Laun leiðsögumanna og bílstjóra íþyngja varla ferðaþjónustunni Kári Jónasson skrifar 12. febrúar 2018 07:00 Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum fréttir um verðlag í ferðaþjónustunni á Íslandi miðað við önnur lönd. Í augum okkar leiðsögumanna kemur þarna fátt á óvart, og þetta eru sannarlega ekki ný tíðindi. Við sem störfum í þessum geira höfum löngum vitað að Ísland er ekki ódýrt ferðamannaland, og Ísland er heldur ekki ódýrt fyrir okkur sem hér búum, nema kannski hvað varðar hita og rafmagn allvíða á landinu. Það þarf ekkert að segja okkur um verð á mat hér á landi , hvað þá á öli og víni. Að vísu er ekki erfitt að finna sambærilegt verð á þessum hlutum í sumum nágrannalöndum okkar, en ef við miðum við Þýskaland , þá komum við mjög illa út, svo ekki sé meira sagt. Reyndar er svolítið forvitnilegt að bera saman verð á mat t.d. í Sviss og Þýskalandi, en þar er á stundum himinn og haf á milli þessara næstu nágranna. En meginatriðið með þessum skrifum er að koma í veg fyrir að fólk haldi að það séu laun leiðsögumanna og bílstjóra sem séu þess valdandi að við teljumst vera dýrt ferðamannaland. Þvert á móti , því laun þessara stétta eru skammarlega lág, tímakaupið hjá menntuðum leiðsögumönnum í kringum tvö þúsund krónur, sem gerir þá um 300 þúsund á mánuði í grunnlaun , og bílstjórar með enn minna en það. Þessar stéttir eru gjarnan langdvölum að heima, en með löngum vinnudegi og fjarvistum hafa menn í sig og á. Sumir segja að það sé ekki nema fyrir svokallaða „gullborgara“ að stunda þessi störf, en það eru gjarnan menn og konur sem hafa sagt skilið við ævistarfið og og taka þetta að sér sem hlutastörf. Það eru því ekki þessar stéttir sem eru íþyngjandi fyrir ferðaþjónustuna. Frekar má herma þessa erfiðleika upp á sterka krónu, en hún kemur sér líka vel fyrir allan almenning og þá ekki síður ferðaþjónustufyrirtækin varðandi erlend aðföng.Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kári Jónasson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum fréttir um verðlag í ferðaþjónustunni á Íslandi miðað við önnur lönd. Í augum okkar leiðsögumanna kemur þarna fátt á óvart, og þetta eru sannarlega ekki ný tíðindi. Við sem störfum í þessum geira höfum löngum vitað að Ísland er ekki ódýrt ferðamannaland, og Ísland er heldur ekki ódýrt fyrir okkur sem hér búum, nema kannski hvað varðar hita og rafmagn allvíða á landinu. Það þarf ekkert að segja okkur um verð á mat hér á landi , hvað þá á öli og víni. Að vísu er ekki erfitt að finna sambærilegt verð á þessum hlutum í sumum nágrannalöndum okkar, en ef við miðum við Þýskaland , þá komum við mjög illa út, svo ekki sé meira sagt. Reyndar er svolítið forvitnilegt að bera saman verð á mat t.d. í Sviss og Þýskalandi, en þar er á stundum himinn og haf á milli þessara næstu nágranna. En meginatriðið með þessum skrifum er að koma í veg fyrir að fólk haldi að það séu laun leiðsögumanna og bílstjóra sem séu þess valdandi að við teljumst vera dýrt ferðamannaland. Þvert á móti , því laun þessara stétta eru skammarlega lág, tímakaupið hjá menntuðum leiðsögumönnum í kringum tvö þúsund krónur, sem gerir þá um 300 þúsund á mánuði í grunnlaun , og bílstjórar með enn minna en það. Þessar stéttir eru gjarnan langdvölum að heima, en með löngum vinnudegi og fjarvistum hafa menn í sig og á. Sumir segja að það sé ekki nema fyrir svokallaða „gullborgara“ að stunda þessi störf, en það eru gjarnan menn og konur sem hafa sagt skilið við ævistarfið og og taka þetta að sér sem hlutastörf. Það eru því ekki þessar stéttir sem eru íþyngjandi fyrir ferðaþjónustuna. Frekar má herma þessa erfiðleika upp á sterka krónu, en hún kemur sér líka vel fyrir allan almenning og þá ekki síður ferðaþjónustufyrirtækin varðandi erlend aðföng.Höfundur er leiðsögumaður.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun