Ekkert bakslag í þessa baráttu Hanna Katrín Friðriksson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Þær eru sláandi nýlegar fréttir af miklum fjölda þeirra sem deyja hér á landi úr of stórum skammti vímuefna. Ýmis ávanabindandi lyfseðilsskyld lyf eru þar ofarlega á blaði. Svipaðar fréttir frá nágrannalöndum okkar eru harkaleg áminning til okkar um það að enginn er eyland þegar kemur að vímuefnabaráttunni. Það á að sjálfsögðu að vera í algjörum forgangi heilbrigðisyfirvalda að grípa til aðgerða til að stemma stigu við þessari ógnvænlegu þróun. Þar skiptir hins vegar ekki bara máli hvað er gert, heldur líka hvernig. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur rætt um ýmsar aðgerðir sem eru í deiglunni hjá yfirvöldum t.d. hert aðgengi að lyfjum og neyslurými. Þetta eru þarfar aðgerðir, en ég vil hnykkja á því að það þarf skýra sýn á heildarmyndina. Heilbrigðisráðherra hefur boðað skipan starfshóps sem á að móta tillögur um hvernig hægt er að draga úr mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Þar munu m.a. fulltrúar Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis eiga sæti. Það er bæði gott og rétt, en með fullri virðingu fyrir þeim stofnunum þá eru önnur sjónarmið nauðsynleg inn í þessa vinnu. Það má t.d. spyrja hvort fulltrúum Rauða krossins, og þá sérstaklega verkefnisins Frú Ragnheiður, verði boðið sæti í nefndinni. Hér er um að ræða aðila sem þekkja vel til þess hóps sem þegar stendur höllum fæti, fólks sem þegar er háð umræddum efnum. Þar er hætta á bakslagi ef ekki er gætt að fjölbreyttum skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðum, öðrum sértækum meðferðarúrræðum og aðgengi að neyslurýmum samhliða umræddum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Það er því einkar mikilvægt að talsmenn þessa jaðarhóps fái sæti við borðið í þeim starfshópi sem ráðherra boðar. Bann- og refsistefna má ekki vera eina leiðarstefið. Við þurfum fjölbreytt úrræði bæði til skaðaminnkunar og til lækninga til viðbótar við nauðsynlegar aðgerðir sem herða aðgengið. Heilbrigðisyfirvöld verða að svara því kalli og það fljótt.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Mest lesið Halldór 15.3.2025 Halldór Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Sjá meira
Þær eru sláandi nýlegar fréttir af miklum fjölda þeirra sem deyja hér á landi úr of stórum skammti vímuefna. Ýmis ávanabindandi lyfseðilsskyld lyf eru þar ofarlega á blaði. Svipaðar fréttir frá nágrannalöndum okkar eru harkaleg áminning til okkar um það að enginn er eyland þegar kemur að vímuefnabaráttunni. Það á að sjálfsögðu að vera í algjörum forgangi heilbrigðisyfirvalda að grípa til aðgerða til að stemma stigu við þessari ógnvænlegu þróun. Þar skiptir hins vegar ekki bara máli hvað er gert, heldur líka hvernig. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur rætt um ýmsar aðgerðir sem eru í deiglunni hjá yfirvöldum t.d. hert aðgengi að lyfjum og neyslurými. Þetta eru þarfar aðgerðir, en ég vil hnykkja á því að það þarf skýra sýn á heildarmyndina. Heilbrigðisráðherra hefur boðað skipan starfshóps sem á að móta tillögur um hvernig hægt er að draga úr mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Þar munu m.a. fulltrúar Lyfjastofnunar og Embættis landlæknis eiga sæti. Það er bæði gott og rétt, en með fullri virðingu fyrir þeim stofnunum þá eru önnur sjónarmið nauðsynleg inn í þessa vinnu. Það má t.d. spyrja hvort fulltrúum Rauða krossins, og þá sérstaklega verkefnisins Frú Ragnheiður, verði boðið sæti í nefndinni. Hér er um að ræða aðila sem þekkja vel til þess hóps sem þegar stendur höllum fæti, fólks sem þegar er háð umræddum efnum. Þar er hætta á bakslagi ef ekki er gætt að fjölbreyttum skaðaminnkandi viðhaldsmeðferðum, öðrum sértækum meðferðarúrræðum og aðgengi að neyslurýmum samhliða umræddum aðgerðum heilbrigðisyfirvalda. Það er því einkar mikilvægt að talsmenn þessa jaðarhóps fái sæti við borðið í þeim starfshópi sem ráðherra boðar. Bann- og refsistefna má ekki vera eina leiðarstefið. Við þurfum fjölbreytt úrræði bæði til skaðaminnkunar og til lækninga til viðbótar við nauðsynlegar aðgerðir sem herða aðgengið. Heilbrigðisyfirvöld verða að svara því kalli og það fljótt.Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun