FBI varar við að umdeilt minnisblað verði gert opinbert Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2018 21:39 Adam Schiff og Devin Nunes, nefndarmenn í njósnamálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Vísir/Getty Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur lagst gegn því að umdeilt minnisblað frá rannsókn FBI og Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins á kosningabaráttu Trump, verði opinberað. Þingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. Um er að ræða fjögurra blaðsíðna langt minnisblað sem David Nunes, þingmaður Repúblikana, skrifaði. Í því heldur hann fram að öryggisstofnanir hafi brotið á rétti Trump og beitt ólöglegum leiðum til að hlera hann og starfsmenn hans. Þá er því haldið fram að rannsókn FBI byggi á umdeildri skýrslu sem unnin var af fyrirtækinu Fusion GPS og fjallaði meðal annars um tengingar Trump við Rússland. Leynd hvílir yfir minnisblaðinu og hafa engir séð það nema meðlimir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, en Nunes stýrir nefndinni.Ásakanirnar verri en Watergate „Við höfum alvarlegar áhyggjur af því að staðreyndum sé sleppt úr minnisblaðinu sem grefur undan trúverðugleika þess,“ sagði í yfirlýsingu frá FBI. Úr herbúðum Trump berast þó fregnir að minnisblaðið verði opinberað eins fljótt og auðið er, þrátt fyrir mótmæli stofnunarinnar. Demókratar telja að minnisblaðið sé tilraun til að draga undan trúverðugleika á rannsókninni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins segir ásakanirnar í minnisblaðinu vera „verri en Watergate“. Sjálfur hefur Nunes sagt lítið en varaformaður nefndarinnar, Demókratinn Adam Schiff, segir minnisblaðið var fullt af rangfærslum og vitnað sé í leynileg skjöl sem flestir meðlimir nefndarinnar hafi viðurkennt að þeir hafi ekki séð. Nefndin greiddi atkvæði um að minnisblaðið yrði opinberað á mánudag og hefur Trump frest fram að helgi til að ákveða hvort að minnisblaðið eigi að vera birt í heild sinni eða hluti af því verði afmáður vegna trúnaðarupplýsinga. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur lagst gegn því að umdeilt minnisblað frá rannsókn FBI og Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytisins á kosningabaráttu Trump, verði opinberað. Þingmenn Repúblikana hafa kallað eftir því að minnisblaðið verði gert opinbert. Um er að ræða fjögurra blaðsíðna langt minnisblað sem David Nunes, þingmaður Repúblikana, skrifaði. Í því heldur hann fram að öryggisstofnanir hafi brotið á rétti Trump og beitt ólöglegum leiðum til að hlera hann og starfsmenn hans. Þá er því haldið fram að rannsókn FBI byggi á umdeildri skýrslu sem unnin var af fyrirtækinu Fusion GPS og fjallaði meðal annars um tengingar Trump við Rússland. Leynd hvílir yfir minnisblaðinu og hafa engir séð það nema meðlimir nefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um njósnamál, en Nunes stýrir nefndinni.Ásakanirnar verri en Watergate „Við höfum alvarlegar áhyggjur af því að staðreyndum sé sleppt úr minnisblaðinu sem grefur undan trúverðugleika þess,“ sagði í yfirlýsingu frá FBI. Úr herbúðum Trump berast þó fregnir að minnisblaðið verði opinberað eins fljótt og auðið er, þrátt fyrir mótmæli stofnunarinnar. Demókratar telja að minnisblaðið sé tilraun til að draga undan trúverðugleika á rannsókninni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins segir ásakanirnar í minnisblaðinu vera „verri en Watergate“. Sjálfur hefur Nunes sagt lítið en varaformaður nefndarinnar, Demókratinn Adam Schiff, segir minnisblaðið var fullt af rangfærslum og vitnað sé í leynileg skjöl sem flestir meðlimir nefndarinnar hafi viðurkennt að þeir hafi ekki séð. Nefndin greiddi atkvæði um að minnisblaðið yrði opinberað á mánudag og hefur Trump frest fram að helgi til að ákveða hvort að minnisblaðið eigi að vera birt í heild sinni eða hluti af því verði afmáður vegna trúnaðarupplýsinga.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Aðgerðum repúblikana líkt við alræmt augnablik Watergate-hneykslisins Einn blaðamannanna sem afhjúpaði Watergate-hneykslið segir að atburða gærdagsins gæti orðið minnst á sama hátt og "laugardagsfjöldamorðs“ Richards Nixon. 30. janúar 2018 13:30
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30
Jeff Sessions ræddi við rannsakendur Mueller Sessions er fyrsti ráðherrann sem rannsakendur ræða við vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 23. janúar 2018 16:45