Ástandið aldrei verið eldfimara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. febrúar 2018 08:15 Stríðið í Sýrlandi er langvarandi og hefur ástandið jafnvel aldrei verið verra. Visir/afp Aukinn hiti hefur færst í stríðið í Sýrlandi. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvatti í gær stríðandi fylkingar til stillingar. Þannig væri best að koma í veg fyrir að ástandið versni. „Versnandi ástand um allt Sýrland, meðal annars atburðir helgarinnar á landamærunum við Ísrael, veldur okkur miklum áhyggjum. Þetta gæti haft hörmulegar afleiðingar,“ sagði talsmaðurinn og biðlaði til stríðandi fylkinga um að forðast aðgerðir sem gætu framlengt þjáningar sýrlenskra borgara. Talsmaðurinn vísaði þar til átaka á milli Ísraela og Írana sem kviknuðu er Ísraelar skutu niður íranskan dróna í lofthelgi þeirra. Í kjölfarið grandaði íranska loftvarnakerfið ísraelskri flugvél. Þá gerðu Ísraelar mikla loftárás á írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi, 122 talsins. Sagði ísraelski herinn að tekist hefði að eyðileggja um helming loftvarnakerfis sýrlenska stjórnarhersins. Sex fórust. Jonathan Conricus, talsmaður ísraelska hersins, sagði við CNN í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að íranski dróninn væri byggður á bandarískri fyrirmynd sem Íranar hefðu komið höndum yfir fyrir sex árum. Því hafnaði Bahram Qassemi, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, og sagði ummælin „of fáránleg til að vera svaraverð“.Erdogan firrar sig ábyrgð Um 700 kílómetrum norðar er bærinn Manbij, nærri landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar geisa önnur átök. Tyrkneski herinn vill taka bæinn af hersveitum sýrlenskra Kúrda (YPG). Bandaríkjamenn styðja Kúrdana hins vegar og eru bandarískir hermenn staðsettir í Manbij. Viðræður í síðustu viku skiluðu litlu. Þá á eftir að koma í ljós hvort sömu sögu verði að segja um heimsókn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Tyrklands í þessari viku. „Þetta er það sem við höfum að segja við bandamenn okkar. Ekki stilla ykkur upp á milli okkar og hryðjuverkasamtaka. Þá verða afleiðingarnar ekki á okkar ábyrgð,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrkjaforseti í janúar. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hins vegar ekki hafa áforma að kalla hermenn frá Manbij. Í síðustu viku heimsóttu tveir bandarískir hershöfðingjar bæinn. Þykir það sýna að yfirvöld ætli að standa við orð sín. „Við munum ræða þetta mál þegar Tillerson kemur. Bandalag okkar er á viðkvæmum stað. Annaðhvort bætum við úr því eða það fjarar út,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær. Frá því Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir vopnahléi 6. febrúar hefur ástandið í Sýrlandi versnað. Þessu mati lýsti Ali al-Za'tari, erindreki SÞ í Sýrlandi, í gær. Einhverjar verstu orrustur frá því stríðið hófst geisuðu nú. „Fregnir hafa borist af hundruðum dauðsfalla almennra borgara, miklum fjölda á vergangi og eyðileggingu innviða á borð við sjúkrahús.“ Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Um hundrað menn hliðhollir Assad eru sagðir hafa fallið í árásum Bandaríkjanna í nótt. 8. febrúar 2018 18:45 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Aukinn hiti hefur færst í stríðið í Sýrlandi. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hvatti í gær stríðandi fylkingar til stillingar. Þannig væri best að koma í veg fyrir að ástandið versni. „Versnandi ástand um allt Sýrland, meðal annars atburðir helgarinnar á landamærunum við Ísrael, veldur okkur miklum áhyggjum. Þetta gæti haft hörmulegar afleiðingar,“ sagði talsmaðurinn og biðlaði til stríðandi fylkinga um að forðast aðgerðir sem gætu framlengt þjáningar sýrlenskra borgara. Talsmaðurinn vísaði þar til átaka á milli Ísraela og Írana sem kviknuðu er Ísraelar skutu niður íranskan dróna í lofthelgi þeirra. Í kjölfarið grandaði íranska loftvarnakerfið ísraelskri flugvél. Þá gerðu Ísraelar mikla loftárás á írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi, 122 talsins. Sagði ísraelski herinn að tekist hefði að eyðileggja um helming loftvarnakerfis sýrlenska stjórnarhersins. Sex fórust. Jonathan Conricus, talsmaður ísraelska hersins, sagði við CNN í gær að rannsókn hefði leitt í ljós að íranski dróninn væri byggður á bandarískri fyrirmynd sem Íranar hefðu komið höndum yfir fyrir sex árum. Því hafnaði Bahram Qassemi, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans, og sagði ummælin „of fáránleg til að vera svaraverð“.Erdogan firrar sig ábyrgð Um 700 kílómetrum norðar er bærinn Manbij, nærri landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar geisa önnur átök. Tyrkneski herinn vill taka bæinn af hersveitum sýrlenskra Kúrda (YPG). Bandaríkjamenn styðja Kúrdana hins vegar og eru bandarískir hermenn staðsettir í Manbij. Viðræður í síðustu viku skiluðu litlu. Þá á eftir að koma í ljós hvort sömu sögu verði að segja um heimsókn Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Tyrklands í þessari viku. „Þetta er það sem við höfum að segja við bandamenn okkar. Ekki stilla ykkur upp á milli okkar og hryðjuverkasamtaka. Þá verða afleiðingarnar ekki á okkar ábyrgð,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrkjaforseti í janúar. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hins vegar ekki hafa áforma að kalla hermenn frá Manbij. Í síðustu viku heimsóttu tveir bandarískir hershöfðingjar bæinn. Þykir það sýna að yfirvöld ætli að standa við orð sín. „Við munum ræða þetta mál þegar Tillerson kemur. Bandalag okkar er á viðkvæmum stað. Annaðhvort bætum við úr því eða það fjarar út,“ sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, í gær. Frá því Sameinuðu þjóðirnar kölluðu eftir vopnahléi 6. febrúar hefur ástandið í Sýrlandi versnað. Þessu mati lýsti Ali al-Za'tari, erindreki SÞ í Sýrlandi, í gær. Einhverjar verstu orrustur frá því stríðið hófst geisuðu nú. „Fregnir hafa borist af hundruðum dauðsfalla almennra borgara, miklum fjölda á vergangi og eyðileggingu innviða á borð við sjúkrahús.“
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Um hundrað menn hliðhollir Assad eru sagðir hafa fallið í árásum Bandaríkjanna í nótt. 8. febrúar 2018 18:45 Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45 Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Assad-liðar segja Bandaríkin hafa framið „grimmilegt fjöldamorð“ Um hundrað menn hliðhollir Assad eru sagðir hafa fallið í árásum Bandaríkjanna í nótt. 8. febrúar 2018 18:45
Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi. 10. febrúar 2018 13:45
Síðustu „Bítlarnir“ í haldi Kúrda Yfirvöld Bandaríkjanna segja fjóra erlenda vígamenn ISIS, sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“, hafa afhöfðað minnst 27 gísla ISIS. 8. febrúar 2018 19:55