Gerum betur Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 11:00 Brottfall úr framhaldsskólum landsins er alvarlegt vandamál. Hjá fámennri þjóð skiptir hver einstaklingur máli og hvert og eitt ungmenni sem missir fótanna á unglingsárunum er skaði fyrir samfélagið. En verstur er skaðinn fyrir viðkomandi einstakling, menntun er lykill að samfélaginu, lykill að tækifærum og sjálfsþroska. Nú þegar rannsóknir sýna að einn af orsakavöldum brottfalls er sálræn veikindi er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Nærri öll börn skrá sig í framhaldsskóla að loknu námi í grunnskóla. Það vantar því ekki skilning hjá þeim á mikilvægi náms. En alltof mörg gefast upp og hætta á leiðinni. Reyndar er vandinn ekki bara sá að krakkarnir hætta, námsframvindan á framhaldsskólastiginu er hæg, ein sú hægasta innan OECD. Ástæðurnar eru margvíslegar og lausnirnar þurfa að endurspegla það. Ég trúi því að nú sé að myndast skilningur á því að nauðsynlegt sé að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í skólunum, í nærumhverfi krakkanna. En fleira þarf til. Áhrif samfélagsmiðla á andlega heilsu barna hljóta að vera til alvarlegrar skoðunar. Við sjáum að greiningum fer fjölgandi hjá grunnskólabörnum og það er eitthvað að í samfélagi þar sem svona stór hluti barna þarf sérfræðiaðstoð eins og þekkist hér. Þegar við ræðum um brottfall í framhaldsskólanum þá þurfum við nefnilega að beina sjónum okkar að grunnskólanum. 30% drengja sem ljúka námi á því skólastigi geta ekki lesið sér til gagns. Vitanlega hefur það áhrif á hvernig þeim gengur í framhaldsskóla. Við þurfum að spyrja okkur hvort krakkarnir okkar komi vel undirbúin úr grunnskólanum, menntunarlega, andlega og líkamlega þannig að þeim gangi vel í framhaldsskólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Brottfall úr framhaldsskólum landsins er alvarlegt vandamál. Hjá fámennri þjóð skiptir hver einstaklingur máli og hvert og eitt ungmenni sem missir fótanna á unglingsárunum er skaði fyrir samfélagið. En verstur er skaðinn fyrir viðkomandi einstakling, menntun er lykill að samfélaginu, lykill að tækifærum og sjálfsþroska. Nú þegar rannsóknir sýna að einn af orsakavöldum brottfalls er sálræn veikindi er nauðsynlegt að bregðast hratt við. Nærri öll börn skrá sig í framhaldsskóla að loknu námi í grunnskóla. Það vantar því ekki skilning hjá þeim á mikilvægi náms. En alltof mörg gefast upp og hætta á leiðinni. Reyndar er vandinn ekki bara sá að krakkarnir hætta, námsframvindan á framhaldsskólastiginu er hæg, ein sú hægasta innan OECD. Ástæðurnar eru margvíslegar og lausnirnar þurfa að endurspegla það. Ég trúi því að nú sé að myndast skilningur á því að nauðsynlegt sé að bjóða upp á sálfræðiþjónustu í skólunum, í nærumhverfi krakkanna. En fleira þarf til. Áhrif samfélagsmiðla á andlega heilsu barna hljóta að vera til alvarlegrar skoðunar. Við sjáum að greiningum fer fjölgandi hjá grunnskólabörnum og það er eitthvað að í samfélagi þar sem svona stór hluti barna þarf sérfræðiaðstoð eins og þekkist hér. Þegar við ræðum um brottfall í framhaldsskólanum þá þurfum við nefnilega að beina sjónum okkar að grunnskólanum. 30% drengja sem ljúka námi á því skólastigi geta ekki lesið sér til gagns. Vitanlega hefur það áhrif á hvernig þeim gengur í framhaldsskóla. Við þurfum að spyrja okkur hvort krakkarnir okkar komi vel undirbúin úr grunnskólanum, menntunarlega, andlega og líkamlega þannig að þeim gangi vel í framhaldsskólanum.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun