Fjórir enn í haldi grunaðir um frelsissviptingu og líkamsárás Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 08:41 Frá aðgerðum lögreglunnar á Akureyri síðastliðinn föstudag. vísir/auðunn Fjórir menn eru enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um líkamsárás og frelsissviptingu á fimmtudaginn í liðinni viku. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra voru sakborningar í málinu yfirheyrðir í gær og fyrradag en þeir voru handteknir á Akureyri á föstudag og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan á laugardag. Samhliða yfirheyrslum yfir hinum grunuðu í málinu hafa gagnaöflun og skýrslutökur af vitnum farið fram. Tveir mannanna sem eru í haldi kærðu úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag til Landsréttar í því skyni að fá hann felldan úr gildi. Landsréttur hefur tekið mál þeirra tveggja til meðferðar og er því niðurstöðu þaðan að vænta. Þá kærðu hinir tveir sakborninganna úrskurð Héraðsdóms til Landsréttar síðastliðinn mánudag. Rannsókn málsins heldur áfram en það er ennþá mat lögreglunnar að ekki sé hægt að greina frá efnisatriðum þess á þessu stigi. Unnið er í kappi við tímann á meðan beðið er niðurstöðu Landsréttar. Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhald vegna frelssisviptingar á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fjóra einstaklinga í viku gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás og frelssisviptingu á Akureyri. 10. febrúar 2018 18:04 Sex handteknir og krafist gæsluvarðhalds yfir fimm þeirra Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm mönnum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist málið fíkniefnauppgjöri. 10. febrúar 2018 12:13 Fimm handteknir vegna gruns um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu Flestir hinna handteknu hafa komið áður við sögu hjá lögreglu ýmist vegna ofbeldismála eða fíkniefnamála. 9. febrúar 2018 15:41 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Fjórir menn eru enn í gæsluvarðhaldi grunaðir um líkamsárás og frelsissviptingu á fimmtudaginn í liðinni viku. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra voru sakborningar í málinu yfirheyrðir í gær og fyrradag en þeir voru handteknir á Akureyri á föstudag og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan á laugardag. Samhliða yfirheyrslum yfir hinum grunuðu í málinu hafa gagnaöflun og skýrslutökur af vitnum farið fram. Tveir mannanna sem eru í haldi kærðu úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um gæsluvarðhald síðastliðinn laugardag til Landsréttar í því skyni að fá hann felldan úr gildi. Landsréttur hefur tekið mál þeirra tveggja til meðferðar og er því niðurstöðu þaðan að vænta. Þá kærðu hinir tveir sakborninganna úrskurð Héraðsdóms til Landsréttar síðastliðinn mánudag. Rannsókn málsins heldur áfram en það er ennþá mat lögreglunnar að ekki sé hægt að greina frá efnisatriðum þess á þessu stigi. Unnið er í kappi við tímann á meðan beðið er niðurstöðu Landsréttar.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í gæsluvarðhald vegna frelssisviptingar á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fjóra einstaklinga í viku gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás og frelssisviptingu á Akureyri. 10. febrúar 2018 18:04 Sex handteknir og krafist gæsluvarðhalds yfir fimm þeirra Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm mönnum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist málið fíkniefnauppgjöri. 10. febrúar 2018 12:13 Fimm handteknir vegna gruns um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu Flestir hinna handteknu hafa komið áður við sögu hjá lögreglu ýmist vegna ofbeldismála eða fíkniefnamála. 9. febrúar 2018 15:41 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Fjórir í gæsluvarðhald vegna frelssisviptingar á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað fjóra einstaklinga í viku gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás og frelssisviptingu á Akureyri. 10. febrúar 2018 18:04
Sex handteknir og krafist gæsluvarðhalds yfir fimm þeirra Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir fimm mönnum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist málið fíkniefnauppgjöri. 10. febrúar 2018 12:13
Fimm handteknir vegna gruns um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu Flestir hinna handteknu hafa komið áður við sögu hjá lögreglu ýmist vegna ofbeldismála eða fíkniefnamála. 9. febrúar 2018 15:41