Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Sveinn Arnarsson skrifar 26. febrúar 2018 06:00 Magaermaraðgerðir Gravitas eru framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Pjetur Landlæknisembættið veit ekki hversu margar magaermaraðgerðir hafa verið gerðar hér á landi síðustu fimm árin vegna slælegrar skráningar þeirra sem veita þessa þjónustu. Tvö alvarleg atvik hafa átt sér stað það sem af er ári varðandi magaermaraðgerðir fyrirtækisins Gravitas slf.Fréttablaðið greindi frá því þann 24. janúar að kona hefði látist á Landspítalanum hinn 4. janúar. Líklegt þykir að andlát konunnar megi rekja til magaermaraðgerðar en það er nú rannsakað af Landlæknisembættinu. Fyrir helgi sagði DV frá því að konu á sjötugsaldri væri haldið sofandi á Landspítalanum vegna magaermaraðgerðar.Sjá einnig: Rannaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerðJón Magnús Kristjánsson yfiræknir á bráðamóttöku LSHvísir/anton brink„Við höfum fengið nokkur tilvik inn til okkar þar sem sjúklingar eru að glíma við erfiðleika eftir þessar aðgerðir,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku á LSH. „Alvarlegustu tilvikin eru skráð og skoðuð gaumgæfilega af Landspítalanum.“ Fréttablaðið óskaði svara frá Landlæknisembættinu um hversu margar magaermaraðgerðir hafi verið framkvæmdar hér á landi síðustu fimm árin. Anna Björg Aradóttir, sérfræðingur hjá embættinu segist ekki geta svarað því með vissu. „Embættið hefur verið að rýna í innsend gögn um magaaðgerðir frá stofnunum og sérfræðingum á stofu. Ljóst er út frá þeirri greiningu að ekki er í öllum tilvikum um rétta skráningu að ræða hjá þeim sem veita slíka þjónustu og það þurfum við að vinna með þeim og mun taka langan tíma,“ segir Anna Björg. Alvarleg atvik eru tilkynningarskyld til Landlæknis samkvæmt lögum. Tvö atvik hafa verið tilkynnt embættinu þar sem um magaermaraðgerðir var að ræða. „Algengustu fylgikvillar magaaðgerða eru blæðing og leki. Leki getur valdið alvarlegu ástandi hjá sjúklingi.“ Landlæknisembættið útilokar ekki að fleiri tilvik séu fyrir hendi: „Út frá algengi fylgikvilla mætti ætla að um fleiri væri að ræða án þess að hægt sé að fullyrða um það.“ Fréttablaðið veit dæmi þess að fólk hafi liðið nokkuð miklar kvalir eftir magaermaraðgerðir hjá fyrirtækinu Gravitas. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Landlæknisembættið veit ekki hversu margar magaermaraðgerðir hafa verið gerðar hér á landi síðustu fimm árin vegna slælegrar skráningar þeirra sem veita þessa þjónustu. Tvö alvarleg atvik hafa átt sér stað það sem af er ári varðandi magaermaraðgerðir fyrirtækisins Gravitas slf.Fréttablaðið greindi frá því þann 24. janúar að kona hefði látist á Landspítalanum hinn 4. janúar. Líklegt þykir að andlát konunnar megi rekja til magaermaraðgerðar en það er nú rannsakað af Landlæknisembættinu. Fyrir helgi sagði DV frá því að konu á sjötugsaldri væri haldið sofandi á Landspítalanum vegna magaermaraðgerðar.Sjá einnig: Rannaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerðJón Magnús Kristjánsson yfiræknir á bráðamóttöku LSHvísir/anton brink„Við höfum fengið nokkur tilvik inn til okkar þar sem sjúklingar eru að glíma við erfiðleika eftir þessar aðgerðir,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku á LSH. „Alvarlegustu tilvikin eru skráð og skoðuð gaumgæfilega af Landspítalanum.“ Fréttablaðið óskaði svara frá Landlæknisembættinu um hversu margar magaermaraðgerðir hafi verið framkvæmdar hér á landi síðustu fimm árin. Anna Björg Aradóttir, sérfræðingur hjá embættinu segist ekki geta svarað því með vissu. „Embættið hefur verið að rýna í innsend gögn um magaaðgerðir frá stofnunum og sérfræðingum á stofu. Ljóst er út frá þeirri greiningu að ekki er í öllum tilvikum um rétta skráningu að ræða hjá þeim sem veita slíka þjónustu og það þurfum við að vinna með þeim og mun taka langan tíma,“ segir Anna Björg. Alvarleg atvik eru tilkynningarskyld til Landlæknis samkvæmt lögum. Tvö atvik hafa verið tilkynnt embættinu þar sem um magaermaraðgerðir var að ræða. „Algengustu fylgikvillar magaaðgerða eru blæðing og leki. Leki getur valdið alvarlegu ástandi hjá sjúklingi.“ Landlæknisembættið útilokar ekki að fleiri tilvik séu fyrir hendi: „Út frá algengi fylgikvilla mætti ætla að um fleiri væri að ræða án þess að hægt sé að fullyrða um það.“ Fréttablaðið veit dæmi þess að fólk hafi liðið nokkuð miklar kvalir eftir magaermaraðgerðir hjá fyrirtækinu Gravitas.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00