Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 09:38 Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. Vísir/Vilhelm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, telur að með frumvarpi sem banni umskurð drengja sé hætta á að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og að einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir.Þetta kemur fram í umsögn biskups við frumvarpinu sem hún skilaði inn í gær. „Allar slíkar öfgar skulum við forðast,“ segir biskup. Agnes segist þó taka undir það markmið frumvarpsins að stuðla að vernd gegn líkamsárás sem veldur tjóni á líkama eða heilsu barna. „Í greinargerðinni sem fylgir frumvarpinu er vísað til þess að Ísland hafi verið ein þeirra þjóða sem lögðu til ályktun um bann við limlestingum á kynfærum kvenna sem samþykkt var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2012. Biskup Íslands er stolt af þátttöku Íslands í þeirri baráttu og fagnar þeim árangri sem þar hefur náðst.“Umskurður ekki sérstaklega ræddur innan þjóðkirkjunnar Þá bendir biskup á að umskurður drengja sé víða um heim algeng aðgerð en að ekki hafi sérstaklega verið rætt um hana innan þjóðkirkjunnar, enda ekki kristinn siður. „Biskup og þjóðkirkjan bera almennt virðingu fyrir siðum og venjum annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hins vegar er það skoðun biskups Íslands að sjálfsagt sé að hlusta á bæði rök og reynslu þeirra sem þekkja til og fá fram umræðu um málið,” segir í umsögninni. „Biskup telur þó varasamt að frumkvæði að þeirri umræðu sé í formi frumvarps til breytinga á hegningarlögum þar sem lagt er til að viðurlög við umskurði drengja verði allt að sex ára fangelsi.“ Þá er bent á að bann við umskurn án öruggra aðstæðna mætti líka ræða og hvort hægt væri að tryggja þá heilbrigðisþjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum hinna ólíku trúar- og menningarheima. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem hefur sætt harðri gagnrýni. Umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 viljayfirlýsingu þess efnis að banna ætti umskurð barna og er hliðstætt frumvarp til skoðunar í Danmörku. Það eru ekki einungis innlendir trúarleiðtogar sem gagnrýnt hafa frumvarpið en þýski kardinálinn Richard Marx hefur sagt það árás á trúfrelsið og þá hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku einnig gagnrýnt það. Þeir benda á að tiltölulega fáir gyðingar séu á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi. Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, telur að með frumvarpi sem banni umskurð drengja sé hætta á að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og að einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir.Þetta kemur fram í umsögn biskups við frumvarpinu sem hún skilaði inn í gær. „Allar slíkar öfgar skulum við forðast,“ segir biskup. Agnes segist þó taka undir það markmið frumvarpsins að stuðla að vernd gegn líkamsárás sem veldur tjóni á líkama eða heilsu barna. „Í greinargerðinni sem fylgir frumvarpinu er vísað til þess að Ísland hafi verið ein þeirra þjóða sem lögðu til ályktun um bann við limlestingum á kynfærum kvenna sem samþykkt var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2012. Biskup Íslands er stolt af þátttöku Íslands í þeirri baráttu og fagnar þeim árangri sem þar hefur náðst.“Umskurður ekki sérstaklega ræddur innan þjóðkirkjunnar Þá bendir biskup á að umskurður drengja sé víða um heim algeng aðgerð en að ekki hafi sérstaklega verið rætt um hana innan þjóðkirkjunnar, enda ekki kristinn siður. „Biskup og þjóðkirkjan bera almennt virðingu fyrir siðum og venjum annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hins vegar er það skoðun biskups Íslands að sjálfsagt sé að hlusta á bæði rök og reynslu þeirra sem þekkja til og fá fram umræðu um málið,” segir í umsögninni. „Biskup telur þó varasamt að frumkvæði að þeirri umræðu sé í formi frumvarps til breytinga á hegningarlögum þar sem lagt er til að viðurlög við umskurði drengja verði allt að sex ára fangelsi.“ Þá er bent á að bann við umskurn án öruggra aðstæðna mætti líka ræða og hvort hægt væri að tryggja þá heilbrigðisþjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum hinna ólíku trúar- og menningarheima. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem hefur sætt harðri gagnrýni. Umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 viljayfirlýsingu þess efnis að banna ætti umskurð barna og er hliðstætt frumvarp til skoðunar í Danmörku. Það eru ekki einungis innlendir trúarleiðtogar sem gagnrýnt hafa frumvarpið en þýski kardinálinn Richard Marx hefur sagt það árás á trúfrelsið og þá hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku einnig gagnrýnt það. Þeir benda á að tiltölulega fáir gyðingar séu á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi.
Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15
Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25
Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15