Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2018 17:15 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ vísir Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. „Við hittumst fyrst á laugardaginn og kláruðum okkar mál í gærkvöldi eða í morgun,“ sagði formaðurinn um snöggan aðdraganda að ráðningunni en Guðmundur var þá nýkominn heim frá Barein. „Guðmundur er að koma til starfa hjá okkur í þriðja sinn og var með á hreinu ákveðin grunnatriði varðandi samningstímann og teymið sem hann vildi hafa. Við vorum sammála um að byggja upp og horfa til lengri tíma.“ Guðmundur hefur náð mögnuðum árangri á sínum þjálfaraferli og er eftirsóttur. Það er ljóst að slíkur gæðaþjálfari. Hvernig stendur HSÍ undir fjárhagspakkanum og þarf sambandið að leita enn frekar til styrktaraðila til þess að fjármagna ráðninguna? „Það er dagleg vinna hjá okkur að fá frekari styrktaraðila að verki. Reksturinn er þungur hjá okkur og erfitt að ná endum saman en það hefur orðið aukning í afrekssjóðnum sem hefur hjálpað aðeins til. Við munum halda áfram að finna fleiri styrktaraðila og vonum að þessi ráðning hjálpi þar til. Þessi samningur við Guðmund er innan þess fjárhagsramma sem við treystum okkur til að standa við,“ segir formaðurinn. Það hefur verið slúðrað um það innan handboltageirans að HSÍ ætlaði sér að ráða Guðmund Þórð til starfa. Sú slúðursaga gekk eftir í dag en formaðurinn neitar því að hafa rætt við nafna sinn fyrir Evrópumeistaramótið í Króatíu. „Nei. Ég var alveg með það á hreinu að láta mótið í Króatíu klárast. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá óskaði Geir eftir framlengingu á síðasta ári. Hann fékk þau svör að samningamálin yrðu skoðuð eftir mótið. Það kom því aldrei til að ég væri að fara að ræða við einhvern annan því Geir var alltaf inn í myndinni hjá okkur. Geir var í myndinni þar til valið stóð á milli hans og Guðmundar,“ segir formaðurinn en átti Geir aldrei möguleika eftir að Guðmundur kemur inn í myndina? „Það getur alltaf eitthvað komið upp á þegar viðræður fara fram og fyrir okkur var Geir alltaf kostur í stöðunni. Þegar valið stóð á milli tveggja góðra þjálfara var það okkar niðurstaða að treysta á Guðmund.“ Geir Sveinsson stýrði íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum og formaðurinn hrósar honum fyrir sína vinnu fyrir HSÍ. „Geir gerði marga góða hluti og ég dreg engan dul á það. Það má hrósa honum helst fyrir að hafa verið óhræddur við brjóta upp og breyta. Taka nýja menn inn og gefa þeim séns. Hann gerði það mjög vel.“ Formaðurinn náði ekki að tilkynna Geir að það yrði ekki framlengt við hann. Hann segir það hafa verið óheppilegt. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. „Við hittumst fyrst á laugardaginn og kláruðum okkar mál í gærkvöldi eða í morgun,“ sagði formaðurinn um snöggan aðdraganda að ráðningunni en Guðmundur var þá nýkominn heim frá Barein. „Guðmundur er að koma til starfa hjá okkur í þriðja sinn og var með á hreinu ákveðin grunnatriði varðandi samningstímann og teymið sem hann vildi hafa. Við vorum sammála um að byggja upp og horfa til lengri tíma.“ Guðmundur hefur náð mögnuðum árangri á sínum þjálfaraferli og er eftirsóttur. Það er ljóst að slíkur gæðaþjálfari. Hvernig stendur HSÍ undir fjárhagspakkanum og þarf sambandið að leita enn frekar til styrktaraðila til þess að fjármagna ráðninguna? „Það er dagleg vinna hjá okkur að fá frekari styrktaraðila að verki. Reksturinn er þungur hjá okkur og erfitt að ná endum saman en það hefur orðið aukning í afrekssjóðnum sem hefur hjálpað aðeins til. Við munum halda áfram að finna fleiri styrktaraðila og vonum að þessi ráðning hjálpi þar til. Þessi samningur við Guðmund er innan þess fjárhagsramma sem við treystum okkur til að standa við,“ segir formaðurinn. Það hefur verið slúðrað um það innan handboltageirans að HSÍ ætlaði sér að ráða Guðmund Þórð til starfa. Sú slúðursaga gekk eftir í dag en formaðurinn neitar því að hafa rætt við nafna sinn fyrir Evrópumeistaramótið í Króatíu. „Nei. Ég var alveg með það á hreinu að láta mótið í Króatíu klárast. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum þá óskaði Geir eftir framlengingu á síðasta ári. Hann fékk þau svör að samningamálin yrðu skoðuð eftir mótið. Það kom því aldrei til að ég væri að fara að ræða við einhvern annan því Geir var alltaf inn í myndinni hjá okkur. Geir var í myndinni þar til valið stóð á milli hans og Guðmundar,“ segir formaðurinn en átti Geir aldrei möguleika eftir að Guðmundur kemur inn í myndina? „Það getur alltaf eitthvað komið upp á þegar viðræður fara fram og fyrir okkur var Geir alltaf kostur í stöðunni. Þegar valið stóð á milli tveggja góðra þjálfara var það okkar niðurstaða að treysta á Guðmund.“ Geir Sveinsson stýrði íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum og formaðurinn hrósar honum fyrir sína vinnu fyrir HSÍ. „Geir gerði marga góða hluti og ég dreg engan dul á það. Það má hrósa honum helst fyrir að hafa verið óhræddur við brjóta upp og breyta. Taka nýja menn inn og gefa þeim séns. Hann gerði það mjög vel.“ Formaðurinn náði ekki að tilkynna Geir að það yrði ekki framlengt við hann. Hann segir það hafa verið óheppilegt.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira