Handbolti

Guðmundur ráðinn til þriggja ára

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon sem verður aðstoðarþjálfari hans.
Guðmundur Guðmundsson og Gunnar Magnússon sem verður aðstoðarþjálfari hans. Vísir
Guðmundur Guðmundsson var í dag tilkynntur sem nýr landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við HSÍ í dag.

Guðmund þarf vart að kynna fyrir áhugamönnum um íslenskan handbolta en þetta er í þriðja sinn sem hann tekur við íslenska landsliðinu. Undir hans stjórn vann liðið bæði silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking og brons á EM í Austurríki.

Fylgst var með blaðamannafundi HSÍ í beinni útsendingu í dag og má sjá þá frétt hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Gunnar aðstoðar Guðmund

Gunnar Mangússon, þjálfari Hauka í Olís deild karla, mun verða Guðmundi Guðmundssyni, nýjum landsliðsþjálfara karlalandsliðs Íslands, til halds og traust.

Svona var blaðamannafundur HSÍ

HSÍ boðaði til blaðamannafundar þar sem Guðmundur Guðmundsson var tilkynntur sem nýr A-landsliðsþjálfari karla verður tilkynntur. Vísir var með bæði beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×