Tarantino svarar fyrir sig Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2018 11:15 Tarantino og Thurman í Cannes árið 2014. Vísir/AFP Quentin Tarantino segist fullur eftirsjár vegna bílslyss sem Uma Thurman lenti í við tökur á Kill Bill myndunum og að hann hafi fengið hana til þess að keyra bílinn þegar slysið varð. Thurman birti myndband af slysinu í gær og sagði framleiðendur myndarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir að fregnir af slysinu bærust út af ótta við að hún gæti höfðað mál gegn þeim. Fimmtán árum seinna segir hún leikstjórann Quentin Tarantino iðrast mjög og að hann hafi útvegað henni myndbandið svo hún gæti opinberað það, þrátt fyrir að það gæti skaðað hann. Thurman segist stolt af honum og hugrekki hans. Sjá einnig: Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Deadline hefur nú birt viðtal við Tarantino þar sem hann fer ítarlega í samskipti sín og Thurman og hvað gengið hefur á milli þeirra. Þá fer hann einnig yfir samband sitt við Harvey Weinstein og ásakanir um að hann hafi tekið Thurman hálstaki við tökur myndanna og hrækt framan í hana. „Ég sagði henni að vegurinn væri beinn. Ég sagði henni að þetta væri öruggt og þetta var það ekki. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér,“ sagði Tarantino við Deadline. Hann sagðist ekki sjá eftir neinu öðru eins og þessu bílslysi á ferli sínum. Sjá einnig: Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Thurman segir framleiðendur myndanna hafa reynt að fela slysið en Tarantino segist ekki hafa vitað af því. Hann hafi verið leikstjóri og talið að málið mynfi fara í eðlilegt ferli.Tarantino hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að viðtal New York Times við Thurman var birt um helgina en hann segir að í viðtalinu líti út eins og Thurman kenni honum um bílslysið. Það sé ekki rétt. Hann sagði einnig að áður en tökurnar á Kill Bill hófust hefði Harvey Weinstein reynt að þvinga sér á Thurman og hún sagði honum frá því. Sömuleiðis hafði hann einnig reynt það við þáverandi kærustu Tarantino, Miru Sorvino. „Það var þá sem ég áttaði mig á mynstrinu á árásum Harvey. Ég lét hann biðja Uma afsökunar.“ Það væri eina leiðin og hann segir Weinstein hafa reynt að halda því fram að hann hefði ekki reynt að þvinga sig á Thurman. Tarantino trúði honum hins vegar ekki. Varðandi ásakanir um að Tarantino hefði tekið Thurman hálstaki og hrækt á hana sagði leikstjórinn að þær kæmu ekki frá Thurman. Hann sagði þetta vera satt en það hefði verið gert við tökur og með samþykki Thurman. Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Quentin Tarantino segist fullur eftirsjár vegna bílslyss sem Uma Thurman lenti í við tökur á Kill Bill myndunum og að hann hafi fengið hana til þess að keyra bílinn þegar slysið varð. Thurman birti myndband af slysinu í gær og sagði framleiðendur myndarinnar hafa reynt að koma í veg fyrir að fregnir af slysinu bærust út af ótta við að hún gæti höfðað mál gegn þeim. Fimmtán árum seinna segir hún leikstjórann Quentin Tarantino iðrast mjög og að hann hafi útvegað henni myndbandið svo hún gæti opinberað það, þrátt fyrir að það gæti skaðað hann. Thurman segist stolt af honum og hugrekki hans. Sjá einnig: Uma Thurman birtir myndband af Kill Bill bílslysinu Deadline hefur nú birt viðtal við Tarantino þar sem hann fer ítarlega í samskipti sín og Thurman og hvað gengið hefur á milli þeirra. Þá fer hann einnig yfir samband sitt við Harvey Weinstein og ásakanir um að hann hafi tekið Thurman hálstaki við tökur myndanna og hrækt framan í hana. „Ég sagði henni að vegurinn væri beinn. Ég sagði henni að þetta væri öruggt og þetta var það ekki. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér,“ sagði Tarantino við Deadline. Hann sagðist ekki sjá eftir neinu öðru eins og þessu bílslysi á ferli sínum. Sjá einnig: Segir frá árásum Weinstein og áralöngum illdeilum við Tarantino vegna hræðilegs slyss Thurman segir framleiðendur myndanna hafa reynt að fela slysið en Tarantino segist ekki hafa vitað af því. Hann hafi verið leikstjóri og talið að málið mynfi fara í eðlilegt ferli.Tarantino hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að viðtal New York Times við Thurman var birt um helgina en hann segir að í viðtalinu líti út eins og Thurman kenni honum um bílslysið. Það sé ekki rétt. Hann sagði einnig að áður en tökurnar á Kill Bill hófust hefði Harvey Weinstein reynt að þvinga sér á Thurman og hún sagði honum frá því. Sömuleiðis hafði hann einnig reynt það við þáverandi kærustu Tarantino, Miru Sorvino. „Það var þá sem ég áttaði mig á mynstrinu á árásum Harvey. Ég lét hann biðja Uma afsökunar.“ Það væri eina leiðin og hann segir Weinstein hafa reynt að halda því fram að hann hefði ekki reynt að þvinga sig á Thurman. Tarantino trúði honum hins vegar ekki. Varðandi ásakanir um að Tarantino hefði tekið Thurman hálstaki og hrækt á hana sagði leikstjórinn að þær kæmu ekki frá Thurman. Hann sagði þetta vera satt en það hefði verið gert við tökur og með samþykki Thurman.
Mál Harvey Weinstein Bíó og sjónvarp Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira