Spurður hvort hann væri hommi eða hvort mamma hans væri vændiskona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2018 12:30 Hlaupararnir Saquon Barkley (til vinstri) og Derrius Guice verða líklega valdir snemma. Vísir/Getty Derrius Guice er verðandi framtíðarstjarna í NFL-deildinni en áður en kemur að nýliðavalinu þá þurfa ungir leikmenn að fara í gegnum nýliðabúðir með flestum þeim sem eru að reyna að komast inn í deildina. Í þessum búðum eru leikmennirnir mældir og prófaðir á allan mögulegan hátt eins og hversu fljótir þeir eru eða hvað þeir stökkva hátt eða langt úr kyrrstöðu. Það eru þó fréttir af viðtölum liðanna við strákana sem fá helst á sig gagnrýni því þar ganga menn langt í að kynnast karakter og persónu leikmannanna. Derrius Guice sagði frá nokkrum spurningunum sem hann fékk í þessum viðtölum við fulltrúa fá liðunum sem eru að íhuga að velja hann í nýliðavalinu. „Þetta var frekar ruglað,“ sagði Derrius Guice í þættinum Late Hits á SiriusXM NFL stöðinni. „Sumir eru að reyna að komast inn í hausinn á þér og þeir eru að reyna að lesa þig út frá viðbrögðunum,“ sagði Guice. USA Today sagði frá.Derrius Guice (@DhaSickest) runs a 4.49u 40-yard dash! @LSUfootball#NFLCombine : @nflnetworkpic.twitter.com/uLkLAAZvDy — NFL (@NFL) March 2, 2018 Derrius Guice er fæddur árið 1997 en hann er hlaupari. Guice er fæddur í Baton Rouge í Louisiana fylki og hann lék með Louisiana State University skólanum frá 2015 til 2017. Enginn annar í sögu SEC deildarinnar hefur náð þremur leikjum með 250 jarda eða fleiri. Guice gat verið eitt ár í viðbót í skólanum en ákvað frekar að reyna við NFL-deildina. Til þess að komast þangað þá þurfti hann að fara í þessar nýliðarbúðir NFL-deildarinnar og í þessi skrautlegu viðtöl. „Ég fór inn í eitt herbergi og þar er ég spurður hvort ég sé hrifinn af karlmönnum bara til að sjá viðbrögðin hjá mér. Svo fer ég inn í annað herbergi og þá fara menn að tala um fólk í fjölskyldunni minni. Einhver sagði þá: Ég heyrði að mamma þín selji sig. Hvað finnst þér um það?,“ sagði Guice."I'd go in one room and a team would ask me, ‘Do I like men?'" Derrius Guice is the latest NFL Draft prospect to be asked about sexual orientation: https://t.co/3Jl6jI6tDupic.twitter.com/XJVJN3POwZ — Sporting News (@sportingnews) March 8, 2018 Guice lét þetta ekki hafa áhrif á sig því hann sagðist hafa mætt í búðirnar tilbúinn í hvað sem er. „Ég fór bara eftir þeim ráðum sem ég hafði fengið. Ég var alveg örmagna eftir þetta allt saman en þetta var samt frábær reynsla. Það er verið að fylgjast með þér og prófa þig allan tímann,“ sagði Derrius Guice. Það er almennt búist við því að Derrius Guice verði valinn snemma í nýliðavalinu en það fer fram í lok apríl. NFL Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira
Derrius Guice er verðandi framtíðarstjarna í NFL-deildinni en áður en kemur að nýliðavalinu þá þurfa ungir leikmenn að fara í gegnum nýliðabúðir með flestum þeim sem eru að reyna að komast inn í deildina. Í þessum búðum eru leikmennirnir mældir og prófaðir á allan mögulegan hátt eins og hversu fljótir þeir eru eða hvað þeir stökkva hátt eða langt úr kyrrstöðu. Það eru þó fréttir af viðtölum liðanna við strákana sem fá helst á sig gagnrýni því þar ganga menn langt í að kynnast karakter og persónu leikmannanna. Derrius Guice sagði frá nokkrum spurningunum sem hann fékk í þessum viðtölum við fulltrúa fá liðunum sem eru að íhuga að velja hann í nýliðavalinu. „Þetta var frekar ruglað,“ sagði Derrius Guice í þættinum Late Hits á SiriusXM NFL stöðinni. „Sumir eru að reyna að komast inn í hausinn á þér og þeir eru að reyna að lesa þig út frá viðbrögðunum,“ sagði Guice. USA Today sagði frá.Derrius Guice (@DhaSickest) runs a 4.49u 40-yard dash! @LSUfootball#NFLCombine : @nflnetworkpic.twitter.com/uLkLAAZvDy — NFL (@NFL) March 2, 2018 Derrius Guice er fæddur árið 1997 en hann er hlaupari. Guice er fæddur í Baton Rouge í Louisiana fylki og hann lék með Louisiana State University skólanum frá 2015 til 2017. Enginn annar í sögu SEC deildarinnar hefur náð þremur leikjum með 250 jarda eða fleiri. Guice gat verið eitt ár í viðbót í skólanum en ákvað frekar að reyna við NFL-deildina. Til þess að komast þangað þá þurfti hann að fara í þessar nýliðarbúðir NFL-deildarinnar og í þessi skrautlegu viðtöl. „Ég fór inn í eitt herbergi og þar er ég spurður hvort ég sé hrifinn af karlmönnum bara til að sjá viðbrögðin hjá mér. Svo fer ég inn í annað herbergi og þá fara menn að tala um fólk í fjölskyldunni minni. Einhver sagði þá: Ég heyrði að mamma þín selji sig. Hvað finnst þér um það?,“ sagði Guice."I'd go in one room and a team would ask me, ‘Do I like men?'" Derrius Guice is the latest NFL Draft prospect to be asked about sexual orientation: https://t.co/3Jl6jI6tDupic.twitter.com/XJVJN3POwZ — Sporting News (@sportingnews) March 8, 2018 Guice lét þetta ekki hafa áhrif á sig því hann sagðist hafa mætt í búðirnar tilbúinn í hvað sem er. „Ég fór bara eftir þeim ráðum sem ég hafði fengið. Ég var alveg örmagna eftir þetta allt saman en þetta var samt frábær reynsla. Það er verið að fylgjast með þér og prófa þig allan tímann,“ sagði Derrius Guice. Það er almennt búist við því að Derrius Guice verði valinn snemma í nýliðavalinu en það fer fram í lok apríl.
NFL Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Sjá meira