Seinni bylgjan um landsliðið: „Skiptir ekki máli hvort Gummi eða Geir sitji á bekknum, leikmenn þurfa reynslu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 11:00 Það hefur varla farið fram hjá neinum sem á annað borð fylgist með gangi mála í íþróttaheiminum að Guðmundur Guðmundsson er nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Dagur Sigurðsson kom eftirminnilega upp um ráðninguna nokkrum dögum áður en það var tilkynnt í þættinum Seinni bylgjan sem sýndur er á Stöð 2 Sport.Sjá einnig:Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða GuðmundDagur, sem nú þjálfar japanska landsliðið, var aftur gestur þáttarins í gærkvöldi þar sem Tómas Þór Þórðarson tók smá umræðu um landsliðið með degi og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Síðast þegar Guðmundur var við stjórnvöllinn hjá landsliðinu þá náði Ísland sínum besta árangri frá upphafi; silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á Evrópumótinu í Austurríki. „Eftir að hann hætti með Ísland er hann búinn að vera með geggjuð lið. Nú er hann að fara í Ísland sem er svolítil vinna, miklar kröfur,“ sagði Jóhann Gunnar og velti því fyrir sér hvort Guðmundur hafi það sem þarf í þá uppbyggingarvinnu sem er fram undan hjá íslenska liðinu. „Það eru engir uppbyggingarfasar til. Ég er að segja með Japan að ég þurfi til 2024 til að ná árangri. Við þekkjum alveg Gumma, hann vill vinna. Haldið þið að hann vilji ekki vinna Dani á þessu móti?“ sagði Dagur þá á móti. Hann sagði þó að það skipti máli að vera ekki með menn með 50 landsleiki á bakinu og ungu leikmennirnir þurfi að öðlast meiri reynslu. „Hvort sem að hann sitji á bekknum eða Geir, það breytir ekkert öllu með það, leikmennirnir þurfa þessa leiki.“ „Mér finnst mest spennandi, ætlar hann að hringja í [Alexander] Petersson?“ spurði Dagur. Jóhann var spenntur fyrir því og sagði það nú mjög líklegt á meðan Tómas Þór var ekki alveg á þeim vagninum: „Ætlar hann að drepa hann endanlega?“ Strákarnir vildu nú ekki meina það að landsliðsverkefni gerðu út af við Alexander, sem er orðinn 37 ára, hann væri í þokkalegu formi spilandi með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30 Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum sem á annað borð fylgist með gangi mála í íþróttaheiminum að Guðmundur Guðmundsson er nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Dagur Sigurðsson kom eftirminnilega upp um ráðninguna nokkrum dögum áður en það var tilkynnt í þættinum Seinni bylgjan sem sýndur er á Stöð 2 Sport.Sjá einnig:Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða GuðmundDagur, sem nú þjálfar japanska landsliðið, var aftur gestur þáttarins í gærkvöldi þar sem Tómas Þór Þórðarson tók smá umræðu um landsliðið með degi og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Síðast þegar Guðmundur var við stjórnvöllinn hjá landsliðinu þá náði Ísland sínum besta árangri frá upphafi; silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á Evrópumótinu í Austurríki. „Eftir að hann hætti með Ísland er hann búinn að vera með geggjuð lið. Nú er hann að fara í Ísland sem er svolítil vinna, miklar kröfur,“ sagði Jóhann Gunnar og velti því fyrir sér hvort Guðmundur hafi það sem þarf í þá uppbyggingarvinnu sem er fram undan hjá íslenska liðinu. „Það eru engir uppbyggingarfasar til. Ég er að segja með Japan að ég þurfi til 2024 til að ná árangri. Við þekkjum alveg Gumma, hann vill vinna. Haldið þið að hann vilji ekki vinna Dani á þessu móti?“ sagði Dagur þá á móti. Hann sagði þó að það skipti máli að vera ekki með menn með 50 landsleiki á bakinu og ungu leikmennirnir þurfi að öðlast meiri reynslu. „Hvort sem að hann sitji á bekknum eða Geir, það breytir ekkert öllu með það, leikmennirnir þurfa þessa leiki.“ „Mér finnst mest spennandi, ætlar hann að hringja í [Alexander] Petersson?“ spurði Dagur. Jóhann var spenntur fyrir því og sagði það nú mjög líklegt á meðan Tómas Þór var ekki alveg á þeim vagninum: „Ætlar hann að drepa hann endanlega?“ Strákarnir vildu nú ekki meina það að landsliðsverkefni gerðu út af við Alexander, sem er orðinn 37 ára, hann væri í þokkalegu formi spilandi með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30 Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Sjá meira
Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30
Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00
Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn