Valur fór með sigur af hólmi gegn Selfossi í Olís-deild kvenna í handbolta í dag 30-14.
Valur var með yfirhöndina allan leikinn og má segja að Selfoss hafi aldrei séð til sólar en staðan í hálfleik var 13-7.
Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst í liði Vals með átta mörk en næst á eftir henni var Diana Satkausaite með sex. Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst fyrir Selfoss með fjögur mörk.
Eftir leikinn í dag er Valur í 1.sæti deildarinnar, þremur stigum frá næsta liði á meðan Selfoss er í 6.sæti með fimm stig.
Valur fór létt með Selfoss
Dagur Lárusson skrifar
