Fasta Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Ég er alveg hræðilegur seggur og þarf alltaf að vera að taka sjálfa mig í gegn. Stundum þarf ég að glíma við annað fólk en glíman við sjálfa mig varir alla daga. Ég man þegar ég var krakki og fór í margar fermingarveislur af því að ég var prestsbarn í sveit. Einu sinni fórum við í sjö veislur sama daginn og ég var veik af ofáti þegar ég kom heim. Ég var svona krakki sem sat og borðaði augun og hnakkaspikið á sviðakjammanum með alveg sérstökum hátíðar- og gleðisvip. Ég er ekki manneskjan sem myndi velja hungurverkfall í mótmælaskyni, kysi frekar að skrifa greinar og þess háttar. Í gegnum árin hef ég kynnst allskyns föstum í viðleitni til að ná tökum á seggnum í sjálfri mér. Ég hef fastað á sykur, kjöt og hveiti og nú í nokkurn tíma hef ég fastað 17 tíma á sólarhring til að ná niður blóðsykri sem að sjálfsögðu var kominn í uppnám. Þetta er ömurlegt fyrst og því fylgir nokkur depurð í upphafi og maður þolir ekki frasana „livva og njodda“, „live a little“. En svo kemur vellíðan, hugsunin verður skýrari, sköpunarkrafturinn eykst, liðirnir mýkjast, maginn hjaðnar og virkni magnast. Það er ekki svo lítið. Núna er föstutíminn í kristinni kirkju, fjörutíu daga fyrir páska. Föstur eru raunar virkur þáttur í öllum trúarbrögðum heims vegna þess að fastan skapar nánd hið innra, við Guð, eigið sjálf og við náungann. Er ekki góð áskorun að fasta á það sem lyktar af stjórnleysi í okkar eigin lífi? Til dæmis að sniðganga óhollan mat, tempra snjallsíma- og tölvunotkun eða sjónvarpsgláp, sleppa vímuneyslu, neikvæðum fésbókarstatusum, vondum tengslum og hreyfingarleysi svo eitthvað sé nefnt. Ég skal lofa að gera mitt besta, svo ég sé ekki eins og varðan sem vísar bara veginn en fer hann ekki sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ég er alveg hræðilegur seggur og þarf alltaf að vera að taka sjálfa mig í gegn. Stundum þarf ég að glíma við annað fólk en glíman við sjálfa mig varir alla daga. Ég man þegar ég var krakki og fór í margar fermingarveislur af því að ég var prestsbarn í sveit. Einu sinni fórum við í sjö veislur sama daginn og ég var veik af ofáti þegar ég kom heim. Ég var svona krakki sem sat og borðaði augun og hnakkaspikið á sviðakjammanum með alveg sérstökum hátíðar- og gleðisvip. Ég er ekki manneskjan sem myndi velja hungurverkfall í mótmælaskyni, kysi frekar að skrifa greinar og þess háttar. Í gegnum árin hef ég kynnst allskyns föstum í viðleitni til að ná tökum á seggnum í sjálfri mér. Ég hef fastað á sykur, kjöt og hveiti og nú í nokkurn tíma hef ég fastað 17 tíma á sólarhring til að ná niður blóðsykri sem að sjálfsögðu var kominn í uppnám. Þetta er ömurlegt fyrst og því fylgir nokkur depurð í upphafi og maður þolir ekki frasana „livva og njodda“, „live a little“. En svo kemur vellíðan, hugsunin verður skýrari, sköpunarkrafturinn eykst, liðirnir mýkjast, maginn hjaðnar og virkni magnast. Það er ekki svo lítið. Núna er föstutíminn í kristinni kirkju, fjörutíu daga fyrir páska. Föstur eru raunar virkur þáttur í öllum trúarbrögðum heims vegna þess að fastan skapar nánd hið innra, við Guð, eigið sjálf og við náungann. Er ekki góð áskorun að fasta á það sem lyktar af stjórnleysi í okkar eigin lífi? Til dæmis að sniðganga óhollan mat, tempra snjallsíma- og tölvunotkun eða sjónvarpsgláp, sleppa vímuneyslu, neikvæðum fésbókarstatusum, vondum tengslum og hreyfingarleysi svo eitthvað sé nefnt. Ég skal lofa að gera mitt besta, svo ég sé ekki eins og varðan sem vísar bara veginn en fer hann ekki sjálf.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun