Traust og vandvirkni Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Traust til Alþingis hefur mælst neyðarlega lítið síðustu ár, sem dæmi má nefna að árið 2012 var það 10 prósent, sem getur ekki talist annað en falleinkunn. Alþingismönnum hefur orðið tíðrætt um að auka þurfi traustið. Því miður eru þeir stundum óralangt frá því að vera góðar fyrirmyndir og um leið eru þeir að vinna gegn vinnustað sínum en ekki með honum. Auðvelt er að benda á tvö nýleg dæmi. Fyrst ber að nefna furðulegar ákvarðanir Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra þegar hún braut stjórnsýslulög með skipan dómara við Landsrétt. Hrokafull viðbrögð hennar í kjölfarið hafa ekki verið henni til sóma. Annað vandræðamál, sem er síst til þess fallið að auka traust þjóðarinnar á þingi og þingheimi, snýst um bílakostnað Ásmundar Friðrikssonar og endurgreiðslur til hans. Í nágrannalöndum okkar hefðu þessi tvö mál leitt til þess að viðkomandi þingmenn hefðu sagt af sér. Ekki kemur á óvart að þeir þingmenn sem hér um ræðir hafa engan áhuga á að brjóta blað í þeim efnum. Þeir sitja sem fastast. Sigríður Andersen og Ásmundur Friðriksson eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og hafa með gjörðum sínum fært andstæðingum flokksins sterk vopn í hendur. Það er þó engin ástæða til að setja sig í stríðsstellingar og æpa að sið Jóhönnu Sigurðardóttur að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarflokkur. Það er nokkuð ljóst að stjórnmálamenn annarra flokka myndu nær allir bregðast eins við og Sigríður Á. Andersen og Ásmundur Friðriksson væru þeir í þeirra sporum. Þegar þingmenn gera alvarleg mistök eða brjóta af sér þá eru þeir nær ætíð afar tregir til að taka afleiðingunum og þá skiptir engu hvaða flokki þeir tilheyra. Það er ekki fyrr en fokið er í öll skjöl sem þeir víkja tilneyddir og afar ósáttir. Á þeim óróatímum sem ríktu í kjölfar hrunsins hefðu atvik eins og þessi tvö sem hér eru nefnd gert út af við trúverðugleika þingsins. Nú ber svo við og telst til nokkurra tíðinda að í nýjum þjóðarpúlsi Gallup um traust til stofnana mælist Alþingi með 29 prósent traust en það var 22 prósent í fyrra. Traustið mjakast því upp á við, þótt þingheimur eigi enn langt í land með að heilla landsmenn. Reyndar sýnir þessi nýja könnun Gallup að þær stofnanir sem mest vantraust var á eftir hrun eru að rétta úr kútnum og má þar nefna bankakerfið en traust til þess var nánast ekkert á tímabili. Þjóðin er greinilega ekki jafn æst og hún var á hrunárunum, það fór henni ekki vel að veitast að lögreglu, kasta eggjum í Alþingishúsið og fella jólatréð á Austurvelli. Alþingismönnum ber að vanda sig í vinnu sinni, rétt eins og öðrum landsmönnum. Þeir eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og eiga að gæta hagsmuna hennar. Það er nú einu sinni svo að menn vinna sér traust með verkum sínum og í þeim efnum eiga þingmenn enn nokkuð langt í land. Þjóðarinnar vegna ber þeim að taka sig á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Traust til Alþingis hefur mælst neyðarlega lítið síðustu ár, sem dæmi má nefna að árið 2012 var það 10 prósent, sem getur ekki talist annað en falleinkunn. Alþingismönnum hefur orðið tíðrætt um að auka þurfi traustið. Því miður eru þeir stundum óralangt frá því að vera góðar fyrirmyndir og um leið eru þeir að vinna gegn vinnustað sínum en ekki með honum. Auðvelt er að benda á tvö nýleg dæmi. Fyrst ber að nefna furðulegar ákvarðanir Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra þegar hún braut stjórnsýslulög með skipan dómara við Landsrétt. Hrokafull viðbrögð hennar í kjölfarið hafa ekki verið henni til sóma. Annað vandræðamál, sem er síst til þess fallið að auka traust þjóðarinnar á þingi og þingheimi, snýst um bílakostnað Ásmundar Friðrikssonar og endurgreiðslur til hans. Í nágrannalöndum okkar hefðu þessi tvö mál leitt til þess að viðkomandi þingmenn hefðu sagt af sér. Ekki kemur á óvart að þeir þingmenn sem hér um ræðir hafa engan áhuga á að brjóta blað í þeim efnum. Þeir sitja sem fastast. Sigríður Andersen og Ásmundur Friðriksson eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins og hafa með gjörðum sínum fært andstæðingum flokksins sterk vopn í hendur. Það er þó engin ástæða til að setja sig í stríðsstellingar og æpa að sið Jóhönnu Sigurðardóttur að Sjálfstæðisflokkurinn sé spillingarflokkur. Það er nokkuð ljóst að stjórnmálamenn annarra flokka myndu nær allir bregðast eins við og Sigríður Á. Andersen og Ásmundur Friðriksson væru þeir í þeirra sporum. Þegar þingmenn gera alvarleg mistök eða brjóta af sér þá eru þeir nær ætíð afar tregir til að taka afleiðingunum og þá skiptir engu hvaða flokki þeir tilheyra. Það er ekki fyrr en fokið er í öll skjöl sem þeir víkja tilneyddir og afar ósáttir. Á þeim óróatímum sem ríktu í kjölfar hrunsins hefðu atvik eins og þessi tvö sem hér eru nefnd gert út af við trúverðugleika þingsins. Nú ber svo við og telst til nokkurra tíðinda að í nýjum þjóðarpúlsi Gallup um traust til stofnana mælist Alþingi með 29 prósent traust en það var 22 prósent í fyrra. Traustið mjakast því upp á við, þótt þingheimur eigi enn langt í land með að heilla landsmenn. Reyndar sýnir þessi nýja könnun Gallup að þær stofnanir sem mest vantraust var á eftir hrun eru að rétta úr kútnum og má þar nefna bankakerfið en traust til þess var nánast ekkert á tímabili. Þjóðin er greinilega ekki jafn æst og hún var á hrunárunum, það fór henni ekki vel að veitast að lögreglu, kasta eggjum í Alþingishúsið og fella jólatréð á Austurvelli. Alþingismönnum ber að vanda sig í vinnu sinni, rétt eins og öðrum landsmönnum. Þeir eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og eiga að gæta hagsmuna hennar. Það er nú einu sinni svo að menn vinna sér traust með verkum sínum og í þeim efnum eiga þingmenn enn nokkuð langt í land. Þjóðarinnar vegna ber þeim að taka sig á.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun