Upp með veskin! Ögmundur Jónasson skrifar 31. janúar 2018 07:00 Slagurinn um Kjararáð snýst fyrst og fremst um völd. Ekki jöfnuð, ekki hvað teljist réttlát kjör, bara hverjir skuli ráða kjaraþróuninni í prósentum talið. Handhafar kjarareglustikunnar, sem kalla sig SALEK, eru búnir að knýja ríkisstjórn landsins til valdaafsals í þessu efni. Í síðustu viku fengum við að vita að í ráði væri að setja mél og beisli á Kjararáð og hafa taumhaldið á borði SALEK. Þetta mátti lesa úr boðskapnum. Sú tilhneiging var rík í kringum aldamótin að gera opinberar stofnanir að hlutafélögum. Stundum var markmiðið það eitt að leggja af réttindakerfi starfsmanna og koma forstjórunum í var með sín laun. Það vill gleymast í þessari umræðu að flestum ríkisforstjórum er meinilla við Kjararáð. Í stjórn hlutafélags er það hins vegar stjórn félagsins sem ákveður forstjóralaunin, „því miður er ekki hægt að upplýsa um þau, menn verða að hafa á því skilning að þau eru trúnaðarmál“. Með hlutafélagafyrirkomulaginu er gagnsæi Kjararáðs þannig fyrir bí og ekkert lengur til að koma láglaunafólkinu úr jafnvægi, með öðrum orðum, margfrægur stöðugleiki er tryggður. Þannig var þetta hugsað og um þetta snúast deilur á líðandi stund um Kjararáð fyrst og fremst, að halda launaþjóðinni sofandi undir handleiðslu skömmtunarstjóra.Meira valdaafsal Aðförin að Kjararáði er bara byrjunin. Nú verður knúið á um frekara valdaafsal. Atvinnurekendasamtökin eru byrjuð að setja ríkisstjórninni fyrir. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í blaðagrein að bæði skorti aðhald og forgangsröðun í ríkiskerfinu. Hvernig væri að tala ögn skýrar, Halldór. Telur talsmaður SA of mikið fara til skólanna eða heilbrigðiskerfisins, varla til Landhelgisgæslunnar því þar er illu heilli verið að skera niður. Eða er hugboð mitt rétt, að Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins séu að dusta rykið af margframkomnum tillögum sínum um einkavæðingu og einkaframkvæmd? Til að þau áform gangi upp þarf að byrja á því að búa til fjárhagsþrengingar með „aðhaldi“, síðan mun Viðskiptaráð og SA koma með sérsaumuðu lausnirnar um rétta forgangsröðun að hætti hússins.Höfum séð á spilin Því miður hefur verkalýðshreyfingin ekki alltaf staðið í fæturna gagnvart slíkum áformum – þess vegna þarf að hafa varann á nú þegar valdaafsalið er hafið. Við höfum að sjálfsögðu þegar séð á ýmis spil, skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfmanna jafnframt því sem samtök á vinnumarkaði seilast sífellt lengra inn á svið samfélagsþjónustunnar á kostnað hennar.Viðskiptaráð opni sig En aftur að Kjararáði og tillögu sem ég set hér með fram. Okkur er sagt að stóri vandinn sé skortur á upplýsingum um kjör og þróun viðmiðunarhópa, og þá væntanlega einnig þeirra sem Kjararáði ber að miða við. Væri ekki ráð að hver og einn einstaklingur sem sæti á í stjórn Viðskiptaráðs opni veski sitt og sýni þjóðinni hvað þar er að finna. Þau sem tjá sig eins ákaft um kjör annarra og þetta fólk gerir, geta varla vikist undan því að ræða eigin kjör. Þetta ætti að vera einfalt og fljótvirkt. Þar með hefði Kjararáð viðmiðunarhópinn til að styðjast við.Varnarvísitala láglaunafólks Þegar þessar staðreyndir lægju á borðinu væri rétt að hefja umræðu um hver væri siðferðilega boðlegur kjaramunur. Ég hef stungið upp á einn á móti þremur og flutt um það þingmál. Óþarflega mikill munur kann einhver að segja og virði ég það sjónarmið. En ég legg engu að síður til að við byrjum þarna. Ef við sammæltumst um þetta og á daginn kæmi að viðsemjendur SA og Viðskiptaráðs væru með minna en nemur þriðjungi af þeirra kjörum, þyrfti að gera annað tveggja, hinir hæstu lækki eða hinir lægstu verði hækkaðir þannig að hlutfallinu verði náð. Þarna væri komin varnarvísitala láglaunafólks. Ef ekki fylgir með í SALEK pakkanum formúla af þessu tagi, þá er bara ein leið fær: Barátta og aftur barátta!Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Slagurinn um Kjararáð snýst fyrst og fremst um völd. Ekki jöfnuð, ekki hvað teljist réttlát kjör, bara hverjir skuli ráða kjaraþróuninni í prósentum talið. Handhafar kjarareglustikunnar, sem kalla sig SALEK, eru búnir að knýja ríkisstjórn landsins til valdaafsals í þessu efni. Í síðustu viku fengum við að vita að í ráði væri að setja mél og beisli á Kjararáð og hafa taumhaldið á borði SALEK. Þetta mátti lesa úr boðskapnum. Sú tilhneiging var rík í kringum aldamótin að gera opinberar stofnanir að hlutafélögum. Stundum var markmiðið það eitt að leggja af réttindakerfi starfsmanna og koma forstjórunum í var með sín laun. Það vill gleymast í þessari umræðu að flestum ríkisforstjórum er meinilla við Kjararáð. Í stjórn hlutafélags er það hins vegar stjórn félagsins sem ákveður forstjóralaunin, „því miður er ekki hægt að upplýsa um þau, menn verða að hafa á því skilning að þau eru trúnaðarmál“. Með hlutafélagafyrirkomulaginu er gagnsæi Kjararáðs þannig fyrir bí og ekkert lengur til að koma láglaunafólkinu úr jafnvægi, með öðrum orðum, margfrægur stöðugleiki er tryggður. Þannig var þetta hugsað og um þetta snúast deilur á líðandi stund um Kjararáð fyrst og fremst, að halda launaþjóðinni sofandi undir handleiðslu skömmtunarstjóra.Meira valdaafsal Aðförin að Kjararáði er bara byrjunin. Nú verður knúið á um frekara valdaafsal. Atvinnurekendasamtökin eru byrjuð að setja ríkisstjórninni fyrir. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í blaðagrein að bæði skorti aðhald og forgangsröðun í ríkiskerfinu. Hvernig væri að tala ögn skýrar, Halldór. Telur talsmaður SA of mikið fara til skólanna eða heilbrigðiskerfisins, varla til Landhelgisgæslunnar því þar er illu heilli verið að skera niður. Eða er hugboð mitt rétt, að Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins séu að dusta rykið af margframkomnum tillögum sínum um einkavæðingu og einkaframkvæmd? Til að þau áform gangi upp þarf að byrja á því að búa til fjárhagsþrengingar með „aðhaldi“, síðan mun Viðskiptaráð og SA koma með sérsaumuðu lausnirnar um rétta forgangsröðun að hætti hússins.Höfum séð á spilin Því miður hefur verkalýðshreyfingin ekki alltaf staðið í fæturna gagnvart slíkum áformum – þess vegna þarf að hafa varann á nú þegar valdaafsalið er hafið. Við höfum að sjálfsögðu þegar séð á ýmis spil, skerðingu lífeyrisréttinda opinberra starfmanna jafnframt því sem samtök á vinnumarkaði seilast sífellt lengra inn á svið samfélagsþjónustunnar á kostnað hennar.Viðskiptaráð opni sig En aftur að Kjararáði og tillögu sem ég set hér með fram. Okkur er sagt að stóri vandinn sé skortur á upplýsingum um kjör og þróun viðmiðunarhópa, og þá væntanlega einnig þeirra sem Kjararáði ber að miða við. Væri ekki ráð að hver og einn einstaklingur sem sæti á í stjórn Viðskiptaráðs opni veski sitt og sýni þjóðinni hvað þar er að finna. Þau sem tjá sig eins ákaft um kjör annarra og þetta fólk gerir, geta varla vikist undan því að ræða eigin kjör. Þetta ætti að vera einfalt og fljótvirkt. Þar með hefði Kjararáð viðmiðunarhópinn til að styðjast við.Varnarvísitala láglaunafólks Þegar þessar staðreyndir lægju á borðinu væri rétt að hefja umræðu um hver væri siðferðilega boðlegur kjaramunur. Ég hef stungið upp á einn á móti þremur og flutt um það þingmál. Óþarflega mikill munur kann einhver að segja og virði ég það sjónarmið. En ég legg engu að síður til að við byrjum þarna. Ef við sammæltumst um þetta og á daginn kæmi að viðsemjendur SA og Viðskiptaráðs væru með minna en nemur þriðjungi af þeirra kjörum, þyrfti að gera annað tveggja, hinir hæstu lækki eða hinir lægstu verði hækkaðir þannig að hlutfallinu verði náð. Þarna væri komin varnarvísitala láglaunafólks. Ef ekki fylgir með í SALEK pakkanum formúla af þessu tagi, þá er bara ein leið fær: Barátta og aftur barátta!Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar