Í viðjum kerfis Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. febrúar 2018 11:00 Ætla mætti að íslenska menntakerfið væri eitt það besta í heimi. Fáar þjóðir verja eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við og þá eru óvíða færri nemendur á hvern kennara en hér. Raunin er hins vegar önnur eins og niðurstöður hinnar alræmdu PISA-könnunar hafa fært okkur heim sanninn um. Árangri íslenskra ungmenna hefur hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Engu að síður virðist litlu mega breyta. Fólk er að upplagi íhaldssamt og hafa þess vegna flestar hugmyndir sem snúa að því að stokka upp kerfið og leysa það úr viðjum miðstýringar mætt andstöðu. Hugsum okkur hvernig matvörumarkaðurinn væri ef hann væri skipulagður á sama hátt og grunnskólakerfið. Við myndum þá greiða skatt til ríkisins sem væri nýttur til að standa undir rekstri matvöruverslana um allt land. Hver og einn gæti aðeins verslað í einni verslun, nema hann flytti sig yfir í aðra, sem væri samt afar erfitt og tímafrekt. Við gætum ekki gengið um verslunina og valið sjálf hvað við viljum kaupa. Þess í stað myndum við ganga rakleiðis að afgreiðsluborðinu og fá afhentan sérstakan pakka með matvörum. Allir fengju þennan sama pakka – ríkispakka – sem kerfiskallar hefðu látið útbúa. Verslanir gætu ekki keppt sín á milli, hvorki þegar kæmi að vöruúrvali né verði. Þær fengju aðeins fé frá ríkinu, en ekki neytendum, og því hefðu þær engan hvata til að mæta kröfum neytendanna. Sem betur fer er óralangt síðan matvöruverslun ríkisins var lögð niður og tekið var upp markaðsdrifið kerfi. Verslanir keppa nú sín á milli um hylli neytenda, verð hefur lækkað og þjónustan batnað til muna. Þess væri óskandi ef sömu kraftar fengju að móta menntakerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ætla mætti að íslenska menntakerfið væri eitt það besta í heimi. Fáar þjóðir verja eins stórum hluta af sinni landsframleiðslu í menntamál og við og þá eru óvíða færri nemendur á hvern kennara en hér. Raunin er hins vegar önnur eins og niðurstöður hinnar alræmdu PISA-könnunar hafa fært okkur heim sanninn um. Árangri íslenskra ungmenna hefur hrakað og stöndum við illa í alþjóðlegum samanburði. Engu að síður virðist litlu mega breyta. Fólk er að upplagi íhaldssamt og hafa þess vegna flestar hugmyndir sem snúa að því að stokka upp kerfið og leysa það úr viðjum miðstýringar mætt andstöðu. Hugsum okkur hvernig matvörumarkaðurinn væri ef hann væri skipulagður á sama hátt og grunnskólakerfið. Við myndum þá greiða skatt til ríkisins sem væri nýttur til að standa undir rekstri matvöruverslana um allt land. Hver og einn gæti aðeins verslað í einni verslun, nema hann flytti sig yfir í aðra, sem væri samt afar erfitt og tímafrekt. Við gætum ekki gengið um verslunina og valið sjálf hvað við viljum kaupa. Þess í stað myndum við ganga rakleiðis að afgreiðsluborðinu og fá afhentan sérstakan pakka með matvörum. Allir fengju þennan sama pakka – ríkispakka – sem kerfiskallar hefðu látið útbúa. Verslanir gætu ekki keppt sín á milli, hvorki þegar kæmi að vöruúrvali né verði. Þær fengju aðeins fé frá ríkinu, en ekki neytendum, og því hefðu þær engan hvata til að mæta kröfum neytendanna. Sem betur fer er óralangt síðan matvöruverslun ríkisins var lögð niður og tekið var upp markaðsdrifið kerfi. Verslanir keppa nú sín á milli um hylli neytenda, verð hefur lækkað og þjónustan batnað til muna. Þess væri óskandi ef sömu kraftar fengju að móta menntakerfið.
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar