Hægt að höfða einkamál láti lögregla mál niður falla: „Auðveldara að sanna í einkamáli en sakamáli“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 14:30 Lögreglustöðin við Hverfisgötu Vísir/Hanna Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Hönnu Kristínar Skaftadóttur, telur að mál hennar geti orðið til þess að fólk velji í auknum mæli að fara í einkamál og krefjast miskabóta ef mál eru látin niður falla hjá lögreglu. Hann ítrekar þó að eðlilegast sé að fólk leiti fyrst til aðstoðar lögreglu.Dómsátt náðist í máli Hönnu Kristínar gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar, Magnúsi Jónssyni. Hanna Kristín höfðaði einkamál á hendur honum „fyrir hrottalegt ofbeldi“ í Austin í Texas í mars í fyrra.Magnús þarf að greiða Hönnu Kristínu miskabætur, útlagðan kostnað og lögfræðikostnað.Arnar segir að þó að mál séu látin niður falla hjá lögreglu getur fólk í ýmsum tilfellum þó átt rétt á miskabótum.„Þá geturðu til dæmis farið í þennan einkamálafarveg með miskabótakröfu enda þótt að lögreglan felli málið niður. Ástæðan er sú að sönnunarbyrði í einkamáli er lægri eða minni en í sakamáli. Einnig er hugsanlegt að sækja bætur frá bótanefnd,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Arnar Þór Stefánsson, hrl.Hann segir að þekktasta dæmið úr réttarsögu seinni tíma sé úr máli O.J. Simpson. O.J. var sýknaður af ákæru um að hafa orðið fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar að bana. Ættingjar fórnarlambanna fóru hins vegar í einkamál og unnu það. „Þeim tókst í einkamáli að sýna fram á að það væru meiri líkur en minni á að hann hefði brotið gegn þeim. Þá er þessi minni sönnunarbyrði sem er í einkamálum.“ Hann nefnir sem annað dæmi dóm Hæstaréttar í máli nr. 49/2005 þar sem konu var greidd rúm milljón króna í miskabætur vegna kynferðisbrots þriggja karlmanna gegn henni.Framandi hugsun sem fólk þurfi að temja sér Arnar Þór segir þó að meta þurfi atvik frá hverju máli fyrir sig. „Ef það er langur tími frá broti og þar til það er kært sem er auðvitað oft staðan, sérstaklega þegar það er brot gegn börnum, þá er erfiðara að sanna hlutina heldur en ef kært er strax. Þá getur verið hægt að fara í einkamál. Það er kannski jafn erfitt að sækja það ef það eru engin sönnunargögn eða neitt slíkt. þetta er mjög matskennt í hverju og einu tilviki. Ég veit ekki hver þróunin verður en kannski verður hún sú í meira mæli að fólk hugi að þessum möguleika að fara í einkamál þó lögregla felli niður mál og telji að ekki sé hægt að sakfella í sakamáli.“Arnar ítrekar að fólk ætti alltaf að fara fyrst með mál til lögreglu og að þetta sé úrræði ef að sú leið gengur ekki.„Þá er hægt að slá fastri miskabótaskyldu enda þótt ekki sé hægt að sakfella í sakamáli. Þetta er framandi hugsun en þetta er engu að síður þannig að það er auðveldara að sanna í einkamáli heldur en í sakamáli. Það er lægri þröskuldur til að slá því á föstu að eitthvað hafi gerst. Það þarf að temja sér þetta. Þetta eru ólíkir heimar, einkamálaheimur og sakamálaheimur.“Telur þú að viðhorf fólks til þessa séu að breytast?„Það gæti verið. Þetta mál gæti fengið fólk til að huga meira að þessari leið.“ Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Sjá meira
Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Hönnu Kristínar Skaftadóttur, telur að mál hennar geti orðið til þess að fólk velji í auknum mæli að fara í einkamál og krefjast miskabóta ef mál eru látin niður falla hjá lögreglu. Hann ítrekar þó að eðlilegast sé að fólk leiti fyrst til aðstoðar lögreglu.Dómsátt náðist í máli Hönnu Kristínar gegn fyrrverandi sambýlismanni hennar, Magnúsi Jónssyni. Hanna Kristín höfðaði einkamál á hendur honum „fyrir hrottalegt ofbeldi“ í Austin í Texas í mars í fyrra.Magnús þarf að greiða Hönnu Kristínu miskabætur, útlagðan kostnað og lögfræðikostnað.Arnar segir að þó að mál séu látin niður falla hjá lögreglu getur fólk í ýmsum tilfellum þó átt rétt á miskabótum.„Þá geturðu til dæmis farið í þennan einkamálafarveg með miskabótakröfu enda þótt að lögreglan felli málið niður. Ástæðan er sú að sönnunarbyrði í einkamáli er lægri eða minni en í sakamáli. Einnig er hugsanlegt að sækja bætur frá bótanefnd,“ segir Arnar Þór í samtali við Vísi.Arnar Þór Stefánsson, hrl.Hann segir að þekktasta dæmið úr réttarsögu seinni tíma sé úr máli O.J. Simpson. O.J. var sýknaður af ákæru um að hafa orðið fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar að bana. Ættingjar fórnarlambanna fóru hins vegar í einkamál og unnu það. „Þeim tókst í einkamáli að sýna fram á að það væru meiri líkur en minni á að hann hefði brotið gegn þeim. Þá er þessi minni sönnunarbyrði sem er í einkamálum.“ Hann nefnir sem annað dæmi dóm Hæstaréttar í máli nr. 49/2005 þar sem konu var greidd rúm milljón króna í miskabætur vegna kynferðisbrots þriggja karlmanna gegn henni.Framandi hugsun sem fólk þurfi að temja sér Arnar Þór segir þó að meta þurfi atvik frá hverju máli fyrir sig. „Ef það er langur tími frá broti og þar til það er kært sem er auðvitað oft staðan, sérstaklega þegar það er brot gegn börnum, þá er erfiðara að sanna hlutina heldur en ef kært er strax. Þá getur verið hægt að fara í einkamál. Það er kannski jafn erfitt að sækja það ef það eru engin sönnunargögn eða neitt slíkt. þetta er mjög matskennt í hverju og einu tilviki. Ég veit ekki hver þróunin verður en kannski verður hún sú í meira mæli að fólk hugi að þessum möguleika að fara í einkamál þó lögregla felli niður mál og telji að ekki sé hægt að sakfella í sakamáli.“Arnar ítrekar að fólk ætti alltaf að fara fyrst með mál til lögreglu og að þetta sé úrræði ef að sú leið gengur ekki.„Þá er hægt að slá fastri miskabótaskyldu enda þótt ekki sé hægt að sakfella í sakamáli. Þetta er framandi hugsun en þetta er engu að síður þannig að það er auðveldara að sanna í einkamáli heldur en í sakamáli. Það er lægri þröskuldur til að slá því á föstu að eitthvað hafi gerst. Það þarf að temja sér þetta. Þetta eru ólíkir heimar, einkamálaheimur og sakamálaheimur.“Telur þú að viðhorf fólks til þessa séu að breytast?„Það gæti verið. Þetta mál gæti fengið fólk til að huga meira að þessari leið.“
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Sjá meira
Magnús greiðir Hönnu Kristínu miskabætur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðrar kærur Hönnu á hendur Magnúsi til rannsóknar. 8. febrúar 2018 11:23