Innlent

Fleiri fylgjandi en andvígir banni við umskurði drengja

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Samkvæmt niðurstöðum MMR er þjóðin pólitískt klofin þegar kemur að banninu við umskurði drengja.
Samkvæmt niðurstöðum MMR er þjóðin pólitískt klofin þegar kemur að banninu við umskurði drengja. Vísir/Getty
Samkvæmt nýrri könnun MMR eru fleiri landsmenn fylgjandi banni við umskurði drengja heldur en andvígir því. Af þeim sem tóku afstöðu í málinu sögðust 39 prósent mjög fylgjandi og 11 prósent frekar fylgjandi. 13 prósent svarenda sögðust hvorki fylgjandi né andvígir. 29 prósent sögðust mjög andvígir banninu og 8 prósent sögðust frekar andvíg.

Stuðningur við bann við umskurði drengja reyndist meiri með lækkandi aldri. 57 prósent af yngsta aldurshópnum, 18 til 29 ára, sögðust fylgjandi banninu samanborið við 34 prósent í elsta aldurshópnum, 68 ára og eldri.

Afstaða málsins var skipt í öllum flokkum ef horft var til stjórnmálaskoðana svaranda. Stuðningsfólk Pírata sýndi mestan stuðning við bannið, eða 59 prósent. Minnstur var stuðningur við bannið hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins, eða 42 prósent. Niðurstaða MMR var því að þjóðin sé pólitískt klofin í málinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×