Sátu fyrir góðkunningja lögreglunnar á Kársnesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. janúar 2018 13:30 Lögregla beið og sá hvort einhver myndi sækja fíkniefnin undir bílnum við grjótgarðinn á Kársnesi. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært 37 ára gamlan karlmann, Ívar Smára Guðmundsson, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa mánudaginn 3. október 2016 gert tilraun til að hafa í vörslu sínum 1,4 kíló af MDMA og 100 stykki af MDMA á töfluformi. Lögreglu barst tilkynning um að fíkniefni hefðu fundist í plastboxi undir bíl við grjótagarðinn á Kársnesi þann 3. október. Lagði lögreglan hald á fíkniefnin og kom gerviefnum fyrir í staðinn á sama stað og efnin fundust. Var fylgst með ferðum til og frá staðnum. Fór svo að Ívar Smári var handtekinn af lögreglu eftir að hann náði í plastboxið „sem hann taldi innihalda fíkniefnin“ eins og segir í ákæru. Telst brotið varða 173. grein a) almennra hegningarlaga en brot á lögunum varða allt að tólf ára fangelsi. Málið á hendur Ívari Smára Guðmundssyni verður þingfest þann 5. febrúar.Vísir/E.Ól. Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsi síðla sama árs fyrir fjölmörg rán, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó á Akureyri þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og Berki Birgissyni. Allir eiga þeir að baki þunga dóma fyrir ofbeldisbrot. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. febrúar. Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært 37 ára gamlan karlmann, Ívar Smára Guðmundsson, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa mánudaginn 3. október 2016 gert tilraun til að hafa í vörslu sínum 1,4 kíló af MDMA og 100 stykki af MDMA á töfluformi. Lögreglu barst tilkynning um að fíkniefni hefðu fundist í plastboxi undir bíl við grjótagarðinn á Kársnesi þann 3. október. Lagði lögreglan hald á fíkniefnin og kom gerviefnum fyrir í staðinn á sama stað og efnin fundust. Var fylgst með ferðum til og frá staðnum. Fór svo að Ívar Smári var handtekinn af lögreglu eftir að hann náði í plastboxið „sem hann taldi innihalda fíkniefnin“ eins og segir í ákæru. Telst brotið varða 173. grein a) almennra hegningarlaga en brot á lögunum varða allt að tólf ára fangelsi. Málið á hendur Ívari Smára Guðmundssyni verður þingfest þann 5. febrúar.Vísir/E.Ól. Ívar Smári hefur endurtekið komist í kast við lögin undanfarna tvo áratugi. Árið 2006 komst hann í fréttirnar þegar hann strauk frá fangaflutningsmönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur en þá afplánaði hann 20 mánaða dóm vegna fíkniefnamála. Þá hlaut hann þriggja ára fangelsi síðla sama árs fyrir fjölmörg rán, þar á meðal rán, fjársvik og fíkniefnabrot. Vakti athygli tilraun hans til ráns í Bónusvídeó á Akureyri þar sem starfsstúlku tókst að læsa hann inni í herbergi vídeóleigunnar eftir að hann hafði komist yfir 1,5 milljón króna í reiðufé. Ívar Smári hlaut fjögurra mánaða dóm árið 2015 fyrir þjófnað á tölvubúnaði úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þá vakti athygli í fyrra þegar hann stofnaði fyrirtækið 4 grjótharðir ásamt Stefáni Loga Sívarssyni, Stefáni Blackburn og Berki Birgissyni. Allir eiga þeir að baki þunga dóma fyrir ofbeldisbrot. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 5. febrúar.
Lögreglumál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira