Paul Bettany orðaður við hlutverk Filippusar prins í The Crown Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2018 14:45 Paul Bettany er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon og The Da Vinci Code. Vísir/Getty Talið er að breski leikarinn Paul Bettany muni hreppa hlutverk Filippusar prins í þriðju seríu Netflix-þáttaraðarinnar The Crown að því er heimildir Variety herma. Bettany myndi taka við hlutverkinu af Matt Smith sem leikur Filippus í fyrstu tveimur seríunum. Þáttaröðin The Crown, sem kom út árið 2016, hefur slegið í gegn á Netflix. Ævi og ástir bresku konungsfjölskyldunnar, hverrar meðlimir eru margir enn á lífi, eru til umfjöllunar í þáttunum og þá er aðallega fylgst með konungshjónunum, Elísabetu og Filippusi. Nýlega var tilkynnt um hlutverkaskipti drottningarinnar en breska leikkonan Olivia Coleman mun taka við af Claire Foy og fara með hlutverk eldri Elísabetar í þriðju seríunni. Þá mun Helena Bonham Carter leika Margréti, systur Elísabetar, þegar líða tekur á sögu konungsfjölskyldunnar. The Crown er úr smiðju Peters Morgan en honum er mikið í mun að túlka Elísabetu og Filippus á sem nákvæmastan hátt. Liður í því er að skipta leikurunum út eftir því sem persónur þáttanna eldast. Þá segir í frétt Variety að nokkrir framleiðendur þáttaraðarinnar hafi fundað með umboðsmönnum Bettany í þeim tilgangi að bjóða honum hlutverk Filippusar. Bettany er einn ástsælasti leikari Breta. Hann er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon, The Da Vinci Code, Iron Man-seríunni og kvikmyndunum um ofurhetjuhópinn Avengers. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Talið er að breski leikarinn Paul Bettany muni hreppa hlutverk Filippusar prins í þriðju seríu Netflix-þáttaraðarinnar The Crown að því er heimildir Variety herma. Bettany myndi taka við hlutverkinu af Matt Smith sem leikur Filippus í fyrstu tveimur seríunum. Þáttaröðin The Crown, sem kom út árið 2016, hefur slegið í gegn á Netflix. Ævi og ástir bresku konungsfjölskyldunnar, hverrar meðlimir eru margir enn á lífi, eru til umfjöllunar í þáttunum og þá er aðallega fylgst með konungshjónunum, Elísabetu og Filippusi. Nýlega var tilkynnt um hlutverkaskipti drottningarinnar en breska leikkonan Olivia Coleman mun taka við af Claire Foy og fara með hlutverk eldri Elísabetar í þriðju seríunni. Þá mun Helena Bonham Carter leika Margréti, systur Elísabetar, þegar líða tekur á sögu konungsfjölskyldunnar. The Crown er úr smiðju Peters Morgan en honum er mikið í mun að túlka Elísabetu og Filippus á sem nákvæmastan hátt. Liður í því er að skipta leikurunum út eftir því sem persónur þáttanna eldast. Þá segir í frétt Variety að nokkrir framleiðendur þáttaraðarinnar hafi fundað með umboðsmönnum Bettany í þeim tilgangi að bjóða honum hlutverk Filippusar. Bettany er einn ástsælasti leikari Breta. Hann er þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við Wimbledon, The Da Vinci Code, Iron Man-seríunni og kvikmyndunum um ofurhetjuhópinn Avengers.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira