Flokkur fólksins boðar mikla flugeldasýningu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. mars 2018 08:00 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir stöðu margra í samfélaginu miklu verri en ráðamenn haldi fram. Vísir/Anton Brink „Við förum fram í borginni, ekki spurning,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, aðspurð um framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. „Við eigum eftir að auglýsa okkar stóra fund þegar við höldum okkar flugeldasýningu í kringum okkar framboð. Við erum hins vegar ekkert að flýta okkur og viljum ekki týnast í umræðunni.“ Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí næstkomandi og rennur framboðsfrestur út laugardaginn 5. maí. Inga Sæland skaust upp á stjörnuhimin íslenskra stjórnmála þegar hún náði óvænt fimm mönnum inn á þing í síðustu alþingiskosningum, eftir dramatíska frammistöðu í framboðsþætti kvöldið fyrir kosningar. „Ég vildi að hlutirnir gengju hraðar fyrir sig og vildi gjarnan hafa meiri áhrif,“ segir Inga um líf sitt og störf í þinginu og segist þó vel finna fyrir þeim áhrifum sem hún og hennar flokkur hafi. „Ég veit að við erum að rugga bátnum. Ég veit það sjálf og það vita það allir þarna niður frá. Við njótum ákveðinnar sérstöðu þarna inni og vitum það öll sem eitt.“ Aðspurð segist Inga vera í góðum tengslum við fólkið í samfélaginu og hún fær mikið af símtölum og fyrirspurnum. „Við fáum rosalega mikinn póst og alls konar skýrslur og fyrirspurnir frá fólki. En það sem er verst er að geta ekki hjálpað öllum sem hringja í mig og biðja mig að hjálpa sér,“ segir Inga og bætir við: „Ástandið er miklu, miklu alvarlegra hjá fólki heldur en ráðamenn eins og hæstvirtur fjármálaráðherra vilja meina. Þetta er bara alveg svakalega sorglegt, en við berjumst. Það er alveg á hreinu.“ Inga segist þó finna að breytingar liggi í loftinu og fagnar sérstaklega niðurstöðu kosningar í formannskjöri Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum. „Ég er brjálæðislega glöð með úrslitin hjá Eflingu. Það eru breytingar í loftinu og það verða breytingar,“ segir Inga vígreif og vonast til að þær breytingar komi fram á fleiri sviðum. Hún nefnir sem dæmi mál sem höfðað hefur verið gegn Tryggingastofnun þar sem látið er reyna á lögmæti breytinga á lögum um almannatryggingar sem hafði þau áhrif að greiðslur sem lögin tryggðu lífeyrisþegum voru aldrei greiddar heldur lögunum breytt með afturvirkum hætti. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
„Við förum fram í borginni, ekki spurning,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, aðspurð um framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. „Við eigum eftir að auglýsa okkar stóra fund þegar við höldum okkar flugeldasýningu í kringum okkar framboð. Við erum hins vegar ekkert að flýta okkur og viljum ekki týnast í umræðunni.“ Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 26. maí næstkomandi og rennur framboðsfrestur út laugardaginn 5. maí. Inga Sæland skaust upp á stjörnuhimin íslenskra stjórnmála þegar hún náði óvænt fimm mönnum inn á þing í síðustu alþingiskosningum, eftir dramatíska frammistöðu í framboðsþætti kvöldið fyrir kosningar. „Ég vildi að hlutirnir gengju hraðar fyrir sig og vildi gjarnan hafa meiri áhrif,“ segir Inga um líf sitt og störf í þinginu og segist þó vel finna fyrir þeim áhrifum sem hún og hennar flokkur hafi. „Ég veit að við erum að rugga bátnum. Ég veit það sjálf og það vita það allir þarna niður frá. Við njótum ákveðinnar sérstöðu þarna inni og vitum það öll sem eitt.“ Aðspurð segist Inga vera í góðum tengslum við fólkið í samfélaginu og hún fær mikið af símtölum og fyrirspurnum. „Við fáum rosalega mikinn póst og alls konar skýrslur og fyrirspurnir frá fólki. En það sem er verst er að geta ekki hjálpað öllum sem hringja í mig og biðja mig að hjálpa sér,“ segir Inga og bætir við: „Ástandið er miklu, miklu alvarlegra hjá fólki heldur en ráðamenn eins og hæstvirtur fjármálaráðherra vilja meina. Þetta er bara alveg svakalega sorglegt, en við berjumst. Það er alveg á hreinu.“ Inga segist þó finna að breytingar liggi í loftinu og fagnar sérstaklega niðurstöðu kosningar í formannskjöri Eflingar, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir bar sigur úr býtum. „Ég er brjálæðislega glöð með úrslitin hjá Eflingu. Það eru breytingar í loftinu og það verða breytingar,“ segir Inga vígreif og vonast til að þær breytingar komi fram á fleiri sviðum. Hún nefnir sem dæmi mál sem höfðað hefur verið gegn Tryggingastofnun þar sem látið er reyna á lögmæti breytinga á lögum um almannatryggingar sem hafði þau áhrif að greiðslur sem lögin tryggðu lífeyrisþegum voru aldrei greiddar heldur lögunum breytt með afturvirkum hætti. Aðalmeðferð málsins fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira