Spurður hvort hann væri hommi eða hvort mamma hans væri vændiskona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2018 12:30 Hlaupararnir Saquon Barkley (til vinstri) og Derrius Guice verða líklega valdir snemma. Vísir/Getty Derrius Guice er verðandi framtíðarstjarna í NFL-deildinni en áður en kemur að nýliðavalinu þá þurfa ungir leikmenn að fara í gegnum nýliðabúðir með flestum þeim sem eru að reyna að komast inn í deildina. Í þessum búðum eru leikmennirnir mældir og prófaðir á allan mögulegan hátt eins og hversu fljótir þeir eru eða hvað þeir stökkva hátt eða langt úr kyrrstöðu. Það eru þó fréttir af viðtölum liðanna við strákana sem fá helst á sig gagnrýni því þar ganga menn langt í að kynnast karakter og persónu leikmannanna. Derrius Guice sagði frá nokkrum spurningunum sem hann fékk í þessum viðtölum við fulltrúa fá liðunum sem eru að íhuga að velja hann í nýliðavalinu. „Þetta var frekar ruglað,“ sagði Derrius Guice í þættinum Late Hits á SiriusXM NFL stöðinni. „Sumir eru að reyna að komast inn í hausinn á þér og þeir eru að reyna að lesa þig út frá viðbrögðunum,“ sagði Guice. USA Today sagði frá.Derrius Guice (@DhaSickest) runs a 4.49u 40-yard dash! @LSUfootball#NFLCombine : @nflnetworkpic.twitter.com/uLkLAAZvDy — NFL (@NFL) March 2, 2018 Derrius Guice er fæddur árið 1997 en hann er hlaupari. Guice er fæddur í Baton Rouge í Louisiana fylki og hann lék með Louisiana State University skólanum frá 2015 til 2017. Enginn annar í sögu SEC deildarinnar hefur náð þremur leikjum með 250 jarda eða fleiri. Guice gat verið eitt ár í viðbót í skólanum en ákvað frekar að reyna við NFL-deildina. Til þess að komast þangað þá þurfti hann að fara í þessar nýliðarbúðir NFL-deildarinnar og í þessi skrautlegu viðtöl. „Ég fór inn í eitt herbergi og þar er ég spurður hvort ég sé hrifinn af karlmönnum bara til að sjá viðbrögðin hjá mér. Svo fer ég inn í annað herbergi og þá fara menn að tala um fólk í fjölskyldunni minni. Einhver sagði þá: Ég heyrði að mamma þín selji sig. Hvað finnst þér um það?,“ sagði Guice."I'd go in one room and a team would ask me, ‘Do I like men?'" Derrius Guice is the latest NFL Draft prospect to be asked about sexual orientation: https://t.co/3Jl6jI6tDupic.twitter.com/XJVJN3POwZ — Sporting News (@sportingnews) March 8, 2018 Guice lét þetta ekki hafa áhrif á sig því hann sagðist hafa mætt í búðirnar tilbúinn í hvað sem er. „Ég fór bara eftir þeim ráðum sem ég hafði fengið. Ég var alveg örmagna eftir þetta allt saman en þetta var samt frábær reynsla. Það er verið að fylgjast með þér og prófa þig allan tímann,“ sagði Derrius Guice. Það er almennt búist við því að Derrius Guice verði valinn snemma í nýliðavalinu en það fer fram í lok apríl. NFL Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira
Derrius Guice er verðandi framtíðarstjarna í NFL-deildinni en áður en kemur að nýliðavalinu þá þurfa ungir leikmenn að fara í gegnum nýliðabúðir með flestum þeim sem eru að reyna að komast inn í deildina. Í þessum búðum eru leikmennirnir mældir og prófaðir á allan mögulegan hátt eins og hversu fljótir þeir eru eða hvað þeir stökkva hátt eða langt úr kyrrstöðu. Það eru þó fréttir af viðtölum liðanna við strákana sem fá helst á sig gagnrýni því þar ganga menn langt í að kynnast karakter og persónu leikmannanna. Derrius Guice sagði frá nokkrum spurningunum sem hann fékk í þessum viðtölum við fulltrúa fá liðunum sem eru að íhuga að velja hann í nýliðavalinu. „Þetta var frekar ruglað,“ sagði Derrius Guice í þættinum Late Hits á SiriusXM NFL stöðinni. „Sumir eru að reyna að komast inn í hausinn á þér og þeir eru að reyna að lesa þig út frá viðbrögðunum,“ sagði Guice. USA Today sagði frá.Derrius Guice (@DhaSickest) runs a 4.49u 40-yard dash! @LSUfootball#NFLCombine : @nflnetworkpic.twitter.com/uLkLAAZvDy — NFL (@NFL) March 2, 2018 Derrius Guice er fæddur árið 1997 en hann er hlaupari. Guice er fæddur í Baton Rouge í Louisiana fylki og hann lék með Louisiana State University skólanum frá 2015 til 2017. Enginn annar í sögu SEC deildarinnar hefur náð þremur leikjum með 250 jarda eða fleiri. Guice gat verið eitt ár í viðbót í skólanum en ákvað frekar að reyna við NFL-deildina. Til þess að komast þangað þá þurfti hann að fara í þessar nýliðarbúðir NFL-deildarinnar og í þessi skrautlegu viðtöl. „Ég fór inn í eitt herbergi og þar er ég spurður hvort ég sé hrifinn af karlmönnum bara til að sjá viðbrögðin hjá mér. Svo fer ég inn í annað herbergi og þá fara menn að tala um fólk í fjölskyldunni minni. Einhver sagði þá: Ég heyrði að mamma þín selji sig. Hvað finnst þér um það?,“ sagði Guice."I'd go in one room and a team would ask me, ‘Do I like men?'" Derrius Guice is the latest NFL Draft prospect to be asked about sexual orientation: https://t.co/3Jl6jI6tDupic.twitter.com/XJVJN3POwZ — Sporting News (@sportingnews) March 8, 2018 Guice lét þetta ekki hafa áhrif á sig því hann sagðist hafa mætt í búðirnar tilbúinn í hvað sem er. „Ég fór bara eftir þeim ráðum sem ég hafði fengið. Ég var alveg örmagna eftir þetta allt saman en þetta var samt frábær reynsla. Það er verið að fylgjast með þér og prófa þig allan tímann,“ sagði Derrius Guice. Það er almennt búist við því að Derrius Guice verði valinn snemma í nýliðavalinu en það fer fram í lok apríl.
NFL Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Leik lokið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira