Frelsi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. mars 2018 11:00 Nokkrir þingmanna Viðreisnar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði. Þingmennirnir vilja afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna fyrir aukna samkeppni. Í reynd þýðir þetta að opna ætti íslenskan markað fyrir alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Uber eða Lyft. Leigubílamarkaðurinn á Íslandi er einokunarbransi. Eingöngu með því að hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur bifreiðastöð má aka leigubifreið. Gjaldskrá leigubíla er sömuleiðis samræmd. Sama gjald er greitt hvar sem stigið er upp í bílinn. Bílstjórar þurfa líka að hafa akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu, að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem notaður er og mega ekki hafa verið dæmdir til refsivistar. Færa má rök fyrir því að öll þessi skilyrði séu úrelt. Þau tvö fyrstu dæma sig sjálf og í tilviki þess þriðja má velta fyrir sér hvort það að fólk hafi misstigið sig einhvern tíma á lífsleiðinni eigi að leiða til þess að það sé útilokað frá því að verða atvinnubílstjóri um aldur og ævi. Einkafyrirtæki á borð við Uber gera strangar kröfur til bílstjóra og bifreiða. Bifreiðarnar þurfa að standast kröfur um hámarksaldur og lágmarksgæði, og gerðar eru kröfur um að bílstjórar séu með óflekkað mannorð. Notendur geta valið um flokk bifreiða eftir því hvort þeir vilja lítinn rafmagnsbíl, þurfa pláss fyrir farangur eða vilja ferðast með glæsibifreið. Kostnaður er ljós fyrirfram og er greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar, tíma dags og svo framvegis. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaðinum gegnum Uber-snjallforritið. Bæði farþegar og bílstjórar gefa svo hvor öðrum einkunn, þannig að óvinsælir bílstjórar kemba yfirleitt ekki hærurnar í starfi. Í íslenska einokunarkerfinu er þessu öðruvísi farið. Sama háa gjald er greitt óháð gæðum bifreiðar eða þjónustu. Hvati fyrir bílstjóra til að skara fram úr starfssystkinum sínum er enginn. Umræðan um þessi mál hefur alltof oft snúist um upphrópanir. Auðvitað myndu neytendur njóta góðs af því ef leigubílastarfsemi yrði gefin frjáls. Atvinnubílstjórar ættu heldur ekki að mótmæla eðlilegum framförum heldur fagna þeim. Þeirra baráttumál ættu að snúast um að alþjóðlegir risar á borð við Lyft eða Uber sýni réttindum bílstjóra virðingu, en það hefur stundum vantað. Gleymum því ekki að leigubifreiðar eru í samanburði nokkuð hagkvæmur samgöngukostur. Ef þeir eru hóflega verðlagðir og einfaldir í notkun til að verða raunverulegur kostur, getur það orðið til þess að fækka bílum, með jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðarþunga. Í borg eins og Reykjavík, sem óneitanlega á við samgönguvanda að etja, væri akkur í frjálsri leigubílastarfsemi. Kannski ættum við meira að segja að ganga skrefinu lengra og gera það að skilyrði að leigubílar séu knúnir nýjum vistvænum orkugjöfum eins og rafmagni. Hvað sem slíkum bollaleggingum líður er ljóst að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls hér á landi. Eftirlitsstofnun ESA hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg leigubílalög í Noregi stríði gegn EES-samningnum. Þingmenn standa því væntanlega frammi fyrir því hvort þeir vilji sýna frumkvæði til frelsis eða bíða valdboðsins að utan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Leigubílar Tengdar fréttir Um umræðuna um umskurð Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. 3. mars 2018 11:00 Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nokkrir þingmanna Viðreisnar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um frelsi á leigubílamarkaði. Þingmennirnir vilja afnema hámarksfjölda atvinnuleyfa til leigubílaaksturs, fækka kvöðum fyrir veitingu þeirra og opna fyrir aukna samkeppni. Í reynd þýðir þetta að opna ætti íslenskan markað fyrir alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Uber eða Lyft. Leigubílamarkaðurinn á Íslandi er einokunarbransi. Eingöngu með því að hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og vera tengdur bifreiðastöð má aka leigubifreið. Gjaldskrá leigubíla er sömuleiðis samræmd. Sama gjald er greitt hvar sem stigið er upp í bílinn. Bílstjórar þurfa líka að hafa akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu, að vera eigendur eða fyrstu umráðamenn bílsins sem notaður er og mega ekki hafa verið dæmdir til refsivistar. Færa má rök fyrir því að öll þessi skilyrði séu úrelt. Þau tvö fyrstu dæma sig sjálf og í tilviki þess þriðja má velta fyrir sér hvort það að fólk hafi misstigið sig einhvern tíma á lífsleiðinni eigi að leiða til þess að það sé útilokað frá því að verða atvinnubílstjóri um aldur og ævi. Einkafyrirtæki á borð við Uber gera strangar kröfur til bílstjóra og bifreiða. Bifreiðarnar þurfa að standast kröfur um hámarksaldur og lágmarksgæði, og gerðar eru kröfur um að bílstjórar séu með óflekkað mannorð. Notendur geta valið um flokk bifreiða eftir því hvort þeir vilja lítinn rafmagnsbíl, þurfa pláss fyrir farangur eða vilja ferðast með glæsibifreið. Kostnaður er ljós fyrirfram og er greiðsla innheimt í samræmi við gæði bíls, lengd ferðar, tíma dags og svo framvegis. Ókunnugir geta deilt leigubíl kjósi þeir svo og skipt kostnaðinum gegnum Uber-snjallforritið. Bæði farþegar og bílstjórar gefa svo hvor öðrum einkunn, þannig að óvinsælir bílstjórar kemba yfirleitt ekki hærurnar í starfi. Í íslenska einokunarkerfinu er þessu öðruvísi farið. Sama háa gjald er greitt óháð gæðum bifreiðar eða þjónustu. Hvati fyrir bílstjóra til að skara fram úr starfssystkinum sínum er enginn. Umræðan um þessi mál hefur alltof oft snúist um upphrópanir. Auðvitað myndu neytendur njóta góðs af því ef leigubílastarfsemi yrði gefin frjáls. Atvinnubílstjórar ættu heldur ekki að mótmæla eðlilegum framförum heldur fagna þeim. Þeirra baráttumál ættu að snúast um að alþjóðlegir risar á borð við Lyft eða Uber sýni réttindum bílstjóra virðingu, en það hefur stundum vantað. Gleymum því ekki að leigubifreiðar eru í samanburði nokkuð hagkvæmur samgöngukostur. Ef þeir eru hóflega verðlagðir og einfaldir í notkun til að verða raunverulegur kostur, getur það orðið til þess að fækka bílum, með jákvæðum áhrifum á umhverfi og umferðarþunga. Í borg eins og Reykjavík, sem óneitanlega á við samgönguvanda að etja, væri akkur í frjálsri leigubílastarfsemi. Kannski ættum við meira að segja að ganga skrefinu lengra og gera það að skilyrði að leigubílar séu knúnir nýjum vistvænum orkugjöfum eins og rafmagni. Hvað sem slíkum bollaleggingum líður er ljóst að leigubílaþjónusta verður að endingu frjáls hér á landi. Eftirlitsstofnun ESA hefur þegar komist að þeirri niðurstöðu að sambærileg leigubílalög í Noregi stríði gegn EES-samningnum. Þingmenn standa því væntanlega frammi fyrir því hvort þeir vilji sýna frumkvæði til frelsis eða bíða valdboðsins að utan.
Um umræðuna um umskurð Af hverju á maður allt í einu að hafa skoðun á umskurði? Hvað gerðist? Af hverju missti ég? Málið er þetta: Alls konar ágreiningsmál skjóta jafnan upp kollinum í samfélaginu án þess að maður nái almennilega að undirbúa sig. Svo staldra þau stutt við. 3. mars 2018 11:00
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar