Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 22:02 „Ég veit ekki hvort að vikugamalt barn er búið að gera sér grein fyrir trúnni. En þetta er gert á börnum á rauninni öllum aldri og þess vegna fullorðnum,“ sagði Kristján Óskarsson, barnaskurðlæknir á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Þar spurðu þáttastjórnendur Kristján út í umskurð í ljósi frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Kristján sagði að það væri algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð væri að ræða. „Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft. Hér áður fyrr héldu menn að nýburar væru þess ekki skynug hvaða aðgerð væri verið að gera á þeim, það er að segja í rauninni töldu menn að sársaukaskynið væri ekki til staðar hjá þeim. Staðreyndin hefur síðan reynst sú að nýfæddir sem aðrir eru með sársaukaskyn og þar af leiðandi hljóta þeir að finna fyrir þessu eins og hver annar,“ sagði Kristján. Hann sagði ýmsar útfærslur á því hvernig þessi aðgerð er framkvæmd. Það sem snýr að heilbrigðiskerfinu hefur þessi aðgerð verið gerð í svæfingu. „Og staðdeyfing á yfirleitt ekki vel við börn undir neinum kringumstæðum. Aðgerðir í staðdeyfingum á litlum börnum eru erfiðar. Það er mjög erfitt að telja þeim trú um að þetta sé allt í lagi, þau verða hrædd og erfitt að höndla það, þannig að þetta er gert í svæfingu og við þær aðstæður er að sjálfsögðu enginn sársauki.“ Hann sagði einhverskonar áhald notað við trúarathafnir og þá sé önnur aðferð mjög útbreidd þar sem stífum plasthring er smeygt undir forhúðina og hún þannig þanin út. Síðan er sett mjög sterk teygja yfir forhúðina sem kremur forhúðina á hringinn sem veldur blóðþurrð og forhúðin visnar þannig af. „Það get ég ekki ímyndað mér annað,“ svaraði Kristján þegar hann var spurð hvort sú aðferð væri jafn sársaukafull. „Það er mikil taugaskynjun í þessu svæði, í forhúðinni sérstaklega, og jafnvel talið vera meiri skynjun þar heldur en í reðurhöfðinu sjálfu,“ sagði Kristján. Spurður út í kostina sem fylgja umskurði svaraði Kristján að það mætti ætla það en þeir séu ekki augljósir. „Það er vissulega til aðferð þar sem þetta er nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum, þá sérstaklega ef um er að ræða þrálátar bólgur eða sýkingar í forhúðinni sem ekki gefur sig þrátt fyrir mildari aðferðir eins og að opna forhúðina og rýmka hana til eða sýklalyf. Maður getur lent í þeirri stöðu að forhúðin er nánast ónýt og er þá í rauninni bara til vandræða,“ sagði Kristján. Hann sagði of þrönga forhúð ekki nægjanlega skýringu til að réttlæta umskurð. Þrönga forhúð sé auðvelt að opna. „Við gerum orðið mun færri aðgerðir ef forhúðin er þröng,“ sagði Kristján og benti á að í mörgum tilvikum nægi sterakrem. Hann tók fram að aðgerðir á átján ára og yngri vegna slíkra kvilla væru um ein til tvær á ári innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi. Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Ég veit ekki hvort að vikugamalt barn er búið að gera sér grein fyrir trúnni. En þetta er gert á börnum á rauninni öllum aldri og þess vegna fullorðnum,“ sagði Kristján Óskarsson, barnaskurðlæknir á Landspítalanum, í Reykjavík síðdegis í dag. Þar spurðu þáttastjórnendur Kristján út í umskurð í ljósi frumvarps Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. Kristján sagði að það væri algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð væri að ræða. „Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft. Hér áður fyrr héldu menn að nýburar væru þess ekki skynug hvaða aðgerð væri verið að gera á þeim, það er að segja í rauninni töldu menn að sársaukaskynið væri ekki til staðar hjá þeim. Staðreyndin hefur síðan reynst sú að nýfæddir sem aðrir eru með sársaukaskyn og þar af leiðandi hljóta þeir að finna fyrir þessu eins og hver annar,“ sagði Kristján. Hann sagði ýmsar útfærslur á því hvernig þessi aðgerð er framkvæmd. Það sem snýr að heilbrigðiskerfinu hefur þessi aðgerð verið gerð í svæfingu. „Og staðdeyfing á yfirleitt ekki vel við börn undir neinum kringumstæðum. Aðgerðir í staðdeyfingum á litlum börnum eru erfiðar. Það er mjög erfitt að telja þeim trú um að þetta sé allt í lagi, þau verða hrædd og erfitt að höndla það, þannig að þetta er gert í svæfingu og við þær aðstæður er að sjálfsögðu enginn sársauki.“ Hann sagði einhverskonar áhald notað við trúarathafnir og þá sé önnur aðferð mjög útbreidd þar sem stífum plasthring er smeygt undir forhúðina og hún þannig þanin út. Síðan er sett mjög sterk teygja yfir forhúðina sem kremur forhúðina á hringinn sem veldur blóðþurrð og forhúðin visnar þannig af. „Það get ég ekki ímyndað mér annað,“ svaraði Kristján þegar hann var spurð hvort sú aðferð væri jafn sársaukafull. „Það er mikil taugaskynjun í þessu svæði, í forhúðinni sérstaklega, og jafnvel talið vera meiri skynjun þar heldur en í reðurhöfðinu sjálfu,“ sagði Kristján. Spurður út í kostina sem fylgja umskurði svaraði Kristján að það mætti ætla það en þeir séu ekki augljósir. „Það er vissulega til aðferð þar sem þetta er nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum, þá sérstaklega ef um er að ræða þrálátar bólgur eða sýkingar í forhúðinni sem ekki gefur sig þrátt fyrir mildari aðferðir eins og að opna forhúðina og rýmka hana til eða sýklalyf. Maður getur lent í þeirri stöðu að forhúðin er nánast ónýt og er þá í rauninni bara til vandræða,“ sagði Kristján. Hann sagði of þrönga forhúð ekki nægjanlega skýringu til að réttlæta umskurð. Þrönga forhúð sé auðvelt að opna. „Við gerum orðið mun færri aðgerðir ef forhúðin er þröng,“ sagði Kristján og benti á að í mörgum tilvikum nægi sterakrem. Hann tók fram að aðgerðir á átján ára og yngri vegna slíkra kvilla væru um ein til tvær á ári innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi.
Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15
Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15