Paul Bettany orðaður við hlutverk Filippusar prins í The Crown Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2018 14:45 Paul Bettany er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon og The Da Vinci Code. Vísir/Getty Talið er að breski leikarinn Paul Bettany muni hreppa hlutverk Filippusar prins í þriðju seríu Netflix-þáttaraðarinnar The Crown að því er heimildir Variety herma. Bettany myndi taka við hlutverkinu af Matt Smith sem leikur Filippus í fyrstu tveimur seríunum. Þáttaröðin The Crown, sem kom út árið 2016, hefur slegið í gegn á Netflix. Ævi og ástir bresku konungsfjölskyldunnar, hverrar meðlimir eru margir enn á lífi, eru til umfjöllunar í þáttunum og þá er aðallega fylgst með konungshjónunum, Elísabetu og Filippusi. Nýlega var tilkynnt um hlutverkaskipti drottningarinnar en breska leikkonan Olivia Coleman mun taka við af Claire Foy og fara með hlutverk eldri Elísabetar í þriðju seríunni. Þá mun Helena Bonham Carter leika Margréti, systur Elísabetar, þegar líða tekur á sögu konungsfjölskyldunnar. The Crown er úr smiðju Peters Morgan en honum er mikið í mun að túlka Elísabetu og Filippus á sem nákvæmastan hátt. Liður í því er að skipta leikurunum út eftir því sem persónur þáttanna eldast. Þá segir í frétt Variety að nokkrir framleiðendur þáttaraðarinnar hafi fundað með umboðsmönnum Bettany í þeim tilgangi að bjóða honum hlutverk Filippusar. Bettany er einn ástsælasti leikari Breta. Hann er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon, The Da Vinci Code, Iron Man-seríunni og kvikmyndunum um ofurhetjuhópinn Avengers. Bíó og sjónvarp Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Talið er að breski leikarinn Paul Bettany muni hreppa hlutverk Filippusar prins í þriðju seríu Netflix-þáttaraðarinnar The Crown að því er heimildir Variety herma. Bettany myndi taka við hlutverkinu af Matt Smith sem leikur Filippus í fyrstu tveimur seríunum. Þáttaröðin The Crown, sem kom út árið 2016, hefur slegið í gegn á Netflix. Ævi og ástir bresku konungsfjölskyldunnar, hverrar meðlimir eru margir enn á lífi, eru til umfjöllunar í þáttunum og þá er aðallega fylgst með konungshjónunum, Elísabetu og Filippusi. Nýlega var tilkynnt um hlutverkaskipti drottningarinnar en breska leikkonan Olivia Coleman mun taka við af Claire Foy og fara með hlutverk eldri Elísabetar í þriðju seríunni. Þá mun Helena Bonham Carter leika Margréti, systur Elísabetar, þegar líða tekur á sögu konungsfjölskyldunnar. The Crown er úr smiðju Peters Morgan en honum er mikið í mun að túlka Elísabetu og Filippus á sem nákvæmastan hátt. Liður í því er að skipta leikurunum út eftir því sem persónur þáttanna eldast. Þá segir í frétt Variety að nokkrir framleiðendur þáttaraðarinnar hafi fundað með umboðsmönnum Bettany í þeim tilgangi að bjóða honum hlutverk Filippusar. Bettany er einn ástsælasti leikari Breta. Hann er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon, The Da Vinci Code, Iron Man-seríunni og kvikmyndunum um ofurhetjuhópinn Avengers.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira