Magnaðir tímar í borginni 6. febrúar 2018 11:00 Það eru magnaðir tímar í borginni. Menn segja að nú standi yfir mesta uppbyggingarskeið í sögu hennar. Þar sem áður voru malarlóðir, bílaplön, úr sér gengin athafnasvæði, veghelgunarsvæði og afgangslóðir er nú að rísa fjöldi íbúðarhúsa. Framkvæmdir eru hafnar á reitum þar sem 3.600 íbúðir rísa. Deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir tæplega 4.000 íbúðir í viðbót. Nánast allar þessar íbúðir eru innan núverandi byggðarmarka. Borgin byggist nú inn á við eftir að hafa byggst út á við áratugum saman. Það styttir vegalengdir, eflir þjónustu og minnkar mengun. Rauður og grænn þráður í skipulaginu er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Það sýna fyrirhuguð Borgarlína og samningar borgarinnar við húsnæðisfélög almannasamtaka, námsmanna og aldraðra um íbúðarbyggingar á hagstæðum kjörum næstu árin. Það er mikilvægt að allir geti búið í húsnæði við hæfi, hvort sem er í eigu, leigu eða með búsetufyrirkomulagi. Það er mikilvægt að allir komist leiðar sinnar fljótt og vel, og geti notið ferðarinnar í borginni sem gestir okkar dásama fyrir nálægð við náttúruna umhverfis. Við verðum að leysa umferðarhnútana á stofnbrautum milli hverfa – með bættum umferðarmannvirkjum sem gagn er að en ekki síður margvíslegum valkostum við að komast til vinnu eða skóla og heim aftur. Ég er jafnaðarmaður og lít svo á að ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snúist um borgarumhverfið; að það sé hagkvæmt fyrir alla, heilsusamlegt, öruggt, aðlaðandi og fjölbreytt. Jöfnuður er hugsjón – en oftast er það líka þannig að jöfnuður borgar sig. Í húsnæðismálum, samgöngum, skólum og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin fram undan eru stór og spennandi. Við þurfum að taka við fólki og efla valkosti á húsnæðismarkaði og í samgöngum. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að berjast fyrir því að borgarlínan verði til, fái pláss og fjármagn. Hún tengir saman hverfin og léttir á umferðinni – öllum til hagsbóta. Við þurfum að fá nýjan borgarflugvöll til að geta haft íbúðir og útivistarsvæði í Vatnsmýrinni. Um þetta verður kosið í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Það eru magnaðir tímar í borginni. Menn segja að nú standi yfir mesta uppbyggingarskeið í sögu hennar. Þar sem áður voru malarlóðir, bílaplön, úr sér gengin athafnasvæði, veghelgunarsvæði og afgangslóðir er nú að rísa fjöldi íbúðarhúsa. Framkvæmdir eru hafnar á reitum þar sem 3.600 íbúðir rísa. Deiliskipulag hefur verið samþykkt fyrir tæplega 4.000 íbúðir í viðbót. Nánast allar þessar íbúðir eru innan núverandi byggðarmarka. Borgin byggist nú inn á við eftir að hafa byggst út á við áratugum saman. Það styttir vegalengdir, eflir þjónustu og minnkar mengun. Rauður og grænn þráður í skipulaginu er áherslan á mannvænt skipulag, vistvænar og skilvirkar samgöngur og jöfnuð. Það sýna fyrirhuguð Borgarlína og samningar borgarinnar við húsnæðisfélög almannasamtaka, námsmanna og aldraðra um íbúðarbyggingar á hagstæðum kjörum næstu árin. Það er mikilvægt að allir geti búið í húsnæði við hæfi, hvort sem er í eigu, leigu eða með búsetufyrirkomulagi. Það er mikilvægt að allir komist leiðar sinnar fljótt og vel, og geti notið ferðarinnar í borginni sem gestir okkar dásama fyrir nálægð við náttúruna umhverfis. Við verðum að leysa umferðarhnútana á stofnbrautum milli hverfa – með bættum umferðarmannvirkjum sem gagn er að en ekki síður margvíslegum valkostum við að komast til vinnu eða skóla og heim aftur. Ég er jafnaðarmaður og lít svo á að ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma snúist um borgarumhverfið; að það sé hagkvæmt fyrir alla, heilsusamlegt, öruggt, aðlaðandi og fjölbreytt. Jöfnuður er hugsjón – en oftast er það líka þannig að jöfnuður borgar sig. Í húsnæðismálum, samgöngum, skólum og heilbrigðisþjónustu. Verkefnin fram undan eru stór og spennandi. Við þurfum að taka við fólki og efla valkosti á húsnæðismarkaði og í samgöngum. Ekkert gerist af sjálfu sér. Við þurfum að berjast fyrir því að borgarlínan verði til, fái pláss og fjármagn. Hún tengir saman hverfin og léttir á umferðinni – öllum til hagsbóta. Við þurfum að fá nýjan borgarflugvöll til að geta haft íbúðir og útivistarsvæði í Vatnsmýrinni. Um þetta verður kosið í vor.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar