Þegar ríkið gefur með annarri og tekur með hinni Ásta Hlín Magnúsdóttir og Elísabet D. Sveinsdóttir og Óttar Már Kárason skrifa 20. febrúar 2018 11:39 Um daginn var Borgarfjörður eystri tekinn inn í verkefnið Brothættar byggðir sem Byggðastofnun hefur yfirumsjón með. Verkefnið hefur verið í gangi hjá Byggðastofnun síðan 2012 þegar það fór af stað á Raufarhöfn en hugmyndafræðin snýst um að virkja íbúa brothættra byggða til þátttöku og vinna með þeim tillögur til úrbóta til að stöðva viðvarandi fólksfækkun. Við erum alveg viss um að verkefnið muni bera árangur og einhver snilld gerist á Borgarfirði á næstu árum. Enda er dásamlegt að vera hér og Borgfirðingar bjartsýnir eftir frábært íbúaþing þar sem myndaðist ótrúlegur kraftur og samstaða. Flestir gera sér líka grein fyrir að það gerist ekkert nema með samvinnu. Íbúar verða að taka sig saman og vinna að þessu verkefni sem heild. En er það nóg? Í gær tóku Borgfirðingar sig saman í Njarðvíkurskriðunum til þess að mótmæla óboðlegum vegsamgöngum og hreinlega að byrja sjálfir á vegaframkvæmdum til þess að eitthvað verði gert. Byggðastofnun er ríkisstofnun. Sem sagt; ríkið vill fjárfesta í að gera Borgarfjörð að betri búsetukosti. Sem er flott. Ríkið er hins vegar stórt og hefur marga arma sem aðhafast misjafnt. Á meðan Byggðastofnun ráðstafar sínum fjármunum í að byggja upp á Borgarfirði hverfa aðrir armar ríkisins. Við ítrekum að við erum mjög ánægð og bjartsýn með verkefnið en það mikilvægasta sem samfélag þarf til að halda lífi er samt grunnþjónusta og innviðir. Vegsamgöngur sem standast nútíma kröfur eru nauðsynlegir innviðir, grunnþjónusta sem ríkið á að tryggja. Vegurinn til Borgarfjarðar stenst ekki nútímakröfur. Árum saman hefur það verið á langtíma plani að leggja bundið slitlag á Borgarfjarðarveg. Árum saman hefur því verið frestað. Íbúum hefur fækkað smám saman á meðan samkeppnishæfni atvinnulífsins minnkar vegna bágra samgangna. Úrbótum er frestað, fólki fækkar. Á endanum sér ríkið að eitthvað þarf að gera til að fólki haldi ekki áfram að fækka og hrindir af stað átaksverkefni með Byggðastofnun. Heldur samt áfram að fresta samgöngubótum. Það er ekki erfitt að færa rök fyrir mikilvægi þess að leggja bundið slitlag um borgarfjarðarveg sem fyrst. Borgfirðingar þurfa að sækja nánast alla þjónustu um þennan veg allan ársins hring þar sem hvorki er verslun né heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Borgarfjörður eystra er eini þéttbýlisstaður landsins sem ekki hefur tengingu við annan þéttbýlisstað með bundnu slitlagi. Um borgarfjarðarveg fara 300-400 bílar að meðaltali á dag að sumarlagi þegar fjöldi ferðamanna sækir fjörðinn heim en ferðaþjónusta er meðal aðal atvinnugreina á staðnum. Vegurinn er nú í hræðilegu ásigkomulagi og dæmi um að bílaleigur hreinlega banni viðskiptavinum sínum að fara til Borgarfjarðar vegna þess. Ferðamenn á eigin vegum hefur líka snúið við á þegar þeir sjá frammá að eyðileggja bíla eða aftaní vagna. Nú stendur til að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn um svæðið og eðlilegast væri að gera það samhliða vegaframkvæmdum. Ef beðið verður með vegaframkvæmdir er líklegt að strengur í jörðu trufli þær auk þess sem og mikil samlegðaráhrif hljóta að vera með því að gera bæði samtímis. Í gær átti eftir að leggja 28 kílómetra af bundnu slitlagi, í dag erum við byrjuð að steypa og bara 27,999 km eftir. Við vonum að ríkið taki við sem fyrst og tryggi okkur þá innviði sem byggðin okkar þarf til að lifa af. Innviðalaus byggð er dæmd til að vera brothætt. Það er mjög gott að við skulum ætla að hjálpa Borgarfirði að verða betri og hætta að vera brothættur. En á meðan ríkið gefur með annarri mætti það gjarnan hætta að taka með hinni. Ásta Hlín Magnúsdóttir Elísabet D. Sveinsdóttir Óttar Már Kárason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn var Borgarfjörður eystri tekinn inn í verkefnið Brothættar byggðir sem Byggðastofnun hefur yfirumsjón með. Verkefnið hefur verið í gangi hjá Byggðastofnun síðan 2012 þegar það fór af stað á Raufarhöfn en hugmyndafræðin snýst um að virkja íbúa brothættra byggða til þátttöku og vinna með þeim tillögur til úrbóta til að stöðva viðvarandi fólksfækkun. Við erum alveg viss um að verkefnið muni bera árangur og einhver snilld gerist á Borgarfirði á næstu árum. Enda er dásamlegt að vera hér og Borgfirðingar bjartsýnir eftir frábært íbúaþing þar sem myndaðist ótrúlegur kraftur og samstaða. Flestir gera sér líka grein fyrir að það gerist ekkert nema með samvinnu. Íbúar verða að taka sig saman og vinna að þessu verkefni sem heild. En er það nóg? Í gær tóku Borgfirðingar sig saman í Njarðvíkurskriðunum til þess að mótmæla óboðlegum vegsamgöngum og hreinlega að byrja sjálfir á vegaframkvæmdum til þess að eitthvað verði gert. Byggðastofnun er ríkisstofnun. Sem sagt; ríkið vill fjárfesta í að gera Borgarfjörð að betri búsetukosti. Sem er flott. Ríkið er hins vegar stórt og hefur marga arma sem aðhafast misjafnt. Á meðan Byggðastofnun ráðstafar sínum fjármunum í að byggja upp á Borgarfirði hverfa aðrir armar ríkisins. Við ítrekum að við erum mjög ánægð og bjartsýn með verkefnið en það mikilvægasta sem samfélag þarf til að halda lífi er samt grunnþjónusta og innviðir. Vegsamgöngur sem standast nútíma kröfur eru nauðsynlegir innviðir, grunnþjónusta sem ríkið á að tryggja. Vegurinn til Borgarfjarðar stenst ekki nútímakröfur. Árum saman hefur það verið á langtíma plani að leggja bundið slitlag á Borgarfjarðarveg. Árum saman hefur því verið frestað. Íbúum hefur fækkað smám saman á meðan samkeppnishæfni atvinnulífsins minnkar vegna bágra samgangna. Úrbótum er frestað, fólki fækkar. Á endanum sér ríkið að eitthvað þarf að gera til að fólki haldi ekki áfram að fækka og hrindir af stað átaksverkefni með Byggðastofnun. Heldur samt áfram að fresta samgöngubótum. Það er ekki erfitt að færa rök fyrir mikilvægi þess að leggja bundið slitlag um borgarfjarðarveg sem fyrst. Borgfirðingar þurfa að sækja nánast alla þjónustu um þennan veg allan ársins hring þar sem hvorki er verslun né heilbrigðisþjónusta í heimabyggð. Borgarfjörður eystra er eini þéttbýlisstaður landsins sem ekki hefur tengingu við annan þéttbýlisstað með bundnu slitlagi. Um borgarfjarðarveg fara 300-400 bílar að meðaltali á dag að sumarlagi þegar fjöldi ferðamanna sækir fjörðinn heim en ferðaþjónusta er meðal aðal atvinnugreina á staðnum. Vegurinn er nú í hræðilegu ásigkomulagi og dæmi um að bílaleigur hreinlega banni viðskiptavinum sínum að fara til Borgarfjarðar vegna þess. Ferðamenn á eigin vegum hefur líka snúið við á þegar þeir sjá frammá að eyðileggja bíla eða aftaní vagna. Nú stendur til að leggja ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn um svæðið og eðlilegast væri að gera það samhliða vegaframkvæmdum. Ef beðið verður með vegaframkvæmdir er líklegt að strengur í jörðu trufli þær auk þess sem og mikil samlegðaráhrif hljóta að vera með því að gera bæði samtímis. Í gær átti eftir að leggja 28 kílómetra af bundnu slitlagi, í dag erum við byrjuð að steypa og bara 27,999 km eftir. Við vonum að ríkið taki við sem fyrst og tryggi okkur þá innviði sem byggðin okkar þarf til að lifa af. Innviðalaus byggð er dæmd til að vera brothætt. Það er mjög gott að við skulum ætla að hjálpa Borgarfirði að verða betri og hætta að vera brothættur. En á meðan ríkið gefur með annarri mætti það gjarnan hætta að taka með hinni. Ásta Hlín Magnúsdóttir Elísabet D. Sveinsdóttir Óttar Már Kárason
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun