Fækka hermönnum í Írak eftir fall kalífadæmisins Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2018 23:23 Bandarískir hermenn fylgjast með æfingum írakskra hermanna. Vísir/AFP Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa eru byrjuð að fækka hermönnum landsins í Írak eftir að kalífadæmi Íslamska ríkisins var sigrað þar í landi. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Bandaríkin fækka hermönnum í Írak en ekki liggur fyrir hver margir muni yfirgefa landið né hve margir verða eftir.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu einhverjir bandarískir hermenn verða áfram í landinu en fjöldi þeirra hefur ekki verið ákveðinn. Í september voru 8.892 bandarískir hermenn í Írak og einn embættismaður sagði að um 60 prósent þeirra myndu fara. Um fjögur þúsund yrðu eftir. Þegar mest var, árið 2007, voru um 170 þúsund bandarískir hermenn í Írak. Um þrír mánuðir í kosningar í Írak þar sem talið er að fylkingar vopnaðra manna með sterka tengingu við Íran muni spila stóra rullu. Þessar fylkingar hafa krafist þess að allir bandarískir hermenn yfirgefi landið og hefur Haider al-Abadi, forseti Írak, átt í erfiðleikum með að halda báðum hliðum ánægðum.Hafa áhyggjur af auknum áhrifum Íran Aukist áhrif áðurnefndra fylkinga í komandi kosningum er líklegt að Abadi muni færast nær þeim. Hann hefur þó sagt að írakski herinn muni þurfa þjálfun hermanna Bandaríkjanna um komandi ár. Súnnítar hafa þó áhyggjur af auknum áhrifum Íran í Írak og telja bandaríska herinn halda ákvæðnu jafnvægi á milli fylkinga og þjóðarbrota. Fækkun hermanna í Írak þykir líka til marks um aukna áherslu stjórnvalda Bandaríkjanna á að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞó að kalífadæmi Íslamska ríkisins hafi verið sigrað þýðir það ekki að samtökin sjálf séu úr leik. Þau verja enn nokkra bæi í Sýrlandi og sérfræðingar segja líklegt að meðlimir samtakanna muni snúa sér aftur að hryðjuverkum og skæruhernaði. Mið-Austurlönd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna hafa eru byrjuð að fækka hermönnum landsins í Írak eftir að kalífadæmi Íslamska ríkisins var sigrað þar í landi. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Bandaríkin fækka hermönnum í Írak en ekki liggur fyrir hver margir muni yfirgefa landið né hve margir verða eftir.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar munu einhverjir bandarískir hermenn verða áfram í landinu en fjöldi þeirra hefur ekki verið ákveðinn. Í september voru 8.892 bandarískir hermenn í Írak og einn embættismaður sagði að um 60 prósent þeirra myndu fara. Um fjögur þúsund yrðu eftir. Þegar mest var, árið 2007, voru um 170 þúsund bandarískir hermenn í Írak. Um þrír mánuðir í kosningar í Írak þar sem talið er að fylkingar vopnaðra manna með sterka tengingu við Íran muni spila stóra rullu. Þessar fylkingar hafa krafist þess að allir bandarískir hermenn yfirgefi landið og hefur Haider al-Abadi, forseti Írak, átt í erfiðleikum með að halda báðum hliðum ánægðum.Hafa áhyggjur af auknum áhrifum Íran Aukist áhrif áðurnefndra fylkinga í komandi kosningum er líklegt að Abadi muni færast nær þeim. Hann hefur þó sagt að írakski herinn muni þurfa þjálfun hermanna Bandaríkjanna um komandi ár. Súnnítar hafa þó áhyggjur af auknum áhrifum Íran í Írak og telja bandaríska herinn halda ákvæðnu jafnvægi á milli fylkinga og þjóðarbrota. Fækkun hermanna í Írak þykir líka til marks um aukna áherslu stjórnvalda Bandaríkjanna á að sporna gegn áhrifum Rússlands og Kína.Sjá einnig: Snúa sér að Kína og RússlandiÞó að kalífadæmi Íslamska ríkisins hafi verið sigrað þýðir það ekki að samtökin sjálf séu úr leik. Þau verja enn nokkra bæi í Sýrlandi og sérfræðingar segja líklegt að meðlimir samtakanna muni snúa sér aftur að hryðjuverkum og skæruhernaði.
Mið-Austurlönd Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira