Þrír handteknir á Grettisgötu í tengslum við lögregluaðgerð á Ægisíðu Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2018 13:29 Frá aðgerðum lögreglu á Ægisíðu í morgun. Vísir/Egill Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að handtökurnar tengist lögregluaðgerðinni á Ægisíðu í morgun, en fjórir menn voru handteknir þá. Samtals eru því sjö manns í haldi í tengslum við málið. Jóhann Karl segir í samtali við Vísi að mennirnir sem handteknir voru í Grettisgötu verði yfirheyrðir og ákveðið verði síðar hvort ástæða þykir til að halda þeim lengur. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í dag vegna aðgerðanna á Ægisíðu. Þar kom fram að lögreglunni hefði verið tilkynnt um mál sem tekið var alvarlega og viðbúnaður í samræmi við það. Fjöldi sérsveitarbíla voru sendir á vettvangi og mátti sjá nokkra sérsveitarmenn vopnaða skotvopnum. Fimm sérsveitarmenn fóru inn í hús á Ægisíðu, móts við N1 á ellefta tímanum í dag, og leiddu nokkru síðar út mann í járnum sem var færður í lögreglubíl. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi. Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við. Fréttin var uppfærð klukkan 14:15 með þeim upplýsingum að þrír hafi verið handteknir á Grettisgötu en ekki tveir eins og lögregla sagði fyrst.
Þrír menn voru handteknir í Grettisgötu um hádegisbil í dag. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að handtökurnar tengist lögregluaðgerðinni á Ægisíðu í morgun, en fjórir menn voru handteknir þá. Samtals eru því sjö manns í haldi í tengslum við málið. Jóhann Karl segir í samtali við Vísi að mennirnir sem handteknir voru í Grettisgötu verði yfirheyrðir og ákveðið verði síðar hvort ástæða þykir til að halda þeim lengur. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í dag vegna aðgerðanna á Ægisíðu. Þar kom fram að lögreglunni hefði verið tilkynnt um mál sem tekið var alvarlega og viðbúnaður í samræmi við það. Fjöldi sérsveitarbíla voru sendir á vettvangi og mátti sjá nokkra sérsveitarmenn vopnaða skotvopnum. Fimm sérsveitarmenn fóru inn í hús á Ægisíðu, móts við N1 á ellefta tímanum í dag, og leiddu nokkru síðar út mann í járnum sem var færður í lögreglubíl. Bæði sérsveitarmenn og almennir lögreglumenn höfðu tekið sér stöðu og lokað fyrir umferð um Ægissíðu frá Hofsvallagötu til Kaplaskjólsvegar. Þá voru sjúkraflutningamenn á vettvangi. Fyrr um morguninn, á níunda tímanum, hafði lögregla afskipti af leigubíl af stærri gerðinni við Hagamel, rétt ofan við Ísbúð Vesturbæjar. Í bílnum voru tveir farþegar og var að minnsta kosti annar þeirra illa farinn í andlitinu, eins og eftir líkamsárás. Þeir voru undir áhrifum og vildu lítið segja lögreglu. Voru þeir handteknir og færðir af vettvangi. Annar þeirra mótmælti því að vera handtekinn að sögn sjónarvotts sem Vísir ræddi við. Fréttin var uppfærð klukkan 14:15 með þeim upplýsingum að þrír hafi verið handteknir á Grettisgötu en ekki tveir eins og lögregla sagði fyrst.
Lögreglumál Tengdar fréttir Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01 Umfangsmikil lögregluaðgerð við Ægisíðu Mikill viðbúnaður er á svæðinu. 7. mars 2018 09:05 Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Fjórir í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir við Ægisíðu Fjórir menn eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir aðgerðir hennar við Ægisíðu í Reykjavík í morgun, en lögreglan var kölluð þar á vettvang á níunda tímanum. 7. mars 2018 11:01
Sérsveitin tók N1 yfir sem aðgerðastöð Starfsfólkinu bannað að fara á meðan því stendur. 7. mars 2018 10:04