Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2018 11:15 Erik Prince sagði þingnefnd í fyrra að fundur hans með stjórnanda rússnesks fjárfestingasjóðs hafi ekki verið skipulagður fyrirfram. Hann sagðist einnig hafa ástæðu til að ætla að bandaríska leyniþjónustan læki upplýsingum um sig. Vísir/AFP Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016, hafa fundið vísbendingar um að tilraun hafi verið gerð til að koma á leynilegum samskiptum á bak við tjöldin á milli stjórnar Donalds Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta rétt áður en Trump tók við embætti.Washington Post segir frá því að þvert á yfirlýsingar Eriks Prince, stofnanda öryggisfyrirtækisins Blackwater og óformlegs ráðgjafa undirbúningsteymis Trump fyrir valdatökuna, hafi þetta verið tilgangurinn með fundi sem Prince átti með stjórnanda rússnesks fjárfestingasjóðs með náin tengsl við Pútín á Seychelles-eyjum í janúar í fyrra. Prince hefur sagt við þingnefnd og fjölmiðla að hann og Kirill Dmitriev hafi hist fyrir tilviljun á eyjunum og aðeins átt „vinalegar samræður“ yfir drykkjum í hálftíma. Þeir hafi ekki rætt um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Frétt bandaríska blaðsins kemur í kjölfar umfjöllunar New York Times um áhuga Mueller á líbansk-bandaríska athafnamanninum George Nader í vikunni. Sá hefur verið ráðgjafi Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hann er sagður vinna með rannsakendum Mueller og hafa borið vitni fyrir ákærudómstól í síðustu viku.Mögulega ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptaleið Washington Post segir að Nader hafi tjáð Mueller að fundinum á Seychelles-eyjum hafi verið komið á til að fulltrúar undirbúningsteymis Trump gætu hitt sendiboða stjórnvalda í Kreml til að ræða framtíðasamskipti ríkjanna. Fundurinn fór fram aðeins viku áður en Trump tók formlega við embætti. Nader er sagður hafa átt ítrekaða fundi með háttsettum fulltrúum Trump í Hvíta húsinu í byrjun síðasta árs, þar á meðal með Jared Kushner, tengdasyni Trump og eins helsta ráðgjafa, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump.Mueller er sagður hafa tryggt sér samvinnu ráðgjafa Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem hafi borið vitni um fundinn á Seychelles-eyjum. Ráðgjafinn sé þó ekki eina heimild rannsakendanna um efni fundarins.Vísir/GettyPrince vann ekki formlega fyrir forsetaframboð Trump eða undirbúningsteymið hans fyrir valdatökuna. Hins vegar segja heimildarmenn Washington Post að hann hafi kynnt sig sem óformlegan fulltrúa Trump fyrir háttsettum fulltrúum Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem komu fundinum með Dmitriev á. Rannsakendurnir eru sagðir hafa grunsemdir um að Seychelles-eyjafundurinn hafi verið ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptaleiðum á milli stjórnar Trump og rússneskra stjórnvalda á bak við tjöldin. Áður hefur verið greint frá því að Kushner hafi reynt að koma á slíkum samskiptum við erlend ríki utan við hefðbundnar og opinberar samskiptaleiðir áður en Trump tók við embætti. Kushner missti nýlega aðgangsheimild að leynilegum gögnum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna þess að hann þurfti ítrekað að breyta umsókn sinni um heimildina þar sem hann hafði ekki gert fulla grein fyrir samskiptum sínum við erlenda embættismenn. Þá var sagt frá því á dögunum að embættismenn að minnsta kosti fjögurra erlendra ríkja hafi rætt hvernig þeir gætu nýtt sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, skulda fyrirtækja hans og reynsluleysi í opinberum erindrekstri til að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016, hafa fundið vísbendingar um að tilraun hafi verið gerð til að koma á leynilegum samskiptum á bak við tjöldin á milli stjórnar Donalds Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta rétt áður en Trump tók við embætti.Washington Post segir frá því að þvert á yfirlýsingar Eriks Prince, stofnanda öryggisfyrirtækisins Blackwater og óformlegs ráðgjafa undirbúningsteymis Trump fyrir valdatökuna, hafi þetta verið tilgangurinn með fundi sem Prince átti með stjórnanda rússnesks fjárfestingasjóðs með náin tengsl við Pútín á Seychelles-eyjum í janúar í fyrra. Prince hefur sagt við þingnefnd og fjölmiðla að hann og Kirill Dmitriev hafi hist fyrir tilviljun á eyjunum og aðeins átt „vinalegar samræður“ yfir drykkjum í hálftíma. Þeir hafi ekki rætt um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Frétt bandaríska blaðsins kemur í kjölfar umfjöllunar New York Times um áhuga Mueller á líbansk-bandaríska athafnamanninum George Nader í vikunni. Sá hefur verið ráðgjafi Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hann er sagður vinna með rannsakendum Mueller og hafa borið vitni fyrir ákærudómstól í síðustu viku.Mögulega ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptaleið Washington Post segir að Nader hafi tjáð Mueller að fundinum á Seychelles-eyjum hafi verið komið á til að fulltrúar undirbúningsteymis Trump gætu hitt sendiboða stjórnvalda í Kreml til að ræða framtíðasamskipti ríkjanna. Fundurinn fór fram aðeins viku áður en Trump tók formlega við embætti. Nader er sagður hafa átt ítrekaða fundi með háttsettum fulltrúum Trump í Hvíta húsinu í byrjun síðasta árs, þar á meðal með Jared Kushner, tengdasyni Trump og eins helsta ráðgjafa, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump.Mueller er sagður hafa tryggt sér samvinnu ráðgjafa Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem hafi borið vitni um fundinn á Seychelles-eyjum. Ráðgjafinn sé þó ekki eina heimild rannsakendanna um efni fundarins.Vísir/GettyPrince vann ekki formlega fyrir forsetaframboð Trump eða undirbúningsteymið hans fyrir valdatökuna. Hins vegar segja heimildarmenn Washington Post að hann hafi kynnt sig sem óformlegan fulltrúa Trump fyrir háttsettum fulltrúum Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem komu fundinum með Dmitriev á. Rannsakendurnir eru sagðir hafa grunsemdir um að Seychelles-eyjafundurinn hafi verið ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptaleiðum á milli stjórnar Trump og rússneskra stjórnvalda á bak við tjöldin. Áður hefur verið greint frá því að Kushner hafi reynt að koma á slíkum samskiptum við erlend ríki utan við hefðbundnar og opinberar samskiptaleiðir áður en Trump tók við embætti. Kushner missti nýlega aðgangsheimild að leynilegum gögnum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna þess að hann þurfti ítrekað að breyta umsókn sinni um heimildina þar sem hann hafði ekki gert fulla grein fyrir samskiptum sínum við erlenda embættismenn. Þá var sagt frá því á dögunum að embættismenn að minnsta kosti fjögurra erlendra ríkja hafi rætt hvernig þeir gætu nýtt sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, skulda fyrirtækja hans og reynsluleysi í opinberum erindrekstri til að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent