Fjögurra vikna íslensk stúlka hætt komin vegna kíghósta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 10:00 Ásta Aðalheiður var hætt komin vegna kíghósta og dvaldi þrjár vikur á sjúkrahúsi. Móðir hennar hvetur fólk til að bólusetja börnin sín. Úr einkasafni Ásta Aðalheiður var fjögurra vikna gömul þegar hún var lögð inn á sjúkrahús með kíghósta, sjúkdóm sem varð henni næstum því að bana. Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking og er sjúkdómurinn hættulegastur ungum börnum. Foreldrar Ástu Aðalheiðar segja frá veikindum hennar til þess að minna fólk á mikilvægi bólusetninga, en kíghóstasmitið kom líklega frá vinafólki þeirra sem valdi að láta ekki bólusetja börnin sín. „Við reiknum með að hún hafi smitast þegar hún fæddist,“ segir Ásthildur Eygló Ástudóttir móðir Ástu Aðalheiðar. Ásthildur býr ásamt eiginmanni sínum Ingvari Helga Ómarssyni og þremur börnum í Óðinsvéum.Svaf í öðru herbergiIngvar faðir Ástu Aðalheiðar var veikur þegar hún fæddist en hafði verið skoðaður af lækni. „Hann var búinn að vera með einhvern hósta en svo versnar hóstinn. Hann fór til læknis þegar hún var vikugömul en læknirinn telur að þetta sé bara vírus, ekki streptókokkar, og muni lagast. Hann svaf í öðru herbergi til þess að smita hana ekki.“ Þetta dugði samt ekki til, litla stúlkan hafði nú þegar smitast. Þegar Ásta Aðalheiður var þriggja vikna var hún sjálf byrjuð að hósta. „Hún versnar alveg gífurlega á nokkrum dögum. Um morguninn daginn sem hún varð fjögurra vikna þá er hún búin að vera að hósta þannig að hún blánar aðeins í framan. Alla þá nótt er hún búin að vera að hósta og sofna strax aftur, biður ekki um neinn mat. Þá fer ég að hugsa um að þetta sé ekki í lagi og við förum með hana á sjúkrahús.“Úr einkasafni30. nóvember 2017 var Ásta Aðalheiður lögð inn á sjúkrahús og sett í einangrun. „Um leið og barnalæknirinn sér hana þá segir hann að þetta sé kíghósti. Það er auðvitað tekin prufa og niðurstaðan kemur ekki fyrr en sólarhring seinna en hún var strax sett í meðferð og við líka.“ Ásta Aðalheiður, bræður hennar og foreldrar voru sett á sýklalyf til að drepa bakteríurnar sem valda kíghósta og einnig amma Ásthildar sem var í heimsókn hjá þeim á þessum tíma. „Það er samt engin lausn því að bakterían er þá búin að drepa svo mikið af bifhárunum neðst í öndunarveginum, sem þurfa svo bara að vaxa aftur. En það eina sem sýklalyfið gerir er að bakteríurnar drepast og þá hættir þú að smita.“Var ekki bólusett við kíghóstaBólusetning er besta leiðin til þess að koma í veg fyrir kíghósta hjá ungum börnum. Hér á landi eru börn bólusett þriggja, fimm og tólf mánaða í ungbarnavernd. Þau eru svo endurbólusett við fjögurra og fjórtán ára aldur. Í Danmörku er það mjög svipað og Ásta Aðalheiður var það lítil að hún hafði ekki farið í bólusetningar. Bræður hennar og foreldrar höfðu verið bólusett en samt smitaðist Ingvar og strákarnir fengu líka vott af kíghósta, þó að það hafi alls ekki verið jafn slæmt og hjá Ástu Aðalheiði og þeir þurftu ekki að leggjast inn á sjúkrahús. „Allir aðrir á þessu heimili höfðu verið bólusettir,“ segir Ásthildur. „Pabbi hennar varð hundveikur því það er svo langt síðan hann hefur verið bólusettur.“Úr einkasafniÞað vita ekki allir að bóluefnið verndar ekki í lengur en um tíu ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Víða erlendis er mælt með reglubundinni endurbólusetningu fullorðinna en hér á landi er einungis mælt með slíku fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Ásthildur telur sig vita hvernig fjölskyldan smitaðist af kíghósta. „Við eigum vinafólk sem bólusetur ekki. Það er svolítið erfitt að horfast í augu við það núna. Við höfum verið að umgangast þau frekar mikið. Við erum ekki að umgangast þau mikið núna. Ég er búin að segja þeim að þau þurfi að finna sér aðra vini.“ Ásthildur segir að það geti alveg verið að smitið hafi ekki komið frá þeim, en telur að þó séu þau samt hluti af vandanum, með því að láta ekki bólusetja börnin sín. „Það er samt líklegt. Eftir að við vorum lögð inn voru þau líka öll greind með kíghósta.“Bólusetningar geta bjargað lífi„Það sem gerist eftir að Ásta Aðalheiður er lögð inn með kíghósta, ég mundi ekki óska því á minn versta óvin, ekki nokkurn mann. Við misstum hana næstum því eina nóttina." Ásthildur segir að hún hafi nokkrum sinnum óttast um líf Ástu litlu, en versta atvikið var skömmu eftir að hún var lögð inn á sjúkrahúsið. Á þeim tíma var litla stúlkan í einangrun. „Tveimur dögum eftir að við erum innlögð þá lítur hún betur út og hóstaköstin eru þannig séð ekki svo slæm. Hún missir talsvert andann og verður töluvert fjólublá. Svo verða hóstaköstin svo slæm að það er eiginlega þannig alla nóttina að hún hóstar og verður dökkfjólublá í framan af því að hún nær ekki andanum. Svo lokast öndunarvegurinn og hún sveiflar höndunum og fótunum af því að hún nær ekki súrefni. Svo nær hún smá súrefni inn og þá þarf að vera tilbúinn með súrefnisgrímuna til að hún fái almennilegt súrefni þegar hún loksins opnar öndunarveginn. Svo er hún svo þreytt eftir svona hóstaköst að hún bara sofnar og þegar svona lítil börn eru svona mikið þreytt þá hætta þau að anda.“ Í hvert skipti sem það gerðist þurfti Ásthildur að hvetja stelpuna til að anda, en hún er sjálf hjúkrunarfræðingur. „Ég ýti við henni ítrekað. Hún tekur öndunarpásur upp á 45 til 60 sekúndur sem er mikið fyrir svona lítið barn. Ég ýti við henni og hún byrjar aftur að anda en þá kitlar hana í hálsinn og hún fer að hósta og verður fjólublá í framan. Svo verður hún svo þreytt að hún sofnar og hættir að anda.“Mæðgur á sjúkrahúsinuÚr einkasafniHlupu með hana inn á bráðadeildÞessi vítahringur gekk á meira eða minna alla nóttina og var Ásthildur stanslaust að ýta við Ástu Aðalheiði og hringdi líka stundum á hjúkrunarfræðing. „Undir morgun þá fáum við lækni til að líta á hana og ég var búin að hringja í pabba hennar. Sem betur fer var amma hérna til að passa. Hún kom bara hingað til að kynnast langömmubarninu en hún varð bara að vera með strákana því svo taka við vikur þar sem við erum inni á spítala.“ Ingvar kemur á sjúkrahúsið og læknir og gjörgæslulæknir koma inn á herbergið og skoða barnið. „Svo hlaupum við bara með hana, ég var með höndina á bringunni hennar. Í hverri beygju á þessum stóra spítala þá stendur starfsmaður sjúkrahússins og passar að hurðin sé opin og lyftan sé komin og það sé ekki fólk fyrir svo við getum bara hlaupið. Við þurftum að stoppa öðru hvoru þegar hún hætti að anda og þá hrópa ég „stopp“ og við ýti ég við henni þangað til hún fer aftur að anda og þá hlaupum við af stað aftur.“Foreldrar Ástu Aðalheiðar óttuðust nokkrum sinnum um líf hennar á meðan veikindunum stóð.Úr einkasafniÁkváðu að skíra á gjörgæslunniÞegar komið var upp á barnagjörgæsludeildina er strax byrjað að tala um það hvort það þurfi að setja Ástu Aðalheiði í öndunarvél. „Á meðan þetta allt gengur á eru læknarnir að taka fram öndunarvélina og eru að tala sig saman. Það er svona ringulreið í kringum okkur og þá segir maðurinn minn að mamma hans var búin að segja að það væri mikilvægt að barnið hefði nafn, þá ákváðum við að hún ætti að heita Ásta Aðalheiður, þar og þá, ekkert að bíða fram að einhverri skírn.“ Ásta Aðalheiður var í þrjá sólarhringa í öndunarvél en dvaldi alls á sjúkrahúsinu í þrjár vikur. Þetta tímabil var gríðarlega erfitt og krefjandi fyrir fjölskylduna. „Þegar hún var sett í öndunarvélina gekk það mjög illa og þá vorum við líka mjög nálægt því að missa hana.“ Í verstu hóstaköstunum fór súrefnismettunin hennar niður rúmlega 20 en á að vera 100. Ásthildur varð líka mjög hrædd um hana þegar öndunarvélin var fjarlægð. „Þetta er ákveðin ung kona sem við eigum og hún var næstum því búin að keyra sig yfir um þegar það var loksins búið að losa hana úr öndunarvélinni. Þá vorum við líka ótrúlega hrædd um hana því hún vildi ekki sætta sig við öndunarstuðninginn sem hún átti að vera með. Hún bara grét og grét og ég bara hugsaði að nú myndi hún keyra sig yfirþreytta aftur. Þessi „katastrófíu“ hugsunargangur situr í manni.“Úr einkasafniÞakklát fyrir stuðninginnÞað kom oftar en einu sinni fyrir að foreldrarnir þurftu að kalla hvort annað aftur inn á spítalann af því að ástandið var tvísýnt. Ásta Aðalheiður var líka tvisvar útskrifuð of snemma og þurfti að fara inn á sjúkrahúsið aftur þar sem hún var enn svo veik. „Hún fékk hóstakast og þar sem hún verður blá í andlitinu og nær ekki andanum og ég er ein heima með öll börnin. Sjúkrabíllinn kom og fór með okkur öll niður á spítala. Svo gerist það aftur að hún er útskrifuð en fær hóstakast svo þegar strákarnir vakna er ég farin. Þetta var rosalega erfiður tími og ég held að það geti enginn sett sig í þessi spor.“ Á aðfangadag klukkan tvö síðustu jól var Ásta Aðalheiður svo óvænt útskrifuð af sjúkrahúsinu og fékk að fara heim og eyða fyrstu jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Það bjargaði þeim alveg að mamma Ásthildar var mætt til Danmerkur. „Hún var búin að kaupa í matinn og pakka inn gjöfum og skreyta tréð. Það var því hægt að halda jól fyrir strákana.“ Ásthildur segir að það hafi verið gott að fá svona mikinn stuðning frá sínum nánustu í gegnum þennan erfiða tíma. „Við vorum ótrúlega heppnin með það. Föðursystir mín kom líka og var með þá og systir mín kom líka. Við erum svo endalaust þakklát öllum þeim sem studdu okkur og komu til að hjálpa þegar þörf var á. Það er ekkert sjálfgefið þegar maður hefur valið að búsetja sig í öðru landi.“ Ásta Aðalheiður IngvarsdóttirÚr einkasafniAlgjört helvíti Ásthildur telur að það séu margir sem átti sig ekki á því hversu hættulegur kíghósti getur verið ungum börnum, haldi kannski að þetta sé bara slæmt kvef. „Við erum með opna innlögn til 1. mars þannig að ef hún fer að hósta eða verður eitthvað veik þá förum við bara með hana inn. Við fórum með hana inn á spítalann í byrjun janúar þegar hún var hundveik, þannig að það er ekki langt síðan við fórum með hana.“ Hafa þau heyrt frá foreldrum annara barna sem hafa fengið kíghósta að þetta hafi áhrif á þau í langan tíma, þegar þau verði veik næstu árin þá verði þau rosalega mikið veik.„Þetta er búið að vera algjört helvíti. Við erum með opna innlögn fram til fyrsta mars og það segir nú líka bara til um að þó að læknar vilji ekki staðfesta það sem aðrir foreldrar segja, að þessi börn verði mikið veik lengi, að þá allavega erum við með þessa þrjá mánuði þar sem þeir reikna með að hún þurfi að fara inn á spítala ef hún verður veik.“Ásta Aðalheiður ásamt bræðrum sínum, þeim Heiðari Jóhanni átta ára og Ásbirni Ómari fjögurra ára.Úr einkasafniEins og að keyra bremsulausan bíl„Það er alltaf að verða vinsælla að bólusetja ekki börnin sín. Ég hef aldrei skilið það, en eftir að ganga í gegnum þetta er ég bara miður mín. Bólusetjið börnin ykkar,“ segir Ásthildur. Þó að fjölskyldan viti ekki fyrir víst hvernig þau smituðust segir Ásthildur að einhvers staðar smituðust strákarnir eða Ingvar, sem svo smituðu Ástu Aðalheiði. „Til dæmis eins og þetta vinafólk okkar sem við umgengumst mjög mikið, mér finnst þetta svara svolítið til þess að að þau hefðu keypt sér bíl, sleppt því að setja á hann bremsur og svo keyrt á barnið mitt. En finnst þetta allt í lagi ákvörðun af því að það er allt í lagi með börnin þeirra.“ Ásthildur hvetur því fólk til þess að hafa þeirra sögu í huga þegar það ákveður að bólusetja ekki barn. Það setji ekki aðeins eigið barn í hættu heldur einnig önnur börn. „Ég veit ekki hvað fólki gengur til sem ekki lætur bólusetja barn. Þetta er viðbjóðslega erfitt og allir ættu að bólusetja.“Úr einkasafniKíghósti og einkenniKikhósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum einkum á fyrstu mánuðum ævinnar en hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Sýkingin stafar af bakteríu sem framleiðir eiturefni sem veldur slæmum hóstaköstum. Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum, til dæmis með hnerra. Sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum.Einkennin eru í fyrstu vægt kvef, síðan vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Ungum börnum er sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum sýkingarinnar sem geta verið öndunarstopp, krampar, lungnabólga, truflun á heilastarfsemi og dauði. Frekari upplýsingar má finna á vef Landlæknis. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Viðtal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ásta Aðalheiður var fjögurra vikna gömul þegar hún var lögð inn á sjúkrahús með kíghósta, sjúkdóm sem varð henni næstum því að bana. Kíghósti er alvarleg öndunarfærasýking og er sjúkdómurinn hættulegastur ungum börnum. Foreldrar Ástu Aðalheiðar segja frá veikindum hennar til þess að minna fólk á mikilvægi bólusetninga, en kíghóstasmitið kom líklega frá vinafólki þeirra sem valdi að láta ekki bólusetja börnin sín. „Við reiknum með að hún hafi smitast þegar hún fæddist,“ segir Ásthildur Eygló Ástudóttir móðir Ástu Aðalheiðar. Ásthildur býr ásamt eiginmanni sínum Ingvari Helga Ómarssyni og þremur börnum í Óðinsvéum.Svaf í öðru herbergiIngvar faðir Ástu Aðalheiðar var veikur þegar hún fæddist en hafði verið skoðaður af lækni. „Hann var búinn að vera með einhvern hósta en svo versnar hóstinn. Hann fór til læknis þegar hún var vikugömul en læknirinn telur að þetta sé bara vírus, ekki streptókokkar, og muni lagast. Hann svaf í öðru herbergi til þess að smita hana ekki.“ Þetta dugði samt ekki til, litla stúlkan hafði nú þegar smitast. Þegar Ásta Aðalheiður var þriggja vikna var hún sjálf byrjuð að hósta. „Hún versnar alveg gífurlega á nokkrum dögum. Um morguninn daginn sem hún varð fjögurra vikna þá er hún búin að vera að hósta þannig að hún blánar aðeins í framan. Alla þá nótt er hún búin að vera að hósta og sofna strax aftur, biður ekki um neinn mat. Þá fer ég að hugsa um að þetta sé ekki í lagi og við förum með hana á sjúkrahús.“Úr einkasafni30. nóvember 2017 var Ásta Aðalheiður lögð inn á sjúkrahús og sett í einangrun. „Um leið og barnalæknirinn sér hana þá segir hann að þetta sé kíghósti. Það er auðvitað tekin prufa og niðurstaðan kemur ekki fyrr en sólarhring seinna en hún var strax sett í meðferð og við líka.“ Ásta Aðalheiður, bræður hennar og foreldrar voru sett á sýklalyf til að drepa bakteríurnar sem valda kíghósta og einnig amma Ásthildar sem var í heimsókn hjá þeim á þessum tíma. „Það er samt engin lausn því að bakterían er þá búin að drepa svo mikið af bifhárunum neðst í öndunarveginum, sem þurfa svo bara að vaxa aftur. En það eina sem sýklalyfið gerir er að bakteríurnar drepast og þá hættir þú að smita.“Var ekki bólusett við kíghóstaBólusetning er besta leiðin til þess að koma í veg fyrir kíghósta hjá ungum börnum. Hér á landi eru börn bólusett þriggja, fimm og tólf mánaða í ungbarnavernd. Þau eru svo endurbólusett við fjögurra og fjórtán ára aldur. Í Danmörku er það mjög svipað og Ásta Aðalheiður var það lítil að hún hafði ekki farið í bólusetningar. Bræður hennar og foreldrar höfðu verið bólusett en samt smitaðist Ingvar og strákarnir fengu líka vott af kíghósta, þó að það hafi alls ekki verið jafn slæmt og hjá Ástu Aðalheiði og þeir þurftu ekki að leggjast inn á sjúkrahús. „Allir aðrir á þessu heimili höfðu verið bólusettir,“ segir Ásthildur. „Pabbi hennar varð hundveikur því það er svo langt síðan hann hefur verið bólusettur.“Úr einkasafniÞað vita ekki allir að bóluefnið verndar ekki í lengur en um tíu ár og því er möguleiki á að smitast síðar á ævinni. Víða erlendis er mælt með reglubundinni endurbólusetningu fullorðinna en hér á landi er einungis mælt með slíku fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Ásthildur telur sig vita hvernig fjölskyldan smitaðist af kíghósta. „Við eigum vinafólk sem bólusetur ekki. Það er svolítið erfitt að horfast í augu við það núna. Við höfum verið að umgangast þau frekar mikið. Við erum ekki að umgangast þau mikið núna. Ég er búin að segja þeim að þau þurfi að finna sér aðra vini.“ Ásthildur segir að það geti alveg verið að smitið hafi ekki komið frá þeim, en telur að þó séu þau samt hluti af vandanum, með því að láta ekki bólusetja börnin sín. „Það er samt líklegt. Eftir að við vorum lögð inn voru þau líka öll greind með kíghósta.“Bólusetningar geta bjargað lífi„Það sem gerist eftir að Ásta Aðalheiður er lögð inn með kíghósta, ég mundi ekki óska því á minn versta óvin, ekki nokkurn mann. Við misstum hana næstum því eina nóttina." Ásthildur segir að hún hafi nokkrum sinnum óttast um líf Ástu litlu, en versta atvikið var skömmu eftir að hún var lögð inn á sjúkrahúsið. Á þeim tíma var litla stúlkan í einangrun. „Tveimur dögum eftir að við erum innlögð þá lítur hún betur út og hóstaköstin eru þannig séð ekki svo slæm. Hún missir talsvert andann og verður töluvert fjólublá. Svo verða hóstaköstin svo slæm að það er eiginlega þannig alla nóttina að hún hóstar og verður dökkfjólublá í framan af því að hún nær ekki andanum. Svo lokast öndunarvegurinn og hún sveiflar höndunum og fótunum af því að hún nær ekki súrefni. Svo nær hún smá súrefni inn og þá þarf að vera tilbúinn með súrefnisgrímuna til að hún fái almennilegt súrefni þegar hún loksins opnar öndunarveginn. Svo er hún svo þreytt eftir svona hóstaköst að hún bara sofnar og þegar svona lítil börn eru svona mikið þreytt þá hætta þau að anda.“ Í hvert skipti sem það gerðist þurfti Ásthildur að hvetja stelpuna til að anda, en hún er sjálf hjúkrunarfræðingur. „Ég ýti við henni ítrekað. Hún tekur öndunarpásur upp á 45 til 60 sekúndur sem er mikið fyrir svona lítið barn. Ég ýti við henni og hún byrjar aftur að anda en þá kitlar hana í hálsinn og hún fer að hósta og verður fjólublá í framan. Svo verður hún svo þreytt að hún sofnar og hættir að anda.“Mæðgur á sjúkrahúsinuÚr einkasafniHlupu með hana inn á bráðadeildÞessi vítahringur gekk á meira eða minna alla nóttina og var Ásthildur stanslaust að ýta við Ástu Aðalheiði og hringdi líka stundum á hjúkrunarfræðing. „Undir morgun þá fáum við lækni til að líta á hana og ég var búin að hringja í pabba hennar. Sem betur fer var amma hérna til að passa. Hún kom bara hingað til að kynnast langömmubarninu en hún varð bara að vera með strákana því svo taka við vikur þar sem við erum inni á spítala.“ Ingvar kemur á sjúkrahúsið og læknir og gjörgæslulæknir koma inn á herbergið og skoða barnið. „Svo hlaupum við bara með hana, ég var með höndina á bringunni hennar. Í hverri beygju á þessum stóra spítala þá stendur starfsmaður sjúkrahússins og passar að hurðin sé opin og lyftan sé komin og það sé ekki fólk fyrir svo við getum bara hlaupið. Við þurftum að stoppa öðru hvoru þegar hún hætti að anda og þá hrópa ég „stopp“ og við ýti ég við henni þangað til hún fer aftur að anda og þá hlaupum við af stað aftur.“Foreldrar Ástu Aðalheiðar óttuðust nokkrum sinnum um líf hennar á meðan veikindunum stóð.Úr einkasafniÁkváðu að skíra á gjörgæslunniÞegar komið var upp á barnagjörgæsludeildina er strax byrjað að tala um það hvort það þurfi að setja Ástu Aðalheiði í öndunarvél. „Á meðan þetta allt gengur á eru læknarnir að taka fram öndunarvélina og eru að tala sig saman. Það er svona ringulreið í kringum okkur og þá segir maðurinn minn að mamma hans var búin að segja að það væri mikilvægt að barnið hefði nafn, þá ákváðum við að hún ætti að heita Ásta Aðalheiður, þar og þá, ekkert að bíða fram að einhverri skírn.“ Ásta Aðalheiður var í þrjá sólarhringa í öndunarvél en dvaldi alls á sjúkrahúsinu í þrjár vikur. Þetta tímabil var gríðarlega erfitt og krefjandi fyrir fjölskylduna. „Þegar hún var sett í öndunarvélina gekk það mjög illa og þá vorum við líka mjög nálægt því að missa hana.“ Í verstu hóstaköstunum fór súrefnismettunin hennar niður rúmlega 20 en á að vera 100. Ásthildur varð líka mjög hrædd um hana þegar öndunarvélin var fjarlægð. „Þetta er ákveðin ung kona sem við eigum og hún var næstum því búin að keyra sig yfir um þegar það var loksins búið að losa hana úr öndunarvélinni. Þá vorum við líka ótrúlega hrædd um hana því hún vildi ekki sætta sig við öndunarstuðninginn sem hún átti að vera með. Hún bara grét og grét og ég bara hugsaði að nú myndi hún keyra sig yfirþreytta aftur. Þessi „katastrófíu“ hugsunargangur situr í manni.“Úr einkasafniÞakklát fyrir stuðninginnÞað kom oftar en einu sinni fyrir að foreldrarnir þurftu að kalla hvort annað aftur inn á spítalann af því að ástandið var tvísýnt. Ásta Aðalheiður var líka tvisvar útskrifuð of snemma og þurfti að fara inn á sjúkrahúsið aftur þar sem hún var enn svo veik. „Hún fékk hóstakast og þar sem hún verður blá í andlitinu og nær ekki andanum og ég er ein heima með öll börnin. Sjúkrabíllinn kom og fór með okkur öll niður á spítala. Svo gerist það aftur að hún er útskrifuð en fær hóstakast svo þegar strákarnir vakna er ég farin. Þetta var rosalega erfiður tími og ég held að það geti enginn sett sig í þessi spor.“ Á aðfangadag klukkan tvö síðustu jól var Ásta Aðalheiður svo óvænt útskrifuð af sjúkrahúsinu og fékk að fara heim og eyða fyrstu jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Það bjargaði þeim alveg að mamma Ásthildar var mætt til Danmerkur. „Hún var búin að kaupa í matinn og pakka inn gjöfum og skreyta tréð. Það var því hægt að halda jól fyrir strákana.“ Ásthildur segir að það hafi verið gott að fá svona mikinn stuðning frá sínum nánustu í gegnum þennan erfiða tíma. „Við vorum ótrúlega heppnin með það. Föðursystir mín kom líka og var með þá og systir mín kom líka. Við erum svo endalaust þakklát öllum þeim sem studdu okkur og komu til að hjálpa þegar þörf var á. Það er ekkert sjálfgefið þegar maður hefur valið að búsetja sig í öðru landi.“ Ásta Aðalheiður IngvarsdóttirÚr einkasafniAlgjört helvíti Ásthildur telur að það séu margir sem átti sig ekki á því hversu hættulegur kíghósti getur verið ungum börnum, haldi kannski að þetta sé bara slæmt kvef. „Við erum með opna innlögn til 1. mars þannig að ef hún fer að hósta eða verður eitthvað veik þá förum við bara með hana inn. Við fórum með hana inn á spítalann í byrjun janúar þegar hún var hundveik, þannig að það er ekki langt síðan við fórum með hana.“ Hafa þau heyrt frá foreldrum annara barna sem hafa fengið kíghósta að þetta hafi áhrif á þau í langan tíma, þegar þau verði veik næstu árin þá verði þau rosalega mikið veik.„Þetta er búið að vera algjört helvíti. Við erum með opna innlögn fram til fyrsta mars og það segir nú líka bara til um að þó að læknar vilji ekki staðfesta það sem aðrir foreldrar segja, að þessi börn verði mikið veik lengi, að þá allavega erum við með þessa þrjá mánuði þar sem þeir reikna með að hún þurfi að fara inn á spítala ef hún verður veik.“Ásta Aðalheiður ásamt bræðrum sínum, þeim Heiðari Jóhanni átta ára og Ásbirni Ómari fjögurra ára.Úr einkasafniEins og að keyra bremsulausan bíl„Það er alltaf að verða vinsælla að bólusetja ekki börnin sín. Ég hef aldrei skilið það, en eftir að ganga í gegnum þetta er ég bara miður mín. Bólusetjið börnin ykkar,“ segir Ásthildur. Þó að fjölskyldan viti ekki fyrir víst hvernig þau smituðust segir Ásthildur að einhvers staðar smituðust strákarnir eða Ingvar, sem svo smituðu Ástu Aðalheiði. „Til dæmis eins og þetta vinafólk okkar sem við umgengumst mjög mikið, mér finnst þetta svara svolítið til þess að að þau hefðu keypt sér bíl, sleppt því að setja á hann bremsur og svo keyrt á barnið mitt. En finnst þetta allt í lagi ákvörðun af því að það er allt í lagi með börnin þeirra.“ Ásthildur hvetur því fólk til þess að hafa þeirra sögu í huga þegar það ákveður að bólusetja ekki barn. Það setji ekki aðeins eigið barn í hættu heldur einnig önnur börn. „Ég veit ekki hvað fólki gengur til sem ekki lætur bólusetja barn. Þetta er viðbjóðslega erfitt og allir ættu að bólusetja.“Úr einkasafniKíghósti og einkenniKikhósti er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum einkum á fyrstu mánuðum ævinnar en hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Sýkingin stafar af bakteríu sem framleiðir eiturefni sem veldur slæmum hóstaköstum. Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum, til dæmis með hnerra. Sjúkdómurinn er hættulegastur yngstu börnunum.Einkennin eru í fyrstu vægt kvef, síðan vaxandi hósti, slímsöfnun og slæm hóstaköst, sérstaklega á næturnar. Eftir um það bil tvær vikur færast einkennin í vöxt með áköfum hóstaköstum og fylgir þeim einkennandi soghljóð við innöndun. Önnur einkenni eru hnerri, nefrennsli og hiti. Einkenni sjúkdómsins geta verið til staðar í allt að 10 vikur. Ungum börnum er sérlega hætt við alvarlegum afleiðingum sýkingarinnar sem geta verið öndunarstopp, krampar, lungnabólga, truflun á heilastarfsemi og dauði. Frekari upplýsingar má finna á vef Landlæknis.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Viðtal Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira