Stefnir í gjaldþrot Sameinaðs Sílikons Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2018 15:00 Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið í síðan í ágúst. VÍSIR/ANTON BRINK Greiðslustöðvun United Silicon rennur út í dag og virðist fátt geta komið í veg fyrir að gjaldþrotabeiðni verði skilað inn klukkan fjögur nú síðdegis. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 14 í dag en ekki varð af því en greint var fyrst frá því á vef Morgunblaðsins. Ástæða þess var að fundur stjórnar Sameinaðs Sílikons hf. hafði ekki farið fram og á því enn eftir að ganga frá gjaldþrotabeiðninni. Umhverfisstofnun greindi frá nýrri ákvörðun sinni í gær þess efnis að ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon áður en framleiðsla hefst að nýju en greiðslustöðvun fyrirtækisins hefur staðið yfir síðan í ágúst.Á föstudag féllst Umhverfisstofnun á úrbótaáætlun United Silicon með skilyrðum en stofnunin stöðvaði starfsemi fyrirtækisins í byrjun september síðastliðins. Þá höfðu ítrekað komið upp lyktarvandamál, íbúum í nágrenninu til ama. Jafnframt hafði orðið fordæmalaus fjöldi frávika frá starfsleyfi á níu mánaða rekstrarsögu fyrirtækisins. United Silicon sendi Umhverfisstofnun úrbótaáætlun í bréfi þann 14. desember 2017 og 16. janúar 2018. Með svarbréfi Umhverfisstofnunar sem sent var United Silicon þann 19. janúar setur stofnunin fram skilyrði fyrir samþykkt úrbótaáætlunar. Skorsteini verði bætt á verksmiðjuna í þágu íbúa til að minnka lyktamengun. Stofnunina féllst ekki á þá ósk forsvarsmanna United Silicon að fresta þeirri aðgerð fram yfir endurræsingu. Fyrirtækinu er jafnframt gert að vinna að fleiri úrbótum. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að nokkrar umbætur hafi þegar átt sér stað og telur stofnunin meðal annars að nýtt og betra reykhreinsivirki fyrir afsög frá aftöppun og steypingu í ofnhúsi sé til bóta. United Silicon Tengdar fréttir Örlög United Silicon ráðast í dag Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot. 22. janúar 2018 08:30 Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Greiðslustöðvun United Silicon rennur út í dag og virðist fátt geta komið í veg fyrir að gjaldþrotabeiðni verði skilað inn klukkan fjögur nú síðdegis. Taka átti málið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 14 í dag en ekki varð af því en greint var fyrst frá því á vef Morgunblaðsins. Ástæða þess var að fundur stjórnar Sameinaðs Sílikons hf. hafði ekki farið fram og á því enn eftir að ganga frá gjaldþrotabeiðninni. Umhverfisstofnun greindi frá nýrri ákvörðun sinni í gær þess efnis að ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon áður en framleiðsla hefst að nýju en greiðslustöðvun fyrirtækisins hefur staðið yfir síðan í ágúst.Á föstudag féllst Umhverfisstofnun á úrbótaáætlun United Silicon með skilyrðum en stofnunin stöðvaði starfsemi fyrirtækisins í byrjun september síðastliðins. Þá höfðu ítrekað komið upp lyktarvandamál, íbúum í nágrenninu til ama. Jafnframt hafði orðið fordæmalaus fjöldi frávika frá starfsleyfi á níu mánaða rekstrarsögu fyrirtækisins. United Silicon sendi Umhverfisstofnun úrbótaáætlun í bréfi þann 14. desember 2017 og 16. janúar 2018. Með svarbréfi Umhverfisstofnunar sem sent var United Silicon þann 19. janúar setur stofnunin fram skilyrði fyrir samþykkt úrbótaáætlunar. Skorsteini verði bætt á verksmiðjuna í þágu íbúa til að minnka lyktamengun. Stofnunina féllst ekki á þá ósk forsvarsmanna United Silicon að fresta þeirri aðgerð fram yfir endurræsingu. Fyrirtækinu er jafnframt gert að vinna að fleiri úrbótum. Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að nokkrar umbætur hafi þegar átt sér stað og telur stofnunin meðal annars að nýtt og betra reykhreinsivirki fyrir afsög frá aftöppun og steypingu í ofnhúsi sé til bóta.
United Silicon Tengdar fréttir Örlög United Silicon ráðast í dag Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot. 22. janúar 2018 08:30 Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03 Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Örlög United Silicon ráðast í dag Það ræðst væntanlega á stjórnarfundi í dag hjá United Silicon, sem á kísilmálmverksmiðjuna í Helguvík, hvort fyrirtækinu verður stefnt í gjaldþrot. 22. janúar 2018 08:30
Ljúka þarf öllum úrbótum á verksmiðju United Silicon Greiðslustöðvun fyrirtækisins sem hefur verið á síðan í ágúst rennur út á morgun. 21. janúar 2018 20:03