Hótelstjóri segir lögum breytt eftir séróskalista Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. mars 2018 06:00 Steinar Berg Ísleifsson og Ingibjörg Pálsdóttir í Fossatúni telja sig hafa orðið af milljónaviðskiptum vegna sölu Veiðifélags Grímsár og Tunguár á gistingu. Steinar Berg Ísleifsson og Ingibjörg Pálsdóttir, sem reka hótel á jörð sinni Fossatúni við Grímsá í Borgarfirði, segja Alþingi hafa stuðst við sjónarmið sem Hæstiréttur hafi áður hafnað er lögum um veiðifélög var breytt. Á vefsíðu sinni segja Steinar og Ingibjörg að sé sértækum hagsmunum framfylgt af „valinkunnum“ einstaklingum eða hagsmunasamtökum geti þeir farið í gegnum stjórnsýsluna og Alþingi og orðið að lögum. „Af hverju, Sigurður Ingi, útilokaðir þú sjónarmið og þekkingu okkar við vinnu lagagerðarinnar í ráðuneyti þínu þegar þú varst í raun að undirbúa lög til höfuðs okkur ábúendum í Fossatúni?“ spyrja Steinar og Ingibjörg í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannessonar, áður landbúnaðarráðherra og nú samgönguráðherra Steinar og Ingibjörg keyptu Fossatún á árinu 2001. Með fylgja veiðiréttindi í Grímsá og þar með skylduaðild að Veiðifélagi Grímsár og Tunguár. Á vefsíðu þeirra sveitasaga.com segir að skömmu áður en þau hófu rekstur ferðaþjónustu í Fossatúni árið 2005 hafi stjórn veiðifélagsins ákveðið að leigja veiðihúsið að Fossási út sem sveitahótel utan laxveiðitímans. „Okkur ábúendum í Fossatúni þótti sérkennilegt að standa í samkeppni við veiðifélagið og svarta atvinnustarfsemi í skjóli þess,“ segir á vefsíðunni. Þau hafi leitað réttar síns og Hæstiréttur dæmt að veiðifélaginu væri óheimilt að leigja veiðihúsið út til samkeppnislegrar starfsemi utan veiðitíma án samþykkis allra félagsmanna. „Skömmu eftir dóminn gekk formaður Landssambands veiðifélaga á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fullyrti að Hæstiréttur hefði komist að rangri niðurstöðu og að það þyrfti að uppfæra lögin. Honum var falið að vinna að lagabreytingu ásamt starfsmönnum ráðuneytisins,“ rekja hjónin. Helsta stuðningsgagn lagabreytingarinnar hafi verið álitsgerð sem Lagastofnun Háskóla Íslands vann og Landssamband veiðifélaga greiddi fyrir í tengslum við ágreining ábúenda Fossatúns og veiðifélagsinsSegja breytinguna andstæða stjórnarskrá „Hæstiréttur hafnaði niðurstöðu álitsgerðarinnar og því hlýtur það að teljast óeðlilegt og öfugsnúið að hún sé síðan helsta stoð Alþingis fyrir lagabreytingunni,“ segir á síðu Steinars og Ingibjargar. Komin sé ný skilgreining á hlutverki veiðifélaga. „Við bætist markmið um að taka þátt í almennum hótel- og veitingarekstri til að hámarka arðsemi. Spurning hvort hægt sé að skylda fólk til þátttöku í slíku félagi með lögum og víkja þannig til hliðar félagafrelsi stjórnarskrárinnar?“ Hjónin segjast ítrekað hafa leitað til ráðuneytisins sem vann lögin og til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og beðið um fundi. „Því miður hafa bæði ráðuneytið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sniðgengið þær óskir eða hafnað þeim,“ segja þau. Í opna bréfinu segja hjónin að lagabreytingin sé andstæð stjórnarskrá. „Eða teljið þið að hægt sé að skylda fólk til að vera í félagi sem hefur það að markmiði að standa í eignaumsýslu og hámarka arðsemi félagsmanna?“ spyrja þau ráðherrana. „Af hverju samþykktuð þið, Katrín og Bjarni, þessi illa ígrunduðu lög 30. júní 2015? Réð sannfæring ykkar því eða meðvirkni?“ Ennfremur segja þau eina forsendu lagabreytingarinnar hafa verið að hún hefði aðeins áhrif á veiðifélög. „Það er firra. Spyrjið Samtök ferðaþjónustunnar! Við hjón höfum og liðið fyrir þetta fjárhagslega og félagslega.“ Steinar kveðst hafa dreift bæklingum um málið til alþingismanna. Hann kveðst bjartsýnn á jákvæðar undirtektir. „Það hlýtur að vera tilefni til þess að ræða málin,“ segir vertinn í Fossatúni við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Steinar Berg Ísleifsson og Ingibjörg Pálsdóttir, sem reka hótel á jörð sinni Fossatúni við Grímsá í Borgarfirði, segja Alþingi hafa stuðst við sjónarmið sem Hæstiréttur hafi áður hafnað er lögum um veiðifélög var breytt. Á vefsíðu sinni segja Steinar og Ingibjörg að sé sértækum hagsmunum framfylgt af „valinkunnum“ einstaklingum eða hagsmunasamtökum geti þeir farið í gegnum stjórnsýsluna og Alþingi og orðið að lögum. „Af hverju, Sigurður Ingi, útilokaðir þú sjónarmið og þekkingu okkar við vinnu lagagerðarinnar í ráðuneyti þínu þegar þú varst í raun að undirbúa lög til höfuðs okkur ábúendum í Fossatúni?“ spyrja Steinar og Ingibjörg í opnu bréfi til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannessonar, áður landbúnaðarráðherra og nú samgönguráðherra Steinar og Ingibjörg keyptu Fossatún á árinu 2001. Með fylgja veiðiréttindi í Grímsá og þar með skylduaðild að Veiðifélagi Grímsár og Tunguár. Á vefsíðu þeirra sveitasaga.com segir að skömmu áður en þau hófu rekstur ferðaþjónustu í Fossatúni árið 2005 hafi stjórn veiðifélagsins ákveðið að leigja veiðihúsið að Fossási út sem sveitahótel utan laxveiðitímans. „Okkur ábúendum í Fossatúni þótti sérkennilegt að standa í samkeppni við veiðifélagið og svarta atvinnustarfsemi í skjóli þess,“ segir á vefsíðunni. Þau hafi leitað réttar síns og Hæstiréttur dæmt að veiðifélaginu væri óheimilt að leigja veiðihúsið út til samkeppnislegrar starfsemi utan veiðitíma án samþykkis allra félagsmanna. „Skömmu eftir dóminn gekk formaður Landssambands veiðifélaga á fund sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fullyrti að Hæstiréttur hefði komist að rangri niðurstöðu og að það þyrfti að uppfæra lögin. Honum var falið að vinna að lagabreytingu ásamt starfsmönnum ráðuneytisins,“ rekja hjónin. Helsta stuðningsgagn lagabreytingarinnar hafi verið álitsgerð sem Lagastofnun Háskóla Íslands vann og Landssamband veiðifélaga greiddi fyrir í tengslum við ágreining ábúenda Fossatúns og veiðifélagsinsSegja breytinguna andstæða stjórnarskrá „Hæstiréttur hafnaði niðurstöðu álitsgerðarinnar og því hlýtur það að teljast óeðlilegt og öfugsnúið að hún sé síðan helsta stoð Alþingis fyrir lagabreytingunni,“ segir á síðu Steinars og Ingibjargar. Komin sé ný skilgreining á hlutverki veiðifélaga. „Við bætist markmið um að taka þátt í almennum hótel- og veitingarekstri til að hámarka arðsemi. Spurning hvort hægt sé að skylda fólk til þátttöku í slíku félagi með lögum og víkja þannig til hliðar félagafrelsi stjórnarskrárinnar?“ Hjónin segjast ítrekað hafa leitað til ráðuneytisins sem vann lögin og til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og beðið um fundi. „Því miður hafa bæði ráðuneytið og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sniðgengið þær óskir eða hafnað þeim,“ segja þau. Í opna bréfinu segja hjónin að lagabreytingin sé andstæð stjórnarskrá. „Eða teljið þið að hægt sé að skylda fólk til að vera í félagi sem hefur það að markmiði að standa í eignaumsýslu og hámarka arðsemi félagsmanna?“ spyrja þau ráðherrana. „Af hverju samþykktuð þið, Katrín og Bjarni, þessi illa ígrunduðu lög 30. júní 2015? Réð sannfæring ykkar því eða meðvirkni?“ Ennfremur segja þau eina forsendu lagabreytingarinnar hafa verið að hún hefði aðeins áhrif á veiðifélög. „Það er firra. Spyrjið Samtök ferðaþjónustunnar! Við hjón höfum og liðið fyrir þetta fjárhagslega og félagslega.“ Steinar kveðst hafa dreift bæklingum um málið til alþingismanna. Hann kveðst bjartsýnn á jákvæðar undirtektir. „Það hlýtur að vera tilefni til þess að ræða málin,“ segir vertinn í Fossatúni við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent