Það er til fólk Bergur Ebbi skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Það er til fólk sem vaknar snemma á hverjum morgni og hlustar á fréttirnar klukkan sjö og vonar heitt og innilega að allt sé með röð og reglu, að engin sjóslys hafi orðið og enginn erlendur ferðamaður hafi villst af leið á hálendinu. Það er til fólk sem biður eða hugleiðir á hverjum degi og sendir út strauma til annarra, jafnvel til fólks sem það hefur aldrei hitt. Það er til fólk sem mætir í vinnuna sína og borðar hádegisverðinn með bros á vör. Það kvartar aldrei undan mötuneytinu eða kokkinum og biður aldrei um neitt sérstakt. Það er til fólk sem veit ekkert hvað andoxunarefni eru og hefur engan áhuga á að vita það en hlustar samt af athygli ef aðrir tala um andoxunarefni, af kurteisi við viðmælandann. Það er til fólk sem hringir samviskusamlega í sína nánustu og man afmælisdaga allra í fjölskyldunni og sendir stutt og hnitmiðuð skeyti með hamingjuóskum, án þess að ætlunin með því sé að minna á sjálft sig. Það er til fólk sem horfir aldrei á sjónvarp heldur eyðir kvöldum sínum í símanum þar sem það hlustar á aðra tala um hugmyndir sínar og vandamál. Það er til fólk sem man nöfn flestra sem það hittir en ætlast ekki til þess að sitt eigið nafn sé munað af öðrum. Það er til fólk sem leggur bílum sínum vísvitandi langt frá inngangi þjónustumiðstöðva af virðingu við aðra sem gætu verið að flýta sér meira. Það er til fólk sem á alltaf bæði eplasafa og appelsínusafa í ísskápnum, þó það drekki hvorugt sjálft, ef vera kynni að gest bæri að garði sem líkar betur við aðra tegundina. Það er til fólk sem sest í flugvélarsætið sitt og hugsar til starfsfólksins sem vinnur við að koma töskunni þeirra um borð. Það er til fólk sem skilur kaldhæðni ágætlega en meinar samt oftast það sem það segir. Það er til fólk sem sér heimsku annarra en stillir sig um að afhjúpa hana. Það er til fólk sem tekur ekki myndir af öðru fólki og setur á netið án þess að spyrja það fyrst. Það er til fólk sem straujar föt sín af samviskusemi, til að varpa ekki misfellum inn í vitund samborgara sinna. Það er til fólk sem finnur stundum til kvíða en kýs að deila því ekki með öðrum. Það er til fólk sem leggur sig í líma við að halda sér í jafnvægi til að koma ekki róti á samfélagið. Það er til fólk, af öllum þjóðfélagshópum, kynjum og kynþáttum, sem hefur af dugnaði náð markmiðum sínum án þess að boða til átaka. Það er til fólk sem hjálpar öðru fólki án þess að það sé liður í einhverju árveknisátaki, góðgerðarhópefli eða stemningu. Það er til fólk sem af sannri hlýju vill öðrum vel og samgleðst velgengni þeirra. Það er til fólk sem lifir ekki fyrir hreyfingar eða baráttur heldur fylgist af þolinmæði með þjóðfélagsbreytingum og lítur í eigin barm áður en það álasar öðrum fyrir ranga breytni. Það er til fólk sem ætlast ekki til að heimurinn gangi í takt við sig heldur fylgir takti heimsins, meðvitað um að enginn maður er þess megnugur að útdeila endanlegu réttlæti, meðvitað um að blóð getur aðeins útdeilt blóði, að heimurinn breytist þrátt fyrir oflæti mannfólksins en ekki vegna þess. Það er til fólk. Það er til fólk sem hvetur ekki til stríðs en hjálpar samt til við að reisa þjóðfélög upp úr rústunum. Það er til fólk sem flæðir um jörðina eins og vatn. Tært og jafnt, ávallt nálægt jörðu. Það er til fólk sem gefur skilyrðislaust og elskar skilyrðislaust og gerir það ekki í nafni neins. Það er til fólk hvers brjóst bærist aðeins í takt við gárur vatnsins. Það er til fólk sem á aldrei síðasta orðið en skilur þögnina sem kemur í kjölfarið. Það er til fólk sem streymir eins og áveita um hrjóstruga jörð. Það er til fólk, sem er ekki þögult, heldur þýtt. Söngur þess er alls staðar. Það er til fólk sem hótar ekki eða knýr áheyrendur sína til viðbragða með hálfkveðnum vísum eða stílbrögðum tungumálsins. Það er til fólk sem þráir ekki viðurkenningu og er ekki hrætt sjálft. Það er til svona fólk, og það er til fullt af því. Mér hefur sjaldan reynst jafn erfitt að ná utan um nokkuð í samfélaginu en einmitt þetta. Því þetta fólk hefur ekki nafn og það fylkir sér hvorki undir krossi, hálfmána né myllumerki. Það er bara til og það hefur alltaf verið til. Það er til fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Það er til fólk Bergur Ebbi Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Skoðun Að vinna launalaust Sigþrúður Ármann skrifar Skoðun Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er til fólk sem vaknar snemma á hverjum morgni og hlustar á fréttirnar klukkan sjö og vonar heitt og innilega að allt sé með röð og reglu, að engin sjóslys hafi orðið og enginn erlendur ferðamaður hafi villst af leið á hálendinu. Það er til fólk sem biður eða hugleiðir á hverjum degi og sendir út strauma til annarra, jafnvel til fólks sem það hefur aldrei hitt. Það er til fólk sem mætir í vinnuna sína og borðar hádegisverðinn með bros á vör. Það kvartar aldrei undan mötuneytinu eða kokkinum og biður aldrei um neitt sérstakt. Það er til fólk sem veit ekkert hvað andoxunarefni eru og hefur engan áhuga á að vita það en hlustar samt af athygli ef aðrir tala um andoxunarefni, af kurteisi við viðmælandann. Það er til fólk sem hringir samviskusamlega í sína nánustu og man afmælisdaga allra í fjölskyldunni og sendir stutt og hnitmiðuð skeyti með hamingjuóskum, án þess að ætlunin með því sé að minna á sjálft sig. Það er til fólk sem horfir aldrei á sjónvarp heldur eyðir kvöldum sínum í símanum þar sem það hlustar á aðra tala um hugmyndir sínar og vandamál. Það er til fólk sem man nöfn flestra sem það hittir en ætlast ekki til þess að sitt eigið nafn sé munað af öðrum. Það er til fólk sem leggur bílum sínum vísvitandi langt frá inngangi þjónustumiðstöðva af virðingu við aðra sem gætu verið að flýta sér meira. Það er til fólk sem á alltaf bæði eplasafa og appelsínusafa í ísskápnum, þó það drekki hvorugt sjálft, ef vera kynni að gest bæri að garði sem líkar betur við aðra tegundina. Það er til fólk sem sest í flugvélarsætið sitt og hugsar til starfsfólksins sem vinnur við að koma töskunni þeirra um borð. Það er til fólk sem skilur kaldhæðni ágætlega en meinar samt oftast það sem það segir. Það er til fólk sem sér heimsku annarra en stillir sig um að afhjúpa hana. Það er til fólk sem tekur ekki myndir af öðru fólki og setur á netið án þess að spyrja það fyrst. Það er til fólk sem straujar föt sín af samviskusemi, til að varpa ekki misfellum inn í vitund samborgara sinna. Það er til fólk sem finnur stundum til kvíða en kýs að deila því ekki með öðrum. Það er til fólk sem leggur sig í líma við að halda sér í jafnvægi til að koma ekki róti á samfélagið. Það er til fólk, af öllum þjóðfélagshópum, kynjum og kynþáttum, sem hefur af dugnaði náð markmiðum sínum án þess að boða til átaka. Það er til fólk sem hjálpar öðru fólki án þess að það sé liður í einhverju árveknisátaki, góðgerðarhópefli eða stemningu. Það er til fólk sem af sannri hlýju vill öðrum vel og samgleðst velgengni þeirra. Það er til fólk sem lifir ekki fyrir hreyfingar eða baráttur heldur fylgist af þolinmæði með þjóðfélagsbreytingum og lítur í eigin barm áður en það álasar öðrum fyrir ranga breytni. Það er til fólk sem ætlast ekki til að heimurinn gangi í takt við sig heldur fylgir takti heimsins, meðvitað um að enginn maður er þess megnugur að útdeila endanlegu réttlæti, meðvitað um að blóð getur aðeins útdeilt blóði, að heimurinn breytist þrátt fyrir oflæti mannfólksins en ekki vegna þess. Það er til fólk. Það er til fólk sem hvetur ekki til stríðs en hjálpar samt til við að reisa þjóðfélög upp úr rústunum. Það er til fólk sem flæðir um jörðina eins og vatn. Tært og jafnt, ávallt nálægt jörðu. Það er til fólk sem gefur skilyrðislaust og elskar skilyrðislaust og gerir það ekki í nafni neins. Það er til fólk hvers brjóst bærist aðeins í takt við gárur vatnsins. Það er til fólk sem á aldrei síðasta orðið en skilur þögnina sem kemur í kjölfarið. Það er til fólk sem streymir eins og áveita um hrjóstruga jörð. Það er til fólk, sem er ekki þögult, heldur þýtt. Söngur þess er alls staðar. Það er til fólk sem hótar ekki eða knýr áheyrendur sína til viðbragða með hálfkveðnum vísum eða stílbrögðum tungumálsins. Það er til fólk sem þráir ekki viðurkenningu og er ekki hrætt sjálft. Það er til svona fólk, og það er til fullt af því. Mér hefur sjaldan reynst jafn erfitt að ná utan um nokkuð í samfélaginu en einmitt þetta. Því þetta fólk hefur ekki nafn og það fylkir sér hvorki undir krossi, hálfmána né myllumerki. Það er bara til og það hefur alltaf verið til. Það er til fólk.
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Skoðun Minni lífslíkur bráðveikra einstaklinga af landsbyggðinni vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð! Hrefna Eyþórsdóttir skrifar
Skoðun Menntaðir leikskólakennarar eru ekki munaður – þeir eru nauðsyn Unnur Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar