Formaður LL vill herða tökin í fíkniefnamálum frekar en hitt Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2018 11:35 Snorri getur með engu móti tekið undir með Bigga, hann telur vert að herða tökin og hvika hvergi frá ríkjandi stefnu í fíknefnamálum. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að ekki beri að hvika frá þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í fíkniefnamálum. „Algerlega. Ég starfaði hjá fíkniefnadeild lögreglunnar og það sem maður sá þá fær maður ekki til að aðhyllast slakari stefnu heldur þvert á móti. Það þarf að herða tökin og veita meira fé í að reyna að uppræta þetta,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Birgir Örn Guðjónsson, sem betur er þekktur sem Biggi lögga, skrifaði athyglisverðan pistil á síðu sína þar sem hann, fremur óvænt, boðar að vert sé að huga að lögleiðingu kannabisefna. Biggi segir að við verðum að endurskoða afstöðu okkar. Óhætt er að segja að pistill Bigga og hugleiðingar hafi fengið lofsamlegar viðtökur. En, Biggi lætur þess jafnframt getið að hann viti til þess að hann eigi ekki marga skoðanabræður í þeim efnum innan lögreglunnar. Snorri telur það rétt metið hjá Bigga.Lögreglumenn almennt ekki sammála Bigga „Ég held að þetta sé rétt ályktað hjá honum, með skoðanir í þessum efnum. Við hjá Landssambandi lögreglumanna höfum í sjálfu sér ekki tekið neina afstöðu í þessum efnum. Við horfum bara til laga í landinu og vinnum eftir þeim.“ Snorri bendir á að Reykjavíkurborg sé aðili að samtökum sem heita Europian Citys Against Drugs. Og sú sé meðal annars ástæðan fyrir því að ýmsir borgarfulltrúar hafa látið í sér heyra vegna þessa málaflokks.Snorri Magnússon telur það rétt metið hjá Bigga að ekki margir innan lögreglunnar séu honum sammála um að endurskoða beri stefnuna í fíknefnamálum.„Staðreynd máls er sú að þar sem þessir hlutir hafa verið, eða gerðar tilraunir með getum við sagt, hefur þetta oftar en ekki farið úr böndunum. Það eru staðreyndirnar sem við blasa. Svo skoðar maður lönd eins og Holland þar sem þetta er ekki leyfilegt en ekki gerðar sektir fyrir ákveðna skammta af efnum, ákveðið magn af efnum þá má sjá að þær eru ýmsar leiðir sem hægt er að skoða og fara í þessum efnum. En, ég held að það sé engin ein alhliða lausn í þessu vandamáli.“Hvað á að leyfa og hvað á að banna? En, nú hefur komið fram í fréttum að sjaldan sem aldrei hefur verið eins auðvelt að nálgast vímuefni og nú er. Og á sama tíma berast fréttir af því að lögreglan hefur gert upptæk ókjör af kókaíni og eftirspurnin aldrei meiri. Segir það okkur ekki einfaldlega það að rétt sé að endurskoða stefnuna og nálgast vandann úr öðrum áttum? Snorri segir að þetta sé ekki einfalt og gallinn sé sá að ekki hafi farið fram nein umræða um þetta sem heitið getur. „Hún er einhvern veginn alltaf þannig að það eigi að leyfa kannabisefni. En, þá má velta þessu fyrir sér frá öðrum sjónarhóli. Hvað segir amfetamínfíkillinn þá? Kókaínfíkillinn? Hvar stoppum við? Það hafa verið gerðar tilraunir með svona efni í Sviss eða Austurríki. Heróín orðið stórkostlegt vandamál í borgum í Evrópu líka. Þetta er ekkert svona einfalt í afgreiðslu.“En, við gætum þá horft á þetta úr enn einni áttinni, sem er þá að ganga í hina áttina og bannað áfengi? „Jú, það er hluti umræðunnar líka. Þessari stóru mynd sem við blasir, hvaða vímuefni á að banna og leyfa og af hverju? Þessi umræða hefur ekki verið tekin, hvorki hér á landi né víða erlendis,“ segir Snorri Magnússon. Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Aukin eftirspurn eftir kókaíni rakin til góðæris Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. 21. janúar 2018 18:54 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur að ekki beri að hvika frá þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í fíkniefnamálum. „Algerlega. Ég starfaði hjá fíkniefnadeild lögreglunnar og það sem maður sá þá fær maður ekki til að aðhyllast slakari stefnu heldur þvert á móti. Það þarf að herða tökin og veita meira fé í að reyna að uppræta þetta,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Birgir Örn Guðjónsson, sem betur er þekktur sem Biggi lögga, skrifaði athyglisverðan pistil á síðu sína þar sem hann, fremur óvænt, boðar að vert sé að huga að lögleiðingu kannabisefna. Biggi segir að við verðum að endurskoða afstöðu okkar. Óhætt er að segja að pistill Bigga og hugleiðingar hafi fengið lofsamlegar viðtökur. En, Biggi lætur þess jafnframt getið að hann viti til þess að hann eigi ekki marga skoðanabræður í þeim efnum innan lögreglunnar. Snorri telur það rétt metið hjá Bigga.Lögreglumenn almennt ekki sammála Bigga „Ég held að þetta sé rétt ályktað hjá honum, með skoðanir í þessum efnum. Við hjá Landssambandi lögreglumanna höfum í sjálfu sér ekki tekið neina afstöðu í þessum efnum. Við horfum bara til laga í landinu og vinnum eftir þeim.“ Snorri bendir á að Reykjavíkurborg sé aðili að samtökum sem heita Europian Citys Against Drugs. Og sú sé meðal annars ástæðan fyrir því að ýmsir borgarfulltrúar hafa látið í sér heyra vegna þessa málaflokks.Snorri Magnússon telur það rétt metið hjá Bigga að ekki margir innan lögreglunnar séu honum sammála um að endurskoða beri stefnuna í fíknefnamálum.„Staðreynd máls er sú að þar sem þessir hlutir hafa verið, eða gerðar tilraunir með getum við sagt, hefur þetta oftar en ekki farið úr böndunum. Það eru staðreyndirnar sem við blasa. Svo skoðar maður lönd eins og Holland þar sem þetta er ekki leyfilegt en ekki gerðar sektir fyrir ákveðna skammta af efnum, ákveðið magn af efnum þá má sjá að þær eru ýmsar leiðir sem hægt er að skoða og fara í þessum efnum. En, ég held að það sé engin ein alhliða lausn í þessu vandamáli.“Hvað á að leyfa og hvað á að banna? En, nú hefur komið fram í fréttum að sjaldan sem aldrei hefur verið eins auðvelt að nálgast vímuefni og nú er. Og á sama tíma berast fréttir af því að lögreglan hefur gert upptæk ókjör af kókaíni og eftirspurnin aldrei meiri. Segir það okkur ekki einfaldlega það að rétt sé að endurskoða stefnuna og nálgast vandann úr öðrum áttum? Snorri segir að þetta sé ekki einfalt og gallinn sé sá að ekki hafi farið fram nein umræða um þetta sem heitið getur. „Hún er einhvern veginn alltaf þannig að það eigi að leyfa kannabisefni. En, þá má velta þessu fyrir sér frá öðrum sjónarhóli. Hvað segir amfetamínfíkillinn þá? Kókaínfíkillinn? Hvar stoppum við? Það hafa verið gerðar tilraunir með svona efni í Sviss eða Austurríki. Heróín orðið stórkostlegt vandamál í borgum í Evrópu líka. Þetta er ekkert svona einfalt í afgreiðslu.“En, við gætum þá horft á þetta úr enn einni áttinni, sem er þá að ganga í hina áttina og bannað áfengi? „Jú, það er hluti umræðunnar líka. Þessari stóru mynd sem við blasir, hvaða vímuefni á að banna og leyfa og af hverju? Þessi umræða hefur ekki verið tekin, hvorki hér á landi né víða erlendis,“ segir Snorri Magnússon.
Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Aukin eftirspurn eftir kókaíni rakin til góðæris Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. 21. janúar 2018 18:54 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Aukin eftirspurn eftir kókaíni rakin til góðæris Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á talsvert meira magn kókaíni í fyrra miðað við síðustu ár og var meira af því í umferð en oft áður. 21. janúar 2018 18:54