Fjárhagsaðstoð og mannréttindabrot Vilborg Oddsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 07:00 Hvert leitar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun og getur ekki framfleytt sér eða fjölskyldu sinni? Síðasta „stoppistöðin“ í velferðarkerfinu er fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sem sveitarfélög eru skyldug til að vera með samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Hverju og einu sveitarfélagi er heimilt að setja sínar eigin reglur um fjárhagsaðstoðina og eru upphæðir mjög mismunandi, án sýnilegs rökstuðnings. Árið 2017 greiddi Reykjavík hæstu upphæðina, allt að 184.833 kr. á mánuði til einstaklings 18 ára og eldri. Önnur sveitarfélög greiddu minna og gat munað tugum þúsunda á milli sveitarfélaga, jafnvel hjá sveitarfélögum sem mynduðu saman eitt félagsþjónustusvæði. Í reglum sveitarfélaganna er fjárhagsaðstoðin ekki einstaklingsbundin þegar kemur að hjónum og sambúðarfólki og tekjur maka skerða harkalega rétt til fjárhagsaðstoðar. Stuðningur við fjölskyldu barna sem búa við fátækt og félagslega einangrun er einnig mjög mismunandi, hvort sem um er að ræða upphæðir eða hvað er talið til tekna. Sama má segja um frístundastyrk sem getur skipt verulegu máli fyrir þátttöku barna í frístundum sem búa við fátækt og félagslega einangrun. Erfitt er að sjá hvernig þetta getur staðist ákvæði stjórnarskrár Íslands þar sem kveðið er á um að ekki má mismuna fólki og að öllum skal tryggður réttur í lögum til aðstoðar vegna m.a. örbirgðar. Í svokölluðum öryrkjadómum komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að einstaklingur, sem þess þarf, skuli eiga beinan og raunhæfan rétt til aðstoðar frá ríkinu og að sá réttur nýtur verndar stjórnarskrárinnar. Alþingi ber að setja lög sem tryggja öllum lágmarksrétt. Ekki er ásættanlegt að vísa ábyrgðinni á sveitarfélög. Því er það miður að í frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um félagsþjónustu sveitarfélaga sem nú liggur fyrir Alþingi skuli ekki vera skýr ákvæði um lágmarksframfærslu. EAPN á Íslandi skorar því á velferðarnefnd Alþingis að leggja til nauðsynlegar breytingar svo að mannréttindi fólks sem býr við fátækt og félagslega einangrun verði tryggð á Íslandi.Höfundur er félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Hvert leitar fólk sem býr við fátækt og félagslega einangrun og getur ekki framfleytt sér eða fjölskyldu sinni? Síðasta „stoppistöðin“ í velferðarkerfinu er fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna sem sveitarfélög eru skyldug til að vera með samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna. Hverju og einu sveitarfélagi er heimilt að setja sínar eigin reglur um fjárhagsaðstoðina og eru upphæðir mjög mismunandi, án sýnilegs rökstuðnings. Árið 2017 greiddi Reykjavík hæstu upphæðina, allt að 184.833 kr. á mánuði til einstaklings 18 ára og eldri. Önnur sveitarfélög greiddu minna og gat munað tugum þúsunda á milli sveitarfélaga, jafnvel hjá sveitarfélögum sem mynduðu saman eitt félagsþjónustusvæði. Í reglum sveitarfélaganna er fjárhagsaðstoðin ekki einstaklingsbundin þegar kemur að hjónum og sambúðarfólki og tekjur maka skerða harkalega rétt til fjárhagsaðstoðar. Stuðningur við fjölskyldu barna sem búa við fátækt og félagslega einangrun er einnig mjög mismunandi, hvort sem um er að ræða upphæðir eða hvað er talið til tekna. Sama má segja um frístundastyrk sem getur skipt verulegu máli fyrir þátttöku barna í frístundum sem búa við fátækt og félagslega einangrun. Erfitt er að sjá hvernig þetta getur staðist ákvæði stjórnarskrár Íslands þar sem kveðið er á um að ekki má mismuna fólki og að öllum skal tryggður réttur í lögum til aðstoðar vegna m.a. örbirgðar. Í svokölluðum öryrkjadómum komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að einstaklingur, sem þess þarf, skuli eiga beinan og raunhæfan rétt til aðstoðar frá ríkinu og að sá réttur nýtur verndar stjórnarskrárinnar. Alþingi ber að setja lög sem tryggja öllum lágmarksrétt. Ekki er ásættanlegt að vísa ábyrgðinni á sveitarfélög. Því er það miður að í frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um félagsþjónustu sveitarfélaga sem nú liggur fyrir Alþingi skuli ekki vera skýr ákvæði um lágmarksframfærslu. EAPN á Íslandi skorar því á velferðarnefnd Alþingis að leggja til nauðsynlegar breytingar svo að mannréttindi fólks sem býr við fátækt og félagslega einangrun verði tryggð á Íslandi.Höfundur er félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun