times.Mueller rannsakar afskipti yfirvalda í Rússlandi af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og mögulegt samstarf framboðs Trump með þeim afskiptum. Hann var skipaður í embætti sérstaks saksóknara eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglunnar, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af kosningunum sem Comey leiddi.Mögulegt lykilvitni Rannsókn Mueller snýr meðal annars að því hvort að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka Comey. Sessions gæti verið lykilvitni Mueller varðandi brottrekstur Comey þar sem hann kom var einn af fáum sem ræddu brottreksturinn beint við forsetann. Þar að auki leiddi Sessions utanríkismálanefnd framboðs Trump og tók þátt í að mynda stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Rússlandi.Sjá einnig: Sagði Ástrala að Rússar sætu á upplýsingum um Clinton áður en það var opinbertSessions sjálfur hefur sagt sig frá rannsókninni eftir að í ljós kom að hann hafði sagt ósatt frá fundum sínum og Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands. Sessions var einn af fyrstu og dyggustu stuðningsmönnum Trump og var fyrsti öldungadeildarþingmaðurinn til að lýsa yfir stuðningi við framboð Trump. Forsetinn er þó reiður við hann og segir ákvörðun hans um að segja sig frá rannsókninni hafa leitt til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur saksóknari til að rannsaka afskiptin og mögulegt samstarf framboðs Trump með yfirvöldum í Rússlandi. Trump hefur einnig gagnrýnt Sessions fyrir að vernda sig ekki. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa kallað eftir því að Sessions segi af sér og saka hann um að hafa ekki tekist að stöðva rannsókn FBI, sem þeir segja vera glæfralega.Gagnrýni Repúblikana á Muell, FBI og Dómsmálaráðuneytið hefur færst mjög svo í aukana á undanförnum mánuðum.Sjá einnig: Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árásaFormaður þingnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Devin Nunes, hefur sett saman minnisblað sem hann og aðrir þingmenn Repúblikanaflokksins, segja að sýni fram á starfsmenn FBI og Dómsmálaráðuneytisins hafi brotið lög við framkvæmd Rússarannsóknarinnar og hleranir á framboði Trump. Þingmennirnir hafa neitað að afhenda FBI og ráðuneytinu umrætt minnisblað og vilja þess í stað að Trump opinberi það sjálfur. Demókratar segja að um enn eina tilraunina til að grafa undan rannsókninni sé að ræða.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15 Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27 Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42 Hvíta húsið múlbatt Bannon Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump í Hvíta húsinu neitaði að svara spurningum þingmanna í gær. 17. janúar 2018 07:43 Trump segir viðtal við Mueller ólíklegt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. 10. janúar 2018 23:33 Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Sjá meira
Vísbendingar um að Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra Donalds Trump er sagður hafa falast eftir skaðlegum upplýsingum um forstjóra FBI áður en hann var rekinn. 5. janúar 2018 11:15
Bannon segir umdeildan fund Trump yngri vera landráð "Þremur æðstu mönnum framboðsins fannst það góð hugmynd að funda með fulltrúum erlendrar ríkisstjórnar í Trump-turni, í fundarherberginu á 25 hæð og án þess að vera með lögmenn viðstadda.“ 3. janúar 2018 15:27
Flynn fullyrti að refsiaðgerðir gegn Rússum yrðu „tættar í sundur“ Framburður vitnis bendir til þess að ríkisstjórn Donalds Trump hafi ætlað að afnema refsiaðgerðir gegn Rússum sem voru meðal annars settar á vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 7. desember 2017 09:42
Hvíta húsið múlbatt Bannon Fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump í Hvíta húsinu neitaði að svara spurningum þingmanna í gær. 17. janúar 2018 07:43
Trump segir viðtal við Mueller ólíklegt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ólíklegt að hann muni ræða við rannsakendur Robert Mueller, sérstaks saksóknara, vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum þar í landi árið 2016. 10. janúar 2018 23:33
Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlega Forsetinn vandaði yfirmönnum FBI ekki kveðjuna í ræðu sem hann hélt í æfingarbúðum stofnunarinnar. 15. desember 2017 18:03